Gestabók

4.5.2014 kl. 4:28

Óska tilboða góðir hestamenn 4.5.14

Því má svo bæta við síðustu færslu að ég vel mér aðallega hross eftir litnum og hef þau mest í hlaðvarpanum hjá mér eða í kringum bæinn hjá mér og nota þau mest til að horfa á þau.

Ég keypti mér t.d. á síðasta hausti ljósa nær hvíta hryssu en það var litur sem mér fannst vanta þá í litaflóruna. Sú hryssa nefnist Buxa frá Röðli og er fædd móvindótt skjótt og er nú 4ra vetra gömul.

En það er ekki alltaf nóg að geta keypt hross, það þarf yfirleitt að fylgja því eftir til einhverra fleiri nota í viðvikum en bara að horfa á þau. En tamning er dýrkeypt þeim sem ekki ráða við að framkvæma hana sjálfir.

Ég stend nú sem sé frammi fyrir því vandamáli er ég sætti mig illa við að hafa ekki efni á að láta temja hana og vil nú bjóða ykkur hana til sölu á vægu verði og óska nú tilboða í hana.

Glaðir reiðmenn
Það er vel ef að er gætt
ei sé stefnt að vitnum,
glaður ríði einn á ætt,
annar bara á litnum.

Einar granni í Skálateigi 2

28.4.2014 kl. 18:56

Tamið á tölt 28.4.14

Mínar hestatamningar felast helst í ánægu þeirri er geri mér í að horfa á aðra og aka stundum á bíl mínum fram með þeim reiðmönnum er ferðast um reiðgötur fjarðarins.
Í dag er ég fylgdi einum snillingnum eftir þá hugsaði ég um það vandamál er hrjáir marga mest, það er að geta setið á sér varðandi of mikinn hraða og fyrr en varði hafi ég ort þetta ljóð:

Upp af feti er best að byggja
beislagand, ég ætla satt
þá er vandinn að skalt yggja
ekki að fara of hratt.

einar granni

21.12.2013 kl. 13:45

Bestu jóla og nýársóskir

Hestar og menn
Hestamennskukarp er hart um tekist enn,
hestamenn sækja hverja aðra að naga.
Knapar velja hesta en hestar ekki menn,
- hver mætti ei reiðmennskuna laga?

einar granni

neisti.blog.is

14.3.2013 kl. 11:40

Öðruvísi mér áður brá

Ég sendi hestamönnum nær og fjær bestu kveðju með ljóði dagsins:

Breyting á hestavali 14.3.13
Öðruvísi mér áður brá,
aktaði fjörhestana.
Þeirri stefnu féll ég frá,
fékk mér annan vana.

Úr fjörhestunum fékk ég skipt
í frískar hryssur þægar.
Þótt minna hafi um dug og drift
eru dúllur mínar frægar.

einar granni

neisti.blog.is

12.2.2013 kl. 11:55

Reiðnámskeiðum marg frestað

Sælt og blessað fólkið. Svo bar til í fyrradag á sunnudegi að félagarnir Guðbjartur og Ási buðu mér á reiðsýningu í Dalahöllinni og töfruðu mig með einstökum snilldartöktum sínum sem svo oft áður. Ég lagði lítið ljóð út af þessarri uppákomu:

Hér er námskeiðum margfrestað nú þessa daga
að ná kennurum úr fjarska hefur liðið plagað
þó er hér félagsskapur svo hestamennskurækinn
að hestar þeirra vart á sprettum nösum blása
og skyldi vera nauðsyn sækja vatnið yfir lækinn?
Væri það ekki ráð að biðja Guðbjart og Ása?

einar granni

neisti.blog.is

4.1.2013 kl. 22:12

SOS hestaflutningur

Er að leita að fari fyrir 1 hest frá Borgarfirði (Stafholtstungum) til Ísafjarðar. Ef einhver veit um far, þó það væri bara til Hólmavíkur þá myndi ég gjarnan vilja heyra af því. Auður S:892-4204

Auður Helgadóttir

3.10.2012 kl. 17:07

Þessa limru gerði ég samhliða auglýsingu trippanna

Um happið 26.7.12
Um margt þurfa margir að bítast og keppa
og missir ekki sá er fyrstur nær að hreppa.
Það má því best í gær
að líta sér nær.
Látið ekki happ úr höndum ykkar sleppa.

einar granni

neisti.blog.is

3.10.2012 kl. 16:58

Kveðja og fréttir til hestamanna

Ekki fyrir löngu bauð ég ykkur til sölu tvö trippi af gullmolunum mínum. Ég er ákaflega hamingjusamur að enginn vildi kaupa. Nú hef ég fengið á þær nokkra vikna tamningu og góð orð um. Ég á von á kvikmynd af þeim á diski og hlakka til þess sem barn til jólanna. Ég samdi ykkur lítið ljóð kveðjuskini:

Að veðja á réttan hest
Oftast verður bjáninn bit,
brunar frá honum lestin.
Það er lán að vanta ei vit
og veðja á rétta hestinn.

einar granni

neisti.blog.is

28.3.2012 kl. 6:44

Óskasteinn frá Íbishóli

Um síðustu helgi var Magnús B. Magnússon frá Íbishóli með stóðhest sinn Óskastein í sérstakri skrautsíningu á Stjörnutöltinu á Akureyri. Hann var prúðbúinn í kjólfötum og með míkrafón festan á sig og eftir sýninguna stillti hann sér upp og söng hástöfum fyrir fólkið þetta ljóð mitt er ég sendi honum skömmu áður sem pöntun í toll undir hestinn. Þið ættuð að geta séð á þessu að Stórbóndinn er ekki alveg af baki dottinn í hestamennskunni. Alla vega er hugurinn stór ennþá hvað sem úr verður:

Óskasteinn er fótafrár
fimur eftir vonum.
Engan lít ég kostaklár
knárri og beri honum.

Hreyfing mín er æskuör,
yndisleg að ríða.
Hófum skellir fljót í för,
fljúga neistar víða.

Ástir ljúfar, yndi og geim
auka tíðast gaman,
því vil æxla þessum tveim
þokkahjúum saman.

Fagur svo ef fæðist mér
foli af þessu masi.
Lofa ég að lyfta að þér
ljúfu viskýglasi.

Einar granni

neisti.blog.is

19.3.2012 kl. 7:00

Álffinnur 18.3.12

Ég hef verið að horfa á landsmótsdiskana með stóðhestunum og Álffinnur vakið þar sérstaklega athygli mína og væri ég ekki frábitin því að halda undir hann. Af því tilefni orti ég honum þetta ljóð:

Álffinnur er eðalklár,
yndiskostum borinn,
skjóttur vel og fótafrár,
fríður og eðlisþorinn.

Hugsa ég að hryssan mín
hefði ríkt af gaman
ef þau svona upp á grín
eðlast fengju saman.

Einar granni

neisti.blog.is

16.3.2012 kl. 22:10

Boðið á einkasýningu í reiðhöllinni

Í reiðhöllinni 16.3.12
Í reiðhöllinni rak ég við
þar rumdu hófasköllin
Guðbjartur að góðum sið
geystist þar um völlinn.

Ásvaldur þar einnig fór
á hann hryssur góðar.
Þeysireið varð þegi stór
þetta eru engir slóðar.

Einar granni

neisti.blog.is

15.3.2012 kl. 9:59

Kær kveðja til hestaunnanda

Reiðhesturinn
Leiðist flestum lágar herðar,
letibikkjur forðast skalt.
Reiðhesturinn góðrar gerðar
gefur yndið þúsundfalt.

Auðvelt er að rækta rautt
rautt fer vel með hvítu.
Einlitt er það ansi snautt
eins og tjöld á svítu.

Ef að vel er að því gætt
ýmsra sýnast vitin.
Glaður ríður einn á ætt
annar notar litinn.

Einn er góður annar bestur
oft þó kostir fyrir bý.
Ei er hestur sama og hestur
hót ei skaltu flaska á því.

Einar granni

neisti.blog.is

25.6.2011 kl. 5:23

Gefið þið konunni blóm án tilefnis

Ég sendi hestamönnum fær og nær kærar kveðjur án tilefnis:

Indíáni
Ungur hleypti ég hestum
eins og bjáni
og átti skemmtun ríka
eins og gengur.
Ég var einu sinni
indíáni
en er það ekki lengur.

Einar granni

26.8.2010 kl. 21:11

Á firmakeppni 26.8.10

Sælt veri fólkið!

Ég var á Firmakeppni í kvöld frá 18- 20,15 og þakka góðar sýningar og sanngjarna dóma að mér fannst og varla má minna en ég sendi ykkur bögu og góða kveðju við tækifærið:

Afstæðið er andans herra
það efa skal ei hót.
Eitt var betra, annað verra
en ágætt hestamót.

Einar granni

neisti á ljod.is

26.5.2010 kl. 23:44

Tilvalið;) En góð ráð alltaf vel þegin
Hofsfrúin

Þórhalla

26.5.2010 kl. 19:31

Kæra Hofsfrú

Ég hitti mann í síðdeginu sem sagði mér að ákveðið væri að halda mótið og vildi setja fram kröftug mótmæli. Síðasta pest sem var í gangi dó út án þess hún kæmi hingað en þá var heldur ekki í gangi það kæruleysi sem ég tel hafa verið nú í gangi fyrir útbreiðslunni. Þið skuluð bara þurrka út þessar umræður okkar hérna, það þarf ekki á viðvörunum mínum að halda svo þær hafa ekkert gildi, kær kveðja, eigum við bara ekki að detta í´ða í staðin, einar

svarri

26.5.2010 kl. 19:05

Kæri Svarri
Sem ábyrgðarmaður óljósu fréttarinnar sem þú vitnar í verð ég að benda þér á að þar stendur orðrétt: "Athugið að þetta getur haft áhrif á dagsetningu á firmakeppninni okkar og æskulýðssýningunni. Fylgist því vel með hér á síðunni hverju fram vindur. "
Nú hefur birst ný tilkynning á síðunni þar sem öllum uppákomum er frestað um óákveðinn tíma en eftir að fréttist af pestinni fyrir tveim dögum hefur heilmikil vinna farið í að taka þær ákvarðanir sem við teljum réttar. Við sem að því komum skorumst ekki undan okkar ábyrgð og fylgjumst eins vel og við getum með því sem er í gangi en reynum samt sem áður að halda uppi því starfi sem fært er.
Með kærri kveðju
Hofsfrúin

Þórhalla

26.5.2010 kl. 18:34

Svarri messar í sólsetrið

Það fréttist hér á síðunni í gær að hestapestin væri komin í Norðfjörð. Ekkert var sagt frá því hvar hún hefði stungið sér niður né hvernig hún hefði borist.

Ég tel hestamannafélög á hverju svæði eiga að bera nokkra ábyrgð varðandi hestahald á sínu svæði. Mér finnst forkastanlegt kæruleysi að beint í kjölfarið á þessarri óljósu frétt og óljósu veiki ætli hestamannafélaðið síðan eftir þrjá daga hér frá að hópa saman öllum sem vettlingi geta valdið með alla fáanlega hesta sína í Fyrmakeppni til fjáröflunar. Og jæja, og jæja, mér dettur í hug orðtækið sem fjallar um: ,,að ekki sé úr háum söðli að detta". Með bestu kveðjum og hamingjuóskum með framtíðina.

Svarri

26.1.2010 kl. 10:22

Fín síða, vantar samt uppá að nöfn knapa og hesta séu sett við myndirnar í albúminu. það væri gaman að viota hver er á ferðinni.
kv. Katla

Katla Hólm

12.9.2009 kl. 14:23

Svarri enn að messa

Sælir hestamenn!

Faðir minn lagði mikið á sig við að venja mig af fullkomnunaráráttunni. Hann sagði að þannig gengi ekkert undan manni. Hans mottó var að gera hlutina svo vel sem maður gæti með því móti að gera þá hratt og koma þeim fljótt af. Æfingin kæmi svo með tímanum. Á þennan hátt kenndi hann mér t.d. að járna og á sama hátt atti hann mér út í að fara að yrkja, sem mér fannst ég alls ómáttugur til að gera svo nokkurt lag væri á.

Og viti menn, margir taka viljann fyrir verkið og ég reyni að láta mér í léttu rúmi liggja hvað hinum finnst því annars gerði ég aldrei neitt. Ég lít þó venjulega á ljóðin daginn eftir og reyni að lappa upp á þau með það sem ég sé þá að betur megi fara. Og nú breytti ég aðeins ljóði gærdagsins:

Oft á Mön
Áður fyrr með augun snör,
atti fákum skjótum.
Stríddi oft með strákapör
og storkaði eftir nótum.

Oft á Mön ég makalaust
mokaði yfir þá sandi.
Alla tíð ég undan skaust
sem ei mér þótt vandi.

Bágt var hér um hestaval
og hót því mátti ertinn.
Svo var látlaust sveitatal
að sýna undir stertinn.

Tálmar mér nú tussan síð
teygð í lífsins glaumi.
Ýmsir ríða í erg og gríð
en aðeins ég í draumi.

Einar Sigfússon

ljod.is/svarri/

11.9.2009 kl. 21:17

Svarri sendir kveðju sína

Ég frétti af fyrirhugaðri för í stóðréttir og það lifnaði aðeins yfir mér. Ég vil gjarnan fara með ef ég er maður til þess. Nú, mér fannst ég verða að yrkja ykkur hestaljóð ef ég hefði samband og þetta er alveg hrátt og nýslegið í pretsmiðjunni:

Áður fyrr með augun snör,
atti fákum skjótum.
Stríddi oft með strákapör
og storkaði eftir nótum.

Bágt var hér um hestaval
og hót því mátti ertinn.
Svo var látlaust sveitatal
að sýna undir stertinn.

Alla tíð ég undan skaust
sem ei mér þótti vandi.
Oft á Mön ég makalaust
mokaði yfir þá sandi.

Er nú tuskuð tussan síð
tek þó spretti í draumi.
En fínt að vitna í fyrri tíð
farri tímans glaumi.

Einar Sigfússon

folk.visir.is/svarri

17.6.2009 kl. 13:49

Nú eru góð ráð dýr

Ræktun og ráðgjöf
Nota það í ræktun sem ekki er reitt,
ráð okkar þykir hið besta.
Við teljum það ganga allt út á eitt,
að eignist þú frábæra hesta.

Ræktandinn framsækni

ljod.is/svarri/

15.6.2009 kl. 0:17

Kveðja frá Svarra

Það er fagurt mannlífið á Kirkjubólseyrunum þessa dagana. Ég er búinn að skreppa nokkrum sinnum í dag og í gær til að horfa á og séð hverja dagskrána af leikjum og hestamennsku taka við af annarri fyrir börnin sem leyna ekki ánægju sinni.

En að lokum ætla að bjóða ykkur með mér á kynbótasýningu. Áhorfendum geðjast ekki að hryssunni sem verið er að sýna og láta álit sín óspart í ljós. Þá er þar maður sem vill finna eitthvað jákvætt út úr dæminu og taka aðeins upp hanskan fyrir hryssuna og mælir svo:

Heyri fjúka háð og spott,
en hót vil tauminn draga.
Þessi hryssa færi flott,
fengist hún on´ í maga.

Afi í Skálateigi

http://neisti.blog.is

31.5.2009 kl. 2:37

Kveðja frá Svarra

Á firmakeppni
Skáldin ekki skirrast við,
að skarta sínu besta.
Valkyrja sá ég valið lið,
sem víkinga og hesta.

Einar Sigfússon

folk.visir.is/svarri

19.4.2009 kl. 17:11

Heillaóskir

Ég vil óska hestamönnum hjartanlega til hamingju með 67 ára afmælið mitt. Í dag er sá þriðji í afmæli mínu og eru vinir velkomnir til kvöldfagnaðar með mér. Svo sendir Svarri ykkur ljóðakveðju að vanda:

Montnir ríða hratt í hlað,
huga að orðum mínum
og ekki skaltu efa það,
þó annað glepji sýnum.

Einar Sigfússon

folk.visir.is/svarri

2.4.2009 kl. 12:41

Af speki Svarra

Svarri getur ekki látið hjá líða að senda hestamönnum kveðju sína og speki þá er hann festi á blað í dag og óska þeim til hamingju með batnandi útreiðarveður:

Að yrkja af spekinni vísast ég vil,
en viskan þó manninn oft svíkur.
En heimskan gerir ekki hótinu til,
því heimskinginn flestum er líkur.

Einar Sigfússon

folk.visir.is/svarri

19.3.2009 kl. 13:42

Kveðja frá Svarra

Nú er 18 öskudagsbróðirinn liðinn hjá fyrir einum þremur dögum og trúi ég að þar með fari veðráttan að skána.

Ég horfði á slaktaumatöltið í Meistaradeildinni á laugardaginn og orti vísu á meðan. Það eru orðnar miklar breytingar fá því í gamla daga þegar maður nokkur mætti Skorrastaðarbónda ríðandi á leiðinni til Hellisfjarðar. Maðurinn hafði þá orð á og hélt að það væri fyrir mistök að taumarnir hjá honum lægju í kross. Ég hef þá svona til að geta barið stöngunum upp í kjaftinn á honum til að koma honum eitthvað úr sporunum, svaraði Skorrastaðarbóndi. Faðir minn heitinn sagði þessa sögu.

Tískast ei lengur taumaskak,
truntureið vart ei leyfist,
knapans hendur og taumatak,
til að sjá varla hreyfist.

Einar Sigfússon

visir.folk.is/svarri

1.1.2009 kl. 14:59

Bestu nýjársóskir!


Ég óska öllum gleðilegs nýjárs
og þakka það sem þakka ber!
Vona að mörgum veitist gaman,
að vildisgæðing´ í klofinu sér!

Nýjárskveðja frá Svarra

http://neisti.blog.is

9.11.2008 kl. 14:54

hææ

hææ heiriði ég er ástrós sem var á æskulýðsdögunum um sumari núna.
Getiði sett myndir inná síðan á þeim langar ap sjá myndirnar**

Ástrós<3

16.10.2008 kl. 1:31

Það á ekki að leika sér með matinn:

Í hestamennsku heldur þó sé natinn,
hokkast sá á gömlum, feitum klár.
Það á ekki að leika sér með matinn,
því margur svangur er og fellir tár.
Hesta sína heygir margur ratinn,
í honum þó að gauli maginn sár.
----------0----------
Fax og fitujúgur

Gamalt spakmæli mitt segir svo:
,,Það er það sama með brjóst kvenna
og fax hestanna,
að þetta er talið prýða skepnuna,
en hefur að öðru leiti ekkert að gera
með gæði hennar og reiðkosti".
Í framhaldi lagði ég ljóð út af þessu:

Gömul speki segir svo,
sinntu minni hljóðan.
Að burðast um með belgi tvo,
bagga tel ei góðan.

Fyrir augum flækist þér,
fax ei klippir álfur,
svo ekkert út úr augum sér,
hann ætti að bera það sjálfur.

Það er mikið þrautabags,
þegar um hendur renna,
á hestum þetta feikna fax
og fitujúgrin kvenna.

Ljóðin mín
Viljirðu líta á ljóðin mín,
ljóðlistin er ei fjarri.
Þar vantar oft ég geri grín,
en gá að: ljod.is/svarri

Einar Sigfússon

visir.folk.is/svarri

27.7.2008 kl. 23:30

Kvitti kvitt!
Fariði svo að skella inn myndum frá fjölskyldudögum!
Venlig hilsen fra Reykjavík

Halldóra áður kennd við Hof

22.7.2008 kl. 21:02

Eitt af heilræðum Svarra:

Að járna trippi
Trippi járnar þú bara á blöð,
best er neglt með fjórum.
Tálga ekkert; hantök snör,
hamra þó ei stórum.

Klapp má líka láta í té,
lætt upp í þau getur.
Ekkert vil ég mögl né mé,
á minnið þetta setur.

Einar Sigfússon

http://neisti.blog.is

28.6.2008 kl. 1:29

Skroppið í mjólkurbúðina

Sælir hestaunnendur,

ég leit á síðuna ykkar og sýndist þar eitthvað lítið að ske. Hvað er þetta er ekkert í gangi? Ég skrapp í bæinn í dag sem leið og gat ekki styllt mig um að koma við í ,,mjólkurbúðinni" og ég er að ljúka úr þessum dýrindis vodkapela sem ég rakst þar á og greip með mér.
Innihaldið hafði þau töfraáhrif að ég fékk innblástur að drykkjumannaljóði til að slengja á næsta mann í næsta partíi sem ég vona bara að verði sem fyrst. En ekki veit ég fyrirfram hvernig muni líka þeim sem ég set það á þegar þar að kemur:

Á kenndiríi
Líkar ei fjas og mikið mas,
met ekki bras og klúður,
vinn í DAS og vil ei þras,
viltu í glas tussusnúður?

Með bestu kveðju,

frá Efri-Skálateigi 2

Einar Sigfússon

visir.folk.is/svarri

22.6.2008 kl. 10:38

Kveðja frá Svarra

Hæ hestaunnendur!

Ég missti af hestamótinu ykkar. Þurfti að skreppa að heiman og þótt svo að ég sé býsna fjölhæfur hef ég ekki enn komist upp á lag með það að vera á mörgum stöðum í einu, en stendur þó vonandi til bóta.

En áður en ég fór horfði ég á Ásvald félaga minn laga undir framfótunum á Óðflugu okkar. Fjaðrirnar vildu sækja í fyrri för og þá fór ég að reyna að koma saman ódauðlegu járningarljóði á þessa leið:

Að járna
Best er að hafa handtök snör,
hamra skjótt og tegla.
Þótt naglar sæki í fyrri för,
að flýta sér það er regla.

Einar Sigfússon

http://neisti.blog.is

27.4.2008 kl. 15:07

Kveðja frá Svarra

Sælt veri fólkið,

viltu Hega Rósa mín smækka þessa mótaskrá þannig að hún komist á eina blaðsíðu og prenta út fyrir mig ásamt því öðru fróðlegu í svipuðum dúr og á svipaðan hátt og færa mér við tækifæri til að nota í minningarbók hestamannafélagsins, sem geymd er hjá mér og ég hef lítið sinnt síðustu ár. Einnig bið ég félagsmenn að gauka að mér ef þeir ættu góðar myndir í bókina sem þeir mættu missa frá uppákomunum.

Er ég kom af töltmótinu hafði ég þetta að segja í dagbók heimasíðu minnar á vísi.is

Margir tóku hér töltið í dag,
tróðu upp drullu og pytti.
Allt var þó með besta brag
og bærilegu snitti.

Kveðja

Einar

Einar Sigfússon

http://neisti.blog.is

24.4.2008 kl. 23:40

Glæsileg síða hér á ferð;)

Erla Guðbjörg

13.2.2008 kl. 18:08

Ekki dónalegt að hafa síðu sem þessa í handraðanum. Guð blessi ykkur öll.

Sigfús Örn Einarsson

27.1.2008 kl. 11:47

Flott flott

Til hamingju, flott síða hjá ykkur! Gaman að geta fylgst með heimahögunum :)
Kveðja úr Skagafirði Ásdís

Ásdís Helga

asdishelga.bloggar.is

15.1.2008 kl. 14:00

Til hamingju með glæsilega síðu.

Dagbjört

11.1.2008 kl. 9:12

til hamyngju með síðuna, enda er hún mjög flott og endilega haldið áfram að hlaða inn á hana.
Ég bið að heilsa og ég sakna ykkar kær kveðja Jónfríður Esther Hólm Friðjónsdóttir.

p.s. ég er að fara að þjálfa hesta frænda míns upp á Akranesi í vetur.

Jónfríður Esther Hólm Friðjónsdóttir

9.1.2008 kl. 21:46

Til hamingju með þessa síðu félagar,kveðja frá Vestfjörðum.

Sigþór Gunnarsson

www,123.is/stormur/

6.1.2008 kl. 17:23

Glæsileg síða hjá þér Helga Rósa.

heidrun

12387

6.1.2008 kl. 14:10

þetta er skemmtileg síða, verður gaman að geta fylgst með ykkur hérna fyrir norðan:D

Hafrún Eiríksdóttir

blog.central.is/hafrun88

5.1.2008 kl. 21:00

Áhugavert og gott framtak. Til hamingju

Ásvaldur Sigurðsson

5.1.2008 kl. 14:56

Flott síða hjá þér Helga Rósa

Anna Kristín Magnúsdóttir

Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 12862
Samtals gestir: 2399
Tölur uppfærðar: 2.10.2022 15:23:43