Fróðleiksmolar

Hér mun ég setja inn fróðleiksmola, nýjustu koma alltaf efst og dagsetning þegar sett er inn. Allar ábendingar og óskir um fróðleik má senda á blaer@visir.is 
                                                                                             
Þetta verkefni fann ég á netinu. góð lesning. 05.10.2012 

Grunnreiðmennskuverkefni

 

Samspilábendinga og stjórnun knapans:

Knapinn hefur ýmsar leiðir til þess að hafa samskipti viðhestinn. Hann hefur fæturnar, hendurnar, röddina og síðast en ekki síst sætið.Gegnum vöðvabeitingu og líkamsstjórn knapa á þessu miðsvæði sínu verður þyngdsætisins stjórnarmiðja allra áhrifa knapans á hestinn. Svörun við öllum fót-eða taumábendingum ræðst að að miklu leyti af stöðu sætisins. Þar af leiðandiverður rétt áseta knapans grundvöllur þess að ábendingarnar sem gefnar séukomist réttar til skila.  Ábendingarnareru samstilltar í verkefninu eða gangtegundinni sem verið er að vinna í, formihestsins og stöðu hans í verkefninu og útvega yfir allt stjórn yfir hreyfingumhestsins. Þær skulu vera fíngerðar og nærgætnar. Ábendingarnar eru bæðiviðmiðanir og markmið fyrir knapann og hestinn til að fara eftir í allriþjálfun.

 

Við taum,hömlun og söfnun

Hugtökin "Við taum", "Hömlun", og "Söfnun", tengjast öllsaman í reiðmennsku og þjálfun. Ekki er hægt að safna hesti án þess að hann sévið taum og ekki er hægt að fá hest við taum án þess að nota hömlun. Þannig aðþessi hugtök starfa saman að réttri uppbyggingu og þjálfun hests.

Hömlun ersamspil hvetjandi og hamlandi ábendinga. Hömlun er mikilvægt verkfæri til aðbæta jafnvægi hestsins, ná athygli og óskiptri einbeitingu hans og er lykillinnað því að hesturinn geti orðið sjálfberandi. Hömlun er mjög vítt hugtak semerfitt er að skilgreina í fáum orðum. Hömlun kemur mikið við sögu þegar fariðer að tala um söfnun og er í raun grundvöllur fyrir að söfnunin geti orðið aðveruleika. Til þess að geta hamlað hesti sínum svo að ábendingarnar flæði ígegnum hann þannig að hann beiti líkama sínum rétt og stífnislaust þarfnákvæmar og hárréttar ábendingar og mikinn undirbúning frá knapa. Hægt er aðtala um samspil ábendinga eða samstillingu þegar talað er um söfnun hests eðaþað ferli sem söfnunin er. Í gegnum samspil hvatningar og hömlunar eykst burðurafturfóta og hreyfingar framfóta hækka. Í grófum dráttur er ábendingaröðknapans er hömlun er framkvæmd sem svo:

Sæti - fætur - taumur - eftirgjöf

Svo að æfing þessi beri tilskildan árangur skiptir umbunhöfuðmáli. Þarna er hesturinn hvattur fram en fær ekki að fara fram. Í rauninniganga ábendingar þessar á móti hvor annarri og því er góður undirbúningurskilyrði, svo misskilningu og stífni myndist ekki.

Við taum er ákveðið samband sem lýsir sér hvort tveggja íátakslausum stjórntökum knapans og framgöngu hestsins. Í gegnum hvatningu kemurrétt þjálfaður hestur fram að taumnum, knapinn er með stöðuga taumhendi, það erknapi heldur við tauminn og hvetur hestin fram með fótum og sæti og hesturinnfærir sig af taumnum, finnur staðinn þar sem hann fær frið frá taumnum og honumlíður vel. Knapi með stöðugt taumhald heldur alltaf einni leið opinni fyrirhestinn. Í gegnum samspil hvatningar og hömlunar eykst burður afturfóta oghreyfingar framfóta hækka.

DTBlinks1-250.jpgAð byggjahestinn upp til þess að bera manninn rétt er að virkja og þroska réttu vöðvana.Bak hestsins á að virka eins og bogabrú sem hesturinn heldur uppi meðkviðvöðvunum. Þannig er bakið sterkast og bara þannig hefur hesturinn möguleikaá því að koma afturfótunum vel innundir sig og ganga innundir þyngdarpunktinnán þess að stífna. Þegar þetta tvennt gengur upp eru forsendur til staðar aðbyrja að safna hestinum. Söfnun er að kenna hestinum að bera meira af þyngdsinni og knapans með afturfótunum og ganga upp í herðarnar. Hesturinn notarhálsinn sem jafnvægisstöng og reising og höfuðburður hans stýrist afsöfnunarstigi hestsins.

Forsenda fyrir söfnun er meðal annars að hesturinn sé viðtaum. Að hesturinn sé við taum hefur í raun lítið með tauminn sjálfan að gera,heldur snýst það um hvernig hesturinn stillir hryggsúluna og hve vel ábendingarknapans fléttast saman og komast til skila hjá hestinum. Til að ná fá hest írétta yfirlínu er nauðsynlegt að hesturinn sé við taum og að hann sé alvegstífnis og spennulaus. Treysti knapanum skilyrðislaust og sé rétt undirbúinn.Hestur sem er við taum er gegnummjúkur og það felur í sér að ábendingar knapansskila sér gegnum hestinn og hann gengur í gegnum sig. Taumsamband knapa oghests skiptir samt sem áður miklu máli í allri samvinnu við hestinn.Taumsamband er skilgreint sem tengslin milli hendi knapa og munns hestsins.Taumsambandið á að vera fislétt og næmt en þó þannig að knapinn getur haftsamband við hestinn án þess að hesturinn flýji undan því eða svari því seinteða illa. Þegar hesturinn er við taum er hann slakur í yfirlínunni oghálsvöðvar og hnakkabandið er afslappað. Þyngdarkrafturinn gerir það þá aðverkum að höfuðið er í lóðréttri línu og taumsambandið er létt og næmt oghesturinn er við taum.

 

 Í bókinni Hestareftir Theódór Arnbjörnsson er talað um þetta sem svo:

 

" ...hálsinn sé svo rúmur í fremstu liðunum, að þegar hann reisist, þá geti hannbognað svo um liðamót 2. Og 3 liðs, að tveir fremstu liðirnir geti orðiðláréttir og svo hnakkaflötur höfuðsins. Er þá afstaða höfuðsins til hálsins svohagstæð, að ennislínan er lóðrétt, og hesturinn hefur jafngóða aðstöðu aðhreyfa höfuðið á hvern veg sem er. Er það hvort tveggja, að þessi hálf- oghöfuðburður er sá fegursti sem fæst, og þá er hestinum eðlilegust fullkominmýkt og léttleiki í taumum, þegar stefna þeirra kemur nærri þvert áennislínuna. Hér er gengið út frá að maðurinn haldi taumunum lágt, því þannighjalar hesturinn hlýjast við tauminn, þannig er höfuðburðurinn frjálsastur ogþannig er fótaburðurinn léttastur. "

 

Taumsamband eru hin mjúku, fisléttu en stöðugu tengslmilli munns hestsins og handar knapans. Hesturinn á að hreyfa sig taktfastáfram vegna hvetjandi ábendinga knapans og sækja samband við hönd hans.Hesturinn sækir sambandið og knapinn viðheldur því. Rétt stöðugt samband leyfirhestinum að finna jafnvægið undir knapanum og hrynjanda á öllum gangtegundum.Til þess að hömlun geti orðið verður framhugsun og einbeiting að vera í lagihjá knapa og hesti. Aldrei er hægt að árétta það að hestinn þarf að undirbúarétt og vel undir ferlið söfnun. Samspil ábendinga, það er að hesturinn hleypiábendingunum í gegnum sig stífnis- og spennulaust og svarar hlýðinn ogjafnléttur á báða tauma hvetjandi, hamlandi og hliðarhvetjandi ábendingum.

 

            Lokaorð

S2.jpgS1.jpgÁvallt berað setja hag hestsins í forgang og hafa í huga að þessi mynd hér til vinstri(bogabrúin) er mun betri fyrir endingu og líðan hestsins. Hesturinn beitir sérrétt þar og spenna og stífni eru ekki til staðar. Á myndinni hér til hægri(hengibrúnni) eru allar líkur á að yfirlínan sé stíf og þar af leiðandi allirvöðvarnir í yfirlínunni stífir einnig og ekki í réttri beitingu. Það geturleitt af sér sára og slappa vöðva sem öllu jöfnu eiga að vera með þeim sterkarií hestinum. Rétt þjálfun er hestinum í hag.

 

___________________________________________________

28.04.2012
Af líkamlegu jafnvægi
Þegar maður missir jafnvægið þá dettur maður flatur ef ekki næst aftur í jafnvægið áður en skellurinn kemur. Manni er hættara við að detta eftir því sem við förum hraðar yfir og eins ef ójafnt er undir fæti eða þegar stuggað er við manni og undirstaðan er völt.  Hestar geta hrasað og misst jafvægið eins og við þó ætla megi að þeir skelli sjaldnar flatir en við vegna fleiri fóta. Hins vegar geta þeir misst jafvægið í tíma og ótíma eins við án þess að fara flatir.  Þessi pistill fer nokkrum orðum um hvernig jafnvægisleysi hests birtist í reið.

Hugsum okkur hest sem er í jafnvægi. Þegar hann missir jafnvægi þá sést það á því að hann fer á móti taumnum, eins og það er kallað á hestamannamáli, því hann fellur fram fyrir sig.  Hann styður sig við tauminn til að detta ekki á nefið og það má segja að taumurinn virki eins og hækja fyrir hestinn.  Hesti er hættara við að missa jafnvægið þegar hann fer beygju en beint og kemur tvennt til.  Annars vegar er það algengt að knapi sitji þannig á hesti í beygju að ásetan raski jafnvægi hestsins og svo hins vegar að hestur kunni ekki að bera fæturna til svo að hann fari beygjuna í jafnvægi.  Afleiðingarnar, fyrir utan að fara á móti taumnum, eru m.a. að hestur flýtir sér í gegnum beygjuna, hestur sveigir háls út úr beygju, taktur gangtegundar breytist eða að hestur skiptir um gangtegund til að ná jafnvæginu aftur.  Í fyrra tilfellinu er það knapanum að kenna að jafnvægið raskast en í hinu hestinum.

Sérð þú hvort knapi hjálpar hesti að halda jafnvægi í beygju?  Sérð þú hvort hestur kann að fara beygju?  Á hvað horfir þú í hvoru tilfelli fyrir sig?

Með kveðju 
Magnús Lárusson
___________________________________________________

"Hvaða hljóð er þetta sem hesturinn gefur frá sér?" spurði ég reiðkennarann minn og benti í laumi á umræddan hest niðri á vellinum. Við sátum uppi í áhorfendastúkunni og biðum eftir því að kennslustundinni lyki hjá hópnum sem var á undan okkur.  "Hesturinn skellir saman kjaftinum í sífellu" svaraði minn meistró "og tannaskellirnir bergmála vegna holrúmsins í hausnum á hestinum." 

"Hesturinn er stressaður" svaraði meistró áður en ég gat spurt aftur.  "Þú hefur sennilega tekið eftir því að hesturinn gnísti tönnum þegar knapinn var að byrja reyna að koma honum við taum.  Hesturinn stressast og bítur saman jöxlum og hreyfir kjálkana í sífellu á víxl.  Þannig myndast tannagnístshljóðið, sem við heyrðum áðan, og er mun lægra en þessir skellir.  Við endurteknar taumatostilraunir knapa við að koma hestinum við taum þá stressast hestur meira og byrjar að skella saman skoltunum í sífellu." 

"Knapinn tók nú ekki svo fast á hestinum að hann hafi ekki átt að stressast svona mikið upp" benti ég mínum manni á.  "Það getur verið rétt hjá þér Mr. Larusson. Þessi hefur sennilega stressast upp vegna minninga um fyrri og mun meiri taumatos við að koma honum við taum.  Hestar eins og þessi eru vandriðnir vegna þessa.  Þeir þola engin mistök hjá knapa eða mikinn flýti í upphitun, en ef svo er þá stressast þeir upp. Sumir knapar reyra saman kjaftinn á svona hestum með reiðmúlum til að koma í veg fyrir að stresshljóðið myndist en önnur einkenni stressins blasa við."   

"Hver eru önnur einkenni?" spurði ég og bætti við "Mér finnst hálsinn á hestinum vera í fallegri reisingu og eftirgjöf í hnakka."  Minn meistari hallaði undir flatt og horfði á mig smá stund með augnaráðinu "er ekki í allt lagi með þig Íslendingur" áður en hann hélt áfram. "Eins og þú sérð þá er þessi hestur ýmist á bak við beislið eða hallar undir flatt.  Þegar hann er á bak við beislið þá virkar aukið taumsamband ekki hamlandi á ferð heldur hringar hann hálsinn bara meira. Hann er þá ekki undir stjórn hvorki hvað varðar stefnu né hraða.  Hins vegar þegar hann hallar undir flatt þá skýtur hann öðrum bógnum út, verður skakkur og líkamsbeiting hests hæfir ekki því verkefni sem honum er ætlað."

Hestum með þessi einkenni stress og gallaðrar uppstillingar fer fjölgandi hér á landi.  Það var því vel við hæfi að hestur með einkenni, sem þessi í ríkum mæli, væri prófverkefni okkar sem þreyttu próf prófdómara í knapamerkjum norður á Hólum í byrjun þessa árs. 

Gnístir þinn hestur tönnum eða skellir hann skoltum?

Með kveðju 
Magnús Lárusson
_________________________________________________________________________________


25.04.2012
Ýtið hér til að lesa Litla Hestahandbókin 

Um áramótin 2002/2003 ákvað stjórn hestamannafélagsins Harðar að ráðast í 
það brýna verkefni að gefa út Litlu hestahandbókina, sérstaklega ætlaða unglingum og þeim sem eru að byrja í hestamennsku. Mikið efni liggur nú þegar fyrir 
í bókum og tímaritum, en enginn bæklingur eða bók af þessum toga hefur 
verið til í aðgengilegu formi á íslensku. Í ritnefnd handbókarinnar eru Þórhildur 
Þórhallsdóttir, Einar Ragnarsson og Konráð Adolphsson. Hulda G. Geirsdóttir 
var ráðin verkefnisstjóri, en hún hefur mikla reynslu á þessu sviði. Þessari bók 
er ekki ætlað að svara öllum spurningum hestamannsins, en hugmyndin er að 
hún sé myndræn, með hóflegu lesmáli og komi upplýsingum til skila í formi ráð- 
legginga með tilvísunum til frekari fróðleiks

____________________________________________________________________________________

Hófhirða I

Hreyfing og dempunarhæfni hófsins

HESTUR án hófa er enginn hestur, eru orð að sönnu. Í áranna rás hafa menn gert sér betur grein fyrir mikilvægi þeirra í öllu hestahaldi. Hófurinn er sá hluti líkama hestsins sem tekur við höggi við niðurstig hests á hreyfingu. Í hófnum má segja að sé háþróaður dempunarbúnaður til verndar m.a. liðum, beinum og vöðvatengingum við þau.
Hófhirða I Hreyfing og demp-

unarhæfni hófsins HESTUR án hófa er enginn hestur, eru orð að sönnu. Í áranna rás hafa menn gert sér betur grein fyrir mikilvægi þeirra í öllu hestahaldi. Hófurinn er sá hluti líkama hestsins sem tekur við höggi við niðurstig hests á hreyfingu. Í hófnum má segja að sé háþróaður dempunarbúnaður til verndar m.a. liðum, beinum og vöðvatengingum við þau. Það er því mikilvægt að hugað sé vel að ástandi hrossa og þá sér í lagi brúkunarhrossa.

Óhætt er að fullyrða þrátt fyrir miklar framfarir að Íslendingar standi flestum þjóðum að baki hvað varðar járningar og hófhirðu. Þykir því við hæfi að fjalla öðru hverju um þennan mikilvæga þátt hestamennskunnar á þessum vettvangi. Í hófnum á sér stað mikil hreyfing þegar hestur stígur í fótinn. Dempun höggsins byggist á eftifarandi hreyfingum. Kjúka og hvarfbein síga úr til dæmis 45 gráðu halla í allt að lárétta stöðu. Þegar þyngdin kemur að fullu á hófinn gleikkar hófurinn, mest að aftanverðu en minnkar eftir því sem framar kemur. Hornþófinn og hófhvarf að aftanverðu þrýstast aftur. Hófhvarfið að framanverðum fætinum þrýstist sömuleiðis aftur og hófhvarfið á hliðum þrýstist út. Samhliða þessu þrýstist hófbotn og sér í lagi hóftungan niður. Með þessum hreyfingum dregur hófurinn og neðsti hluti fótar (hófhvarfið) úr högginu sem á sér stað þegar hestur stígur í fótinn. Öll umhirða hófsins hlýtur því að miða að því að viðhalda þessum hæfileika hófsins sem best. Þegar hestar eru teknir til tamningar eða brúkunar er oft hætt við að virkni hófsins raskist. Í fyrsta lagi dregur það eitt að járna hest úr hreyfingum hófsins. Sérstaklega á það við þegar skeifur eru aftarlega gataðar og neglt í öftustu götin. Innistaða hrossanna getur einnig dregið úr virkni hófsins, til dæmis þegar þess er ekki gætt að tryggja eðlilegt rakastig hófsins og þá sérstaklega hóftungu og hornþófans. Auk þess að tapa fjöðrunareiginleikum eykst hætta á sprungumyndunum við ofþornun.

Einnig er algengt að hófar ofþorni í hófhvarfinu þar sem eru endimörk hárvaxtar og upphaf hófmyndunar. Almenn hófhirða ætti því að snúast um að halda eðlilegu rakastigi í hófnum. Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að rakastig hófsins ræðst mikið af því hversu mikið blóðstreymi er til hófsins (kviku og hófbeins). Magn blóðstreymis ræðst svo aftur af því hversu mikla hreyfingu hesturinn fær. Er því rökrétt að byrja á hestum sem standa á bás. Eins og gefur að skilja hreyfa hestar á bás sig mun minna en lausir hestar í stíum. En það sem er án efa mesta vandamálið með básastöðu er að framhófar vilja ofþorna sé ekkert að gert. Sérstaklega á það við um hryssur því hestarnir míga framundir sig en hryssurnar beint í flórinn. Gott ráð til að tryggja raka í framhófum er að bleyta spæni og setja undir framfætur. Best er að fylla 10 til 20 lítra fötu af spónum og setja síðan vatn í þannig að fljóti yfir og setja síðan undir framfætur hestsins. Þegar húsin eru þrifin er rétt að sópa blautum spónum í framhluta bássins og bæta við eftir þörfum. Gott er að skipta um spæni á viku til tíu daga fresti því rotnun á sér stað í spónum auk þess að skítur blandast saman við spænina. Tímabært er orðið að Íslendingar tileinki sér hreinlæti í hirðingu hófa og því er ekki hægt að mæla með því gamla ráði að moka skít undir framfætur hrossa. Framhald verður á þessari umfjöllun um hófhirðu og því upplagt fyrir þá sem láta sig málefnið varða að safna þessum dálkum saman. Heimildir: The Principle of Horseshoeing eftir Doug Butler

Valdimar Kristinsson 

A) Hófur nemur við jörðu og högg leiðir upp í hófinn.

B) Kjúkan breytir stöðu sinni þegar þyngd kemur á fótinn.

C) Hreyfing í hornþófa og hófhvarfi í aftanverðum hóf.

D) Hreyfing í hófhvarfi að framanverðu.

E) Hreyfing í hóf séð að ofan.

F) Þyngd kemur á hófinn, hófhvarf þrýstist út og hófbotn og tunga þrýstast niður.

G) Hreyfing hófsins séð að neðanverðu.

H) Hófbotn og hóftunga þrýstast niður.
_________________________________________________________________________________


VIÐAUKI IA. Básastærðir og rými í stíum (lágmarksmál).
Básar þar sem hross eru bundin:
Lengd 165 sm
Breidd 110 sm
Stíustærð/rýmisþörf í stíu, lágmarksmál á hvert hross. Í stíu má skemmsta hlið ekki vera styttri en 150 sm fyrir hross yngri en fjögurra vetra, en eigi styttri en 180 sm fyrir hross fjögurra vetra og eldri. Stíur skulu ekki vera minni að flatarmáli en hér segir:
Hross, fjögurra vetra og eldri 4,0 m²
Folöld og tryppi, yngri en fjögurra vetra 3,0 m²


B. Loftræsting o.fl.
Magn eftirtalinna loftegunda skal að jafnaði ekki vera meira en hér segir:
Ammóníak (NH3) 10 ppm
Koltvísýringur (CO2) 3000 ppm
Brennisteinsvetni (H2S) 0,5 ppm
Við hönnun loftræstikerfis skal leitast við að lofthraði umhverfis hrossin fari ekki yfir 0,2 m/sek.
Rakastig í einangruðum húsum skal ekki fara yfir 80%.
Rakastig í óeinangruðum húsum skal að jafnaði ekki fara umfram 10% þess sem er úti.
Hljóðstyrkur skal að jafnaði ekki fara yfir 65 dB (A).


C. Holdstigun.
  Holdastig Stutt lýsing Lengri lýsing
  1 Grindhoraður Öll rifbein sjást, skinnið er strengt á beinin og hvergi fitu að finna. Mikið gengið á vöðva, makki fallinn, herðar og hryggsúla standa mikið upp úr, lend holdlaus. Hesturinn hengir haus og sýnir lítil viðbrögð við ytra áreiti.
  Heilsutjón er varanlegt og rétt er að aflífa hross í þessu ásigkomulagi.
  1,5 Horaður Flest rifbein sjást. Fastur átöku.
  Verulega tekið úr hálsi, baki og lend.
  Hárafar er gróft, strítt og matt.
  Mikil hætta að hrossið nái sér ekki að fullu.
  2 Verulega aflagður Flest rifbein finnast greinilega, og þau öftustu sjást. Örlítil fita undir húð yfir fremri rifbeinum.
  Vöðvar teknir að rýrna, tekið úr makka og lend, hálsinn þunnur. Hryggsúla og herðar sjást vel.
  Hárafar matt og hrossið vansælt.
  2,5 Fullþunnur Yfir tveim-fjórum öftustu rifbeinum er mjög lítil fita, sem gjarnan er föst átöku, nema hrossið sé í bata.
  Vöðvar í lend, baki og hálsi ekki nægjanlega fylltir. Hrossið er í tæpum reiðhestsholdum og þarf að bæta á sig.
  3 Reiðhestshold Tvö-fjögur öftustu rifbein finnast greinilega við þreifingu en sjást ekki. Yfir þeim er þunnt og laust fitulag (ca 1 cm). Lendin er ávöl og hæfilega fyllt. Bakið fyllt og jafnt hryggsúlu.
  Hárafar slétt og jafnt
  3,5 Ríflegur Yfir tveim-fjórum öftustu rifbeinum er gott og laust fitulag. Öftustu rifbein má samt greina.
  Lend, bak og háls eru fallega vöðvafyllt og fitusöfnun má oft merkja t.d. fyrir aftan herðar.
  Hrossið er í ríflegum reiðhestsholdum og hefur nokkurn forða til að taka af.
  4 Feitur Þykk fita á síðu, rifbein verða ekki greind.
  Bak mjög fyllt og hryggsúlan oft örlítið sokkin í hold.
  4,5 Mjög feitur Greinileg fitusöfnun í hálsi, aftan við herðar og á lend
  5 Afmyndaður Rifbein finnast alls ekki, fitan mjög þétt átöku.
  Laut eftir baki og mikil dæld í lend.
  Keppir og hnyklar af fitu, á síðu, hálsi, lend.


Notkun á skalanum.
Flest hross fá holdastig á bilinu 2-4. Sé hrossið með holdastig 2 er það í mjög slæmu fóðurástandi. Þannig hross þarf að fóðra sérstaklega, og getur ekki gengið úti að vetrarlagi nema hafa mjög gott skjól í eða við hús. Holdastig 1 - 2 telst til illrar meðferðar og varða við dýraverndarlög.

Reiðhestshold eru eins og nafnið bendir til hæfileg hold á hesti í brúkun og einnig telst það holdafar viðunandi fyrir útigönguhross að vori. Hins vegar eru reiðhestshold knöpp að hausti eigi hrossið að ganga úti yfir veturinn. Hross sem eru að fara á útigang þurfa síðla hausts að hafa gott fitulag undir húð (holdastig 3,5-4). Það virðist auka kuldaþol þeirra og gerir þau betur í stakk búin að standa af sér illviðri. Æskilegt er að hross séu í ríflegum reiðhestsholdum þegar lagt er upp í ferðalag.

Hafi hrossið holdastig 4 er það orðið vel feitt og því vel undir útigang búið. Ástæðulaust er að hross séu feitari en svo. Hross sem eru með 5 í holdastig hafa haft óhóflegan aðgang að fóðri og telst það ekki góð meðferð enda getur það komið niður á heilsufari þeirra.*

*Heimild: Guðrún Stefánsdóttir og Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma.
Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 12858
Samtals gestir: 2399
Tölur uppfærðar: 2.10.2022 14:55:38