11.06.2018 22:41

FÉLAGSREIÐTÚR

 

FÉLAGSREIÐTÚR FRAMUNDAN

Helgina 23.-24. júní stendur til að fara í hestaferð í Mjóafjörð. Lagt verður af stað frá réttinni innst í Mjóafirði kl 10 og riðið út í þorp þar sem verður áð og snætt vel en ferðinni svo haldið áfram út á Dalatanga þar sem hestarnir gista. Knaparnir munu hinsvegar að sjálfsögðu eyða jónsmessunóttinni við að velta sér upp úr mjófirskri dögg, stíga endurnærðir uppúr henni beint á bak á sunnudeginum og ríða sömu leið til baka.

Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina og helst sem allra fyrst svo hægt sé að gera frekari plön. Ingólfur er allsherjargoði fararinnar og tekur við skráningum í síma 8947333

Allir með - þetta verður fjör!

Kveðja
Útreiðanefnd

Flettingar í dag: 64
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 621317
Samtals gestir: 151181
Tölur uppfærðar: 22.11.2019 18:45:44