27.11.2018 09:31

Jólamarkaður Dalahallarinnar 2018

 

Jólamarkaður Dalahallarinnar 2018

Það var líf og fjör í Dalahölinni sunnudaginn 18. nóv. sl.

 

Jólamarkaður Dalahallarinnar var haldinn sunnudaginn 18. nóvember sl., en hann er orðin að árlegu upphafi jólanna hér í Fjarðabyggð.

 

Í ár mátti finna fyrir talsverðri aukningu á bæði þátttöku söluaðila sem og á fjölda gesta. Það er heldur ekki amalegt að lengja ögn sunnudagsrúntinum og mæta í Dalahöllina og hefja jólaundirbúningin með komu í markaðinn.

Í ár líkt og í fyrra fundu markaðshaldarar að fólk kæmi allstaðar að úr fjörðunum og nærliggjandi svæðum. Það megum við væntanlega þakka bættum samgöngum með tilkomu Norðfjarðargangnanna.

Í ár voru að vanda margir glæsilegir sölubásar á markaðnum og mátti sjá að flestir gestanna fyndu eitthvað við sitt hæfi enda úrvalið gott. En á markaðnum var hægt að versla allt frá handprjónuðum böngsum í reykta villibráð, gæs og hreindýr.

Konurnar sem standa að baki markaðnum eru þær sem stýra æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Blæs og eiga þær hrós skilið fyrir vel unnið verk og flottan markað. Það er ljóst að jólamarkaðurinn er komin til að vera enda er hann ein mikilvægasta fjáröflun æskulýsnefndar hestamannafélagsins.

 

Flettingar í dag: 64
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 621317
Samtals gestir: 151181
Tölur uppfærðar: 22.11.2019 18:45:44