Bæn hestsins

Bæn hestsins

Gefðu mér að éta og drekka. 
Gættu mín að loknu dagsverki. 
Veittu mér hreint húsaskjól og nægjanlega stóran bás í hesthúsinu. 
Sýndu mér ástúð, talaðu við mig. 
Rödd þín og orð auðvelda mér að skilja taumhaldið. 
Nærgætni þína launa ég með vinnugleði og væntunþykju. 
Rykktu ekki í taumana þegar á brattann sækir. 
Beittu ekki svipunni þegar ég misskil þig, gefðu mér heldur tíma til að átta mig. 
Ályktaðu ekki að ég sé latur og óhlýðinn ef ég uppfylli ekki óskir þínar strax. 
Ef til vill eru hófar mínir aumir eða reiðtygin fara ekki sem skyldi. 
Athugaðu tennur mínar þegar ég veigra mér við að þiggja gómsæta tuggu, ef til vill meiðir einhver þeirra. Þú veist hversu sárt það getur verið. 
Hafði ekki of stutt í múlnum og umfram allt stýfðu tagl mitt ekki stutt, þú veist það er mín eina vörn gegn flugum og öðrum skorkvikindum. 
  Og þegar að lokaáfanga dregur, kæri húsbóndi og ég get ekki þjónað þér lengur, láttu mig þá ekki líða hungur né kulda, seldu mig ekki til framandi húsbónda sem lætur mig ef til vill líða hægfara dauðdaga. 
Ó, vertu mér miskunnsamur, veit mér heldur sársaukalausan og snöggan dauða. 
Heyr bæn mína og uppfylltu óskir mínar til hinstu stundar. 
Guð mun launa þér á efsta degi

Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 12854
Samtals gestir: 2399
Tölur uppfærðar: 2.10.2022 14:25:11