Fundargerðir

 

 

 

Stjórnarfundur 20. Janúar 2020 kl. 19:00 í Neskaupstað

Mætt á fund, stjórn Blæs: Anna Berg, Anna Bella, Sigurborg, Þórhalla, Rósa Dögg og Guðbjörg.

 

Þórhalla er tekin við formennsku sem varaformaður hmf. Blæs fram að aðalfundi Blæs.

 

Mætt á fund, stjórn Dalahallarinnar: Anna Bella (báðum stjórnum), Rósadögg (báðum stjórnum), Guðbjörg (báðum stjórnum), Guðröður og Guðbjartur.

 

Erindi fundar:

 1. Fjárhagur Dalahallarinnar.

Gurri fór yfir stöðuna og kröfuna um skipulagssgjaldið sem væri 0,3 % af brunabótamati hússins. Tryggingar hefðu hækkað búið að semja um að greiða þær á 6 mánuðum, einnig væri búið að semja um greiðslufyrirkomulag á skipulagssgjaldinu.

 

 1. Búið að ræða við Gumma Gísla hjá SVN vegna styrkumsókna. Núna er ósóttur 500 þ. Kr. styrkur vegna uppbyggingu á salernum o.fl. eyrnamerktur í uppsetningu gerðisins.

Gurri leggur til að hætta þessum smástyrkjaumsóknum og sækja um einn styrk til SVN á ári.

 1. Sækja líka um styrk til Egils Rauða – íþróttastyrkur.
 2. Stjórnirnar óski eftir fundi með bæjarstjórn Fjarðabyggðar vegna fjárhagsstöðu félagsins og hallarinnar. Anna Berg sem ritari útbúi bréf til bæjarstjórnar og leggi fyrir stjórn Blæs til yfirlestrar, Þórhalla skrifi undir og sendi inn til Fjarðabyggðar.
  1. Rekstur hallarinnar og íþróttasvæðisins
  2. Snjómokstur
  3. Skipulagssgjaldið sem er eingreiðsla
  4. Vallarkostnaður – stækkun í löglegan völl
 3. Dagsetning reiðnámskeiðs með Reyni Atla eru tilbúnar og samþykktar.
 4. Dagskrá vetrarmóta eru komnar á netið, 1 mót í vetrarmótaröðinni haldið í Dalahöllinni – Tölt í mars nk.
 5. Aðalfundur, tími fyrir hann verði fundinn að loknum fundi með bæjarstjórn Fjarðabyggðar.

Annað: Ristahlið við Fannardalsveginn er mjög hættulegt einnig er óþarfi að hafa ristahlið inn á félagssvæðið. Ræða við Vegagerðina um að fá þessi hlið fjarlægð.

 

Fundi slitið kl. 21:00

 

Fund ritaði Anna Berg

 

Stjórnarfundur Blæs 19. sept 2019 kl. 19:30 í Dalahöllinni

 

Mætt eru: Anna Berg, Guðbjörg, Sigurborg, Vilberg og Þórhalla.

Dagskrá fundar:

 1. Rekstrarstyrkur Dalahallarinnar:  Komið í farveg frá félaginu til Fjarðabyggðar. Þurfum að fylgja styrkjunum eftir og stjórnirnar að vinna umsóknirnar saman.
 2. Styrkir: Stjórnin hefur sótt um þá og skipt á milli sín verkefnum. Halda fund með Dalahallarstjórninni er mikilvægt, hið allra fyrsta til að fara yfir verkefnin og stöðuna.
 3. Samráðsfundir: Senda formanni mótanefndar Blæs beiðni um að finna fundardag og staðsetningu fundar. Mótanefndin myndi boða til samráðsfundar með Freyfaxa vegna komandi mótahalda nk. ár 2020.
 4. Almennur félagsfundur: Lagt til að halda fund í okt eða nóv nk.
 5. Námskeið vetrarins: Halda áfram með helgarnámskeið það hefur komið vel út hingað til. Þórhalla kannar Reyni, Anna Berg athugar hvort hægt sé að fá Mettu Manseth eða Röggu Sam næsta vor með námskeið fyrir þá sem vilja æfa m.a. fyrir mót ofl.
 6. Formannafundur: 1. Nóvember nk. er í Reykjavík formannafundur væri gott að 1 fulltrúi mætti á fundinn.
 7. Norakerfið: lagt til að félagið hafi 1 sem kunni á það.

 

Fundi slitið kl. 21:30

Fund ritaði Anna Berg

 

 

Stjórnarfundur og Félagsfundur Blæs 23. maí 2019 í Dalahöllinni

 

Stjórnarfundur kl. 19:30

Mætt eru: Anna Bergljót (ritar fund sem staðgengill ritara), Rósa Dögg (varamaður), Sigurborg, Vilberg og Þórhalla.

Efni fundar:

Villi fjallar um að hafa setið fund með Dalahallarstjórninni, efni fundar var gerðið. Til að hægt sé að setja það upp þarf aukið fé. Villi óskar eftir því að fá hjá æskulýðsnefndinni um 500 þ. Þessu er andmælt og bent á að lítið svigrúm fyrir því að taka peningana frá nefndinni. Samþykkt að lokum að klára gerðið fyrir 500 þ.

Snjómokstur, rætt um að kostnaður vegna þeirrar þjónustu verði greiddur af sveitarfélaginu.

Rekstrarstyrkur frá sveitarfélaginu þurfi að hækka.

Villi óskar eftir því að haldnir verði tveir félagsfundir á ári og leggur til að hafa fund í september komandi, fyrsta fimmtudag í september.

 

Félagsfundur kl. 20:00

Villi setti fundinn, Rósa Dögg kosinn fundarstjóri.

Mættir á fundinn: 13 félagsmenn hmf. Blæs.

 1. Mál – reiðvöllurinn. Ási fjallaði um völlinn, að í gamalli samþykkt hefði verði ákveðið stækkun vallar til austurs. Ási leggur til að þeirri samþykkt verði breytt og völlurinn verði stækkaður til vesturs. Það passi best við legu lands og skipulag svæðis.

Spurt, hvað sé að vellinum af hverju það þurfi að stækka hann? Ási segir völlinn of lítinn fyrir gæðingakeppni sem krefst 300 m hringvallar en í dag sé völlurinn fyrir íþróttamót.

Villi segir að stækkum vallar sé ekki á dagsrá núna í ár heldur þurfi að klára gerðið við Dalahöllina.

Tillaga gerð á fundinum um breytingartillögu um að fyrri tillaga um stækkun til austurs verði breytt í stækkun vallar til vesturs.Tillaga var samþykkt samhljóma.

Ási bendir á að besti tími til að vinna verkið sé á haustin og því sé mikilvægt að hefja undirbúning við þetta sem fyrst. Þórhalla er sammála Ása að hefja þurfi sem fyrst undirbúning fyrir svona stórt verkefni.

 

 1. Villi segir fjárhag hmf. sé þannig að rekstrarstyrkurinn þurfi að hækka og það þurfi að endurnýja samning sem var til 3 ára.

 

 1. Soffía fh. Mótanefndar sagði frá mótum vetrarins og þeim sem væru framundan, firmamótið og félagsmót. Einnig væri uppi hugmyndir um síðsumarsmót (afmælismót). Félagsmótið skyldi verða sameinað 50+ mótinu. Magga bendi á að það væri áhugi fyrir félagsmóti.

 

 1. Þórhalla fjallaði um æskulýðsdagana sem yrðu haldnir 7-10 júní, hvítasunnuhelgina. Helga Rósa yrði leiðbeinandi. Byrjuð að heyra í fólki vegna láns á hestum og bað um að fólk léti vita ef það gæti aðstoðað um helgina.

 

 1. Lausir hundar á félagssvæðinu, það væri bannað.

 

 1. Villi fjallaði um girðingarnar á svæðinu, skortur á vatni í sveltihólfum. Sagðist vera búin að vona að Beggi, sonur Hreggviðs á Eskifirði, yrði yfir sumarið að temja á svæðinu. Villi hvetur fólk að nýta sér svæðið í sumar.

Þórhalla bendir á að samkvæmt beitarreglum væri gjaldið fyrir hest 500 kr./viku og einungis hægt að leigja í 3 vikur í senn. Villi tók að sér að stjórna beitarhólfunum.

Ási leggur til að gjaldið yrði fellt niður svo fólk nýtti sér frekar beitarhólfin.

 

 1. Rósa Dögg kynnti Action styrk verkefni Álversins sem fyrirhugað væri nú í sumar, 8 starfsmenn frá Álverinu + 300 þ. Til að vinna á svæðinu; mála dómshúsið, handrið o.fl.

 

 1. Útreiðarnefnd, fyrirhuguð vornæturreið 29. Maí nk.                                                                                                                                           
 2. Fundi slitið kl. 21:00, fund ritaði Anna Bergljót. 

 

Stjórnarfundur Blæs 2. maí 2019 kl. 19:00 í Dalahöllinni.

 

Mætt á fund: Anna Berg, Anna Bella, Þórhalla, Vilbergog Guðbjörg.

Erindi fundar:

 1. Vallarnefnd kom á fundinn:

Ási og Siggi komu með mál inn á fundin um lengingu vallarins um 25 m til vesturs sem samsvaraði 100 m. stækkun vallarins. Þörf á um 500 m3 af malarefni. Farið yfir fyrirkomulag framkvæmdanna sem deiliskipulag heimilar.

Fjármögnum, styrkir og sjóðir félagsins.

Kostnaðaráætlun er frá tveim verktökum sem er vinna án efniskaupa: I – 1-1,5 milljón og II – 1,5 – 2 milljónir.

Kjósa þarf um tvo valkosti á félagsfundi – I. Stækkun vallar til austurs og II. Stækkun vallar til vesturs.

Ekki til peningar í framkvæmdina, fer allt í rekstur Dalahallarinnar.

(ABS kannaði að loknum fundi efni hjá bænum sem er nú í aflögðum vegi, heimilt að nýta það efni við gerð vallarins. )

 

 1. Reiðleið umhverfis vallar-íþróttasvæðið við Dalahöllina verði byggð upp.
 2. Anna Berg sagði frá ÚÍA þinginu sem hún sat í apríl sl.
 3. Mótanefnd ákveður fyrirkomulag móta í sumar og hvort 50+ mótið verði með félagsmótinu eður ei.
 4. Action styrkur Álversins – málningarinnar á dómapallshúsinu og pöllunum, reyna að mála fyrir mótið í sumar.
 5. Girðingarmál á stórum kafla langs með reiðveginum í Norðfirði. Mikil hætta á ferðum þegar bændur hafa girðingarnar með rafmagni svona nálægt reiðleiðinni.
 6. Reiðveganefnd fékk 800 þ. Kr. í reiðvegastyrk til að laga reiðveginn langs Norðfjarðarvegi. Skoða líka reiðleiðina neðan Skálateigs, við ána.
 7. Leikskólaheimsókn rædd. Samþykkt að þetta væri verkefni fyrir ferðaþjónustuaðila en ekki félagsamtök.
 8. Félagsfundur, dagsetning ákveðin 23. Maí nk. og halda stjórnarfund 30 mín á undan.
 9. Rætt um að ræða þurfi við sveitarfélagið um frekari styrki til starfsemi hmf. Blæs. Þórhalla athugar með að fá fund með forsvarsmönnum íþróttamála hjá Fjarðabyggð.
 10. Lausaganga hunda á íþróttasvæðinu við Dalahöllina: Lausaganga verði stöðvuð og ræða þá tillögu á félagsfundinum.

 

Fundi slitið kl. 21:45

 

Fund ritaði Anna Berg. 

 

 

Stjórnarfundur Blæs 21. mars 2019 kl. 19:30 í Dalahöllinni

 

Mætt eru: Anna Berg, Anna Bergljót (varamaður), Guðbjörg, Rósa Dögg (varamaður), Sigurborg, Vilberg og Þórhalla.

Fyrsta mál á dagskrá er starfsskýrsla Blæs sem þarf að senda inn til ÍSÍ í gegnum Felix, reikningar og aðalfundagerð. Ritari (Anna Berg), gjaldkeri (Sigurborg) og varaformaður (Þórhalla) taka að sér að skila inn skýrslunni fyrir 15. Apríl nk.

ÚÍA þing, hfm. Þarf að senda inn skýrslu til ÍSÍ og mæta á þingið til að geta átt rétt á Lottótekjum. Næsta ÚÍA þing verður á Stöðvarfirði 6. Apríl nk. Anna Berg gefur kost á sér, aðrir í stjórn skoða hvort þeir komist líka.

Snjóruðningur, það hefur ekki verið þörf á að nýta snjóruðninginn aukalega eins og óttast var á síðasta stjórnarfundi.

Mótaskráningarkerfi LH, Anna Berg kannar kostnað við að fá Sportfeng fyrir næsta stjórnarfund. Rætt um að nýta það skráningarkerfi til að halda utan um öll mót. Það krefst þess að á svæðinu sé netsamband.

Formannasíða komin í gagnið hjá LH. Þar er í boði að deila reynslu og upplýsingum um störf formanna hmf vítt og breitt um landið. Kemur að góðu gagni segir Villi.

Worldfengur – hægt að nálgast vídeó af gömlum LM og FM, kaupa aukalega aðgang fyrir 350 kr./félagsmann. Upphæð yrði tekin af ársgjaldi, þyrfti að bera slíka viðbót fyrir aðalfund.

Farið yfir störf nýrrar stjórnar hmf. Blæs:

Anna Bergljót og Rósa Dögg vilja áfram vera varamenn

Samþykkt að önnu störf stjórnar halda sér sem eru eftirfarandi: Guðbjörg kemur inn í stað Ingólfs sem aðalmaður í stjórn, Vilberg formaður, Þórhalla varaformaður, Sigurborg gjaldkeri og Anna Berg ritari.

Dalastjórnin, Villi vill auglýsa á netinu eftir áhugasömum í stjórn. Stjórnin sem situr núna hefur öll gefið kost á sér til áframhaldandi setu og jafnframt hefur Theodór gefið kost á sér í stjórnina. Það mega vera sjö í stjórninni en þau eru núna sex og með tilkomu Tedda yrði stjórn hallarinnar fullskipuð.

 1. Farið yfir fjármál Dalahallarinnar út frá því hvað hún getur framkvæmt.
 2. Þyrfti að gera rassíu í að innheimta kort hjá þeim sem nýta höllina en hafa sniðgengið að borga fyrir það.
 3. Félgið hefur greitt f. Girðingarnar sem voru settar upp á svæðinu sl. ár.
 4. Staðan í efnahagslífinu er þannig að huga þarf að því að halda að sér höndum í rekstri hallarinnar.
 5. Deila vinnu við utanumhald á leigu á höllinni þegar álagið veðrur mikið. Rósa Dögg hefur séð um þetta og lætur vita ef hún þarf aðstoð.

Leiga á landi við félagssvæðið:

 1. Taka á móti umsóknum
 2. Sjá um að stýra beitinni í girðingunum.
 3. Byrja að hleypa félagsmönnum að þessu svæði eftir æskulýðsdagana.
 4. Niðurstaða fundarins (sex atkvæði gegn einu) að Villi verður umsjónarmaður beitarsvæðisins. Í þessum fundarlið spannst talsverð umræða um nýtingu svæðisins og var meirihluti fyrir því að virða núverandi reglur að leiga væri þrjár vikur í senn og hægt að endurnýja ef engin annar óskar eftir landi og/eða ef nóg er af beitinni. Einnig var rætt að beitarsvæðið er fyrst og fremst ætlað til leigu fyrir félagsmenn Blæs.

Næsti fundur stjórnar ákveðinn 2. maí kl. 19:30 í Dalahöllinni.

 

Ekki meira gert og fundi slitið 21.30.

 

Fund ritaði Anna Berg.

 

Fundagerðir stjórnar Blæs starfsárið 2018-2019

 

Stjórnarfundur Blæs 11. febrúar 2019 kl. 19:30 í Dalahöllinni.

Mætt eru: Anna Berg, Anna Bergljót, Rósa Dögg, Sigurborg, Þórhalla og Vilberg. Ingólfur afboðar sig.

Fund ritar: Anna Berg.

 1. Í upphafi fundar var farið yfir ýmis mál s.s. stöðuna á reiðnámskeiðunum en það þurfti að aflýsa reiðnámskeið s.l. helgi vegna veðurs. Verður bætt upp á komandi helgi.
 2. Mótanefnd þarf að fara hittast vegna komandi móta, fyrsta mótið er 22. Febrúar. Mótanefnd lofar að láta í sér heyra varðandi stöðuna.
 3. 50+ mótin, ekkert að frétta í þeim málum. Athuga með að halda félagsmót í stað 50+ móts. Félagið á líka 50 ára afmæli á árinu.
 4. Æskulýðsdagarnir, athuga með að færa þá um eina helgi. Anna Bergljót kannar það mál.
 5. Kort í höllina, ágætis sala í þeim í febrúar. Mikilvægt að halda utanum þá sem nýta höllina þ.e. hvort þeir hafi greitt o.þh.
 6. Rósa Dögg ætlar að heyra í Guðjóni Braga vegna hljóðkerfis í og við Dalahöllina.
 7. Aðalfundur verði færður frá því sem ákveðið var í janúar og nú til 28. Febrúar. Fundarboð verði borið út í Neskaupstað en sent til þeirra sem búa utan fjarðarins. Anna Berg útbýr fundaboð, Sigurborg sendi fyrra fundaboð til samanburðar.
 8. Varaformaður sendir boð út til allra formanna nefnda að þeir geri grein fyrir störfum nefnda á Aðalfundi.
 9. Stjórnin gefur öll kost á sér til áframhaldandi setu en það vantar einn stjórnarmeðlim þar sem Ingólfur hættir störfum vegna flutninga. Einnig er rætt að það væri kostur að fólk gæfi kost á sér í sem flestar nefndir og í stjórnina.

Fundi slitið kl. 21

 

--------------´´----------

 

Stjórnarfundur Blæs 10. janúar 2019 kl. 19:30 í Dalahöllinni.

Mætt eru: Anna Bergljót, Anna Berg, Ingólfur, Sigurborg, Vilberg og Þórhalla.

Fund ritar: Anna Berg.

 1. Þórhalla fór yfir fyrirkomulag reiðnámskeiðanna í vetur. Fyrirhugað að bjóða upp á knapamerki 1-2. Febrúar og mars fara alfarið undir þessi námskeið. Átta hafa sýnt þessu áhuga og búið að auglýsa á fésbókinni.

Fjórar helgar þar sem Reynir Atli kennir bæði almennt námskeið og knapamerki. Einingar í boði hjá VA fyrir þáttöku í knapamerkjunum.

Styrkur SÚN til námskeiðanna er 300 þ. kr.

 1. Heyra þarf í mótanefndinni vegna mótanna sem eru framundan.
 2. Aðalfundur ákveðinn, 14. febrúar. Lögleg boðun er með viku fyrirvara. Breytingar á lögum skulu þó berast með 2. vikna fyrirvara.
 3. Næsti stjórnarfundur ákveðinn 7. Febrúar, fara þá yfir þá sem gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og í nefndarstörf.
 4. Villi hefur áhuga á að gera verkefnaáætlun fyrir komandi ár. Rætt nokkuð og svo ákveðið að bíða með gera slíka áætlun þar til ný stjórn hefur störf.
 5. Beitarreglur á íþróttasvæði við Dalahöllina rætt, ákveðið að ræða það mál frekar á næsta fundi stórnar. Herða þarf þó innheimtu þeirra sem nýta svæðið á sumrin.
 6. Villi hefur áhuga á að mála gámana við dómarapallinn, stjórnin er því samþykk.
 7. Miljónin nýttist vel í viðgerðir og til viðhalds reiðvegarins. Skoða þarf fyrir næsta ár LH reiðvegastyrk. Ræða þarf framhald reiðvegamála við Hjálmar formann reiðveganefndar.
 8. Æskulýðsdagar lenda á Hvítasunnunni, bar þarf dagsetningarnar undir þá sem vanir eru að koma og ath. Hvort flytja þurfi þessa helgi til 15 júní.

Fundi slitið kl. 21:25

 

------------´´------------

 

Stjórnafundur Blæs 16. desember kl. 18 2018 í Dalahölllinni.

Mætt eru: Vilberg, Sigurborg, Ingólfur og Þórhalla. Anna boðar afföll vegna samráðsfundar síðar um kvöldið á Reyðarfirði.

Fund ritar: ...

 1. Endurnýjun snjóruðningssamningsins að undangengnum umræðum (líka fyrir fund á netinu) og samhljómur að endurnýja saminginn við Leif. Tímakaup hækkar í rúmar 12 þ. Kr.
 2. 50+ mótið verður dagana 28. – 29. júní og verður að gæta þess að aðrir viðburðir lendi ekki á þessum dagsetningum.
 3. Ingólfur hyggur á flutninga og gefur því ekki kost á sér næsta tímabil. Farið var yfir kostnað vegna málingarvinnu sumarsins.
 4. Rætt um fundarboðun, netumræður og samskipti, næsti stjórnarfundur ákveðinn fimmtudaginn 10. Janúar 2019 kl. 19:30 í Dalahöllinni.
 5. Reiðvegastyrkur frá Vegagerðinni upph. 1 milj. Er að fullu nýttur.
 6. Knapamerkjanámskeið, spurt hefur verið eftir því og Þórhöllu er falið að kanna áhuga og möguleika þess. Þórhalla pantar vetrarnámskeið með Reyni Atla.
 7. Styrkur 50 þ. – frá .... afhentur um daginn, 300 þ. Kom frá SÚN í námskeið fyrir almenning.
 8. Sunna Júlí ráðin leiðbeinandi fyir æskulýsstarfið.

Fundi slitið kl. ....

 

Framhaldsfundur 16. desember 2018, á Reyðarfirði, Hjallavegi 5., kl. 20 á . Samráðsfundur með Blæ og Freyfaxa.

Mætt eru: Anna Berg, Sigurborg, Þórhalla og Vilberg. Fyrir Mótanefnd Blæs: Stefán.

Mætt fyrir hönd Freyfaxa: Guðrún og Bjarki.

Fund ritar: Anna Berg.

 1. Ístöltið er á hendi Freyfaxa og er fyrirhugað þann 16. febrúar n.k.
 2. Tillaga að hafa vetrarmótaröðina etv. á föstudagskvöldum og dagsetningar yrðu þá:

I vetrarmót hjá Blæ – tölt 22. Feb.

II vetrarmót hjá Freyfaxa – 4. Gangur 12. Mars

II vetrarmót hjá Blæ – smali 12.apríl

Athuga þarf með stöðu dómara etv. frekar fimmtudagskvöld en dómarar ráða þess nokkuð þ.e. hvort þeir geti mætt á virkum kvöldum.

 1. Viðburðarskráin þarf að fara á heimasíðuna og í viðburðardagatal LH síðunnar.
 2. Úrtaka fyirr FMAUST 2019 yrði haldin á Stekkhólma í lok júní. Skoða þyrfti etv. breytingar á dagsetingu þessa móts vegna 50+ mótsins. Dagarnir 22. – 23. Júní myndu henta betur. Tillaga að þeim dögum var samþykkt.
 3. 50+ mótið hjá Blæ yrði framsett sem opið íþróttamót dagana 28. – 29. Júní.
 4. FMAUST 2019 er alfarið á kostnað Hornfirðings.

Framtíðarsýn þessara móta er að bygga upp eitt mótasvæði fyrir fjórðunginn án þess að það sé á kostnað minnið svæða, nema síður sé.

Margt rætt um fyrirkomulag FM mótana, framtíð þeirra, þátttöku hmf. félaganna á svæðinu o.m.fl.

Fundi slitið kl. 21

 

------------´´---------

 

Stjórnafundur Blæs 4. október 2018 kl. 19:30 í Dalahöllinni.

Mætt eru: Anna Berg, Anna Bergljót, Rósa Dögg, Sigurborg, Vilberg og Þórhalla.

Fund ritar: Anna Berg.

 1. Formaður fer yfir dagskrá fundar sem er viðburðarskrá og mótin framunda. Til þess að ræða mótin er formaður mótanefndar mættur á fund.
 2. Stefán fór yfir dagskrá s.l. árs, áhuga þess að hafa vetraruppákomur á laugardögum í stað sunnudaga, lagði fram drög að mótum á komandi vetri. Dagsetningar yrðu svo yfirfarnar með mótanefnd Freyfaxa þar sem við á.

Tillögur að dagsetningum mót voru: I vetrarmótið 16. feb, II vetrarmótið 16. mars, II vetrarmótið 13.apríl. Kvennatölt 27. apríl, Firmamót 11. Maí, Æskulýðsdagar 6.-9. júní, Félagsmót Blæs 15. júní, 50+ mótið hugsanlega 28.-29. júní og FMAUST 2019 hugsanlega 4.-7. júlí.

Önnur mót s.s. íþróttamót á Fossgerði, úrtaka fyrir FM ofl. Þyrfti að ræða sérstaklega með Freyfaxa á fundi síðar.

 1. Viðburðir félagsins voru: Páskareið 22. Apríl, Kvennareið ?, Vorreið ?, Haustferð ? ofl.
 2. Lagt til að haldinn verði samráðsfundur með Freyfaxa um mótahaldið framundan, Þórhalla tók að sér að boða þann fund.
 3. Rætt um árshátíð Freyfaxa og möglegan áhuga okkar að taka þátt, engin ákvörðun tekin í þeim efnum.
 4. Reiðnámskeið vetrarins, áhugi á að hafa Reyni Atla þrjár helgar í grunnámskeið, 1x í mánuði.
 5. Jólmamarkaðurinn var ákveðinn 18. nóvember.
 6. LH þingið 12.-13. október Vilberg og Ingólfur fara fyrir hönd Blæs, Anna Berg til vara.
 7. Villi pantar 20 sessur fyrir reiðhöllina.
 8. Búið er að girða af beitilöndin sem er á íþróttasvæðinu og Blær hefur til umráða, reikningur vegna þessa er innan fjárhagsramma.

Fundi slitið kl. 22

 

----------´´----------

 

Stjórnarfundur Blæs 10.september 2018 kl. 20 í Dalahöllinni.

Mætt eru: Anna Bergljót, Rósa Dögg, Ingólfur, Vilberg, Sigurborg og Þórhalla. Anna Berg boðar fjarveru.

Fund ritar: Þórhalla.

 1. Rætt um að hafa fasta fundartíma, stefnt á fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 19:30 í Dalahöllinni.
 2. Halda þarf félagsfund, stefnd að því að loknu Landsþingi LH.
 3. Þórhalla boði formenn allra nefnda á næsta stjórnarfund, fyrir hannþurfa nefndirnar að hittast.
 4. Fulltrúar á LH þingi verði Vilberg og Ingólfur. Áhersla Blæs fyrir þingið: Kostnaður smærri félaga vegna dómgæslu móta.
 5. Reiðnámskeið, Þórhalla kannar stöðuna hjá Reyni Atla. Helga Rósa sendi fyrirspurn til að kanna áhuga á öðru en hefðbundunum helgarnámskeiðum. Athuga með þetta á félagsfundi.
 6. Framkvæmdir: Útigerði við Dalahöllina á dagskrá og í vinnslu, lokakostnaður liggur ekki enn fyrir. Girðingarmál, Villi hefur áhuga á að ljúka girðingarvinnu og færslu á flaggstöngum. Gjaldkeri telur að hægt sé að leggja allt að 150 þ. kr. í þá vinnu. Málingarvinna, Villi byrjaður að mála inni í Dalahöllinni. Rusl við ána á reiðleið, Villi spyr Fjarðabyggð hvort hægt sé að fjarlægja ruslið þannig að reiðleiðin verði öruggari.

Fundi slitið kl. ....

 

---------´´----------

 

Stjórnarfundur Blæs 26. apríl 2018 kl. 20 í Dalahöllinni.

Mætt eru: Anna Berg, Anna Bergljót, Ingólfur, Sigurborg, Rósa Dögg, Vilberg og Þórhalla.

Fund ritar: Anna Berg.

 1. Villi les upplýsingar frá ÚÍA fundinum. Íþróttamót 50+ kostnaður við það að fá dómara mun ekki skila hagnaði. Það þarf líka að laga völlinn fyrir slíkt mót og umgjör hans ásamt svæðinu allt um kring. Útfærsla mótsins þyrfti að ræða á næsta fundi við mótanefnd UMFÍ 50+.

Engin krafa gerð á Blæ að halda slíkt mót.

Valið í nefnd fyrir þennan undirbúning: Þórhalla, Anna Bergljót, Rósa Dögg og Vilborg.

Stefnt að íþróttamóti 2019 fyrir alla en 50+ þátttakendur fengju sérstök verðlaun á því móti.

 1. Villi er búin að hitta Svein hjá Vegagerðinni vegna reiðvegarins við framkvæmdarsvæðið. Sveinn lofar að yfirborð reiðvegarins verði lagað en núna er reiðvegurinn mjög grófur.
 2. Valur Sveinsson skipulags- og byggingarfulltrúi Fjarðabyggðar segir að það sé alt við það sama varðandi byggingarlóðir á Kirkjubólseyrunum.
 3. Verkefni Dalahallarinnar rædd og íþróttasvæðisins. Rósa Dögg vill sækja um Actionstyrk hjá Aloca til að klára mála pallana og setja upp nýja girðingu í kringum völlinn.
 4. Núverandi stjórn Blæs og stjórn Dalahallarinnar eru afar sátt við þær framkvæmdir sem formaður Blæs hefur innt af hendi fyrir svæðið og við höllina. Það þyrfti þó að gera verkefnaskrá þannig að þeir sem vilja vinna fyrir félagið geti skráð sig á verkefni og líka til almenns utanumhalds á því sem þarf að vinna og hefur verið gert.

Öll stærri verkefni s.s. girðing í kringum hringvöllinn, gerði við Dalahöllinna o.fl. verði þó ávallt að fara í gegnum stjórn félagsisn og/eða Dalahöllina ásamt þar að lútandi nefndum.

 1. Stjórnin samþykkir að farið verði í að girða upp gömlu girðinguna utan um völlinn. Neðri hlutinn sem er enn ógirtur verður ekki girtur að svo stöddu.
 2. Kalla þarf saman stjórn Dalahallarinnar til að fara yfir ýmis verkefni innan sem utan hallarinnar.

Fundi slitið kl. 22

 

---------´´-----------

 

Félagsfundur Blæs 19. apríl 2018 kl. 20 í Dalahöllinni.

Mætt eru: Anna Bergljót, Ingóflur, Rósa Dögg, Sigurborg, Vilberg og Þórhalla. Anna Berg hafði afboðað sig.

Fund ritar: ....

 1. Landmót 50+ 2019, Ingólfur fór yfir þau má sem farið var yfir á ÚÍA þinginu um þetta mót. Þar var m.a. spurt hvort hestamenn í Blæ hefðu áhuga á að halda slíkt mót í hestaíþróttum þ.e. tengt 50+ mótinu.

Stjórnarmenn stefna á að mæta á fund VA 20. apríl nk. til að kanna kröfur gerða til síkra móta og hvort eitthvert fjármagn komi til, til að halda mótið.

 1. Girðing í kringum reiðvöllinn, fá tilboð í efni til að gera nýja girðingu í kringum völlinn. Ási er með hugmynd um það hvernig hún skal vera. Fundarmenn er ánægðir með tillögur Ása  og að þetta verði gert EF fjármagn fæst til þess.
 2. Villi kom með hugmynd um að hafa etv. reiðnámskeið fyrir 18 ára og yngri ókeypis í ljósi þeirrar þróunar að skortur er á yngri fólki í sportinu. Margt rætt í kringum þessa hugmynd.

Fundi slitið kl. 21.

 

-----------´´----------

 

Stjórnafundur Blæs 13. mars 2018 kl. 20 í Dalahöllinni.

Mætt eru: Anna Berg, Ingólfur, Sigurborg, Vilberg og Þórhalla.

Fund ritar: Anna Berg.

Mótanefnd mætti á fundinn, Stefán formaður, Guðbjartur, Eiríkur og Guðröður.

 1. Farið var yfir fyrirhugaða vinnu mótanefndar með Freyfaxa, vetrarmótaröð og úrtaka. Guðröður fór yfir fund sem mótanefndin átti með mótanefnd Freyfaxa á Olís Reyðarfirði. Á fundinn mættu þrír frá Blæ en einn frá Freyfaxa. Tillaga var að halda 1-2 mót hjá blæ að tillögu Freyfaxa. Einhver misskilningur var þarna á ferð sem varð leiðréttur og gert samkomulag um tvö mót hjá Freyfaxa þennan veturinn og eitt mót hjá Blæ. Annað tengt mótaröðinni var m.a. verðlaun, mótahaldið, fyrirkomulag o.fl. Mótanefnd var falið að útfæra þetta fyrir komandi mót.
 2. Freyfaxi óskar eftir því við Blæ að haldin verði sameiginleg úrtaka Blæs og Freyfaxa fyrir LM2018. Á mótinu yrðu 2-4 starfsmenn frá Blæ. Mótanefnd var falið að vinna þetta áfram með Freyfaxa.
 3. Mótanefndin segist vera tilbúin að vinna með Freyfaxa að sameiginlegum mótum.
 4. Mótanefnd þarf að huga að sanngjörnu gjaldi vegna sameiginlegra móta og úrtöku ef og þegar til þess kemur.

Mótanefnd víkur af fundi kl. 21

 1. ÚÍA – Felixskrá, aðalfundagerð og reikingar. Senda þarf aðalfundagerð inn til Fjarðabyggðar til að fá rekstrarstyrkinn.
 2. Senda inn Felix til LH, gjaldkeri sér um það. Lottótekjurnar koma í gegnum þetta kerfi.
 3. Villi kynti verð á rörum í gerði og Anna Berg skoðar líka tilboð í gerði og hvaða kröfur séu gerðar um stærð gerða samkvæmt aðbúnaðarreglugerðum fyrir hross.

Fundi slitið kl. 22

 

----------´´-----------

 

Stjórnarfundur Blæs 8. mars 2018 kl. 20, fundur haldinn í Neskaupstað, Tröllavegi 3.  

Mætt eru: Anna Bergljót, Anna Berg, Ingólfur, Sigurborg, Vilberg og Þórhalla. Rósa Dögg boðaði afföll.

Fund ritar: Anna Berg.

 1. Formannsstaðan rædd, Vilberg lýsir sig tilbúin til að gegna formannsstöðunni til eins árs. Stjórnin samþykkir það einróma.
 2. Farið yfir stöðuna á deiliskipulagsvinnunni á félagssvæðinu við Kirkjubólseyrar. Mikilvægt að lausn finnist á því máli sem komið er upp vegna þessa.
 3. Mótin framundan rædd og væntanlegt samstarf við Freyfaxa.
 4. Stöður stjórnar festar í sessi: Vilberg formaður, Þórhalla varaformaður, Siguborg gjaldkeri, Anna Berg ritari, Ingólfur meðstjórnandi, Anna Bergljót og Rósa Dögg varamenn stjórnar.
 5. Þarft að fá rafmagn í dómshúsið í sumar. Ravirkja til að vinna það. Plægja þarf niður rafmangsstrenginn frá höllinni yfir í skúrinn, tengja girðinguna o.fl.
 6. Ljós þarf að setja á og við Dalahöllina, það er í vinnslu hjá Önnu Bergljót.
 7. Girða þarf beitarsvæðin við Dalahöllina, fara í það í sunmar EF fjármagn fæst í það.
 8. Rífa þarf gamla pallinn við gömlu félagsaðstöðuna.
 9. Skoða þarf uppsetningu á reiðgerði/hvíldargerði við reiðhöllina. Kanna þarf kostnað við að koma því upp og gera undirlag.
 10. Uppfæra þarf heimasíðuna reglulega um viðburði, atburðaskrá, mótahald, myndir af viðburðum samt fl. Ritari sér um slíkt.
 11. Fésbókin hefur verið sem lokaður hópur, prófa að opna og sjá hvernig það þróast. Ritari tekur það að sér að sjá um fésbókina ásamt varaformanni.
 12. Varaformaður sér um að sækja styrk hjá Aloca – samfélagsstyrkur.

Fundi slitið kl. 22

---------------------------------------------------------------------------------------------

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Blæs

22.Febrúar 2018 kl 20:00 í Dalahöllinni á Kirkjubólseyrum

 

Formaður félagsins, Þórhalla Ágústsdóttir setur fundinn , býður félagsmenn velkomna.

 

Mættir eru 15 félagsmenn.

 

Gengið til dagskrá fundar:

 

1.      Kosning fundarstjóra og fundaritara:

Formaður stingur upp á Önnu Bellu Sigurðardóttir sem fundarstjóra og Rósu Dögg Þórsdóttir sem fundaritara. Samþykkt með lófaklappi.

 

2.      Inngangur nýrra félaga:

Anna Bella les upp félagabeiðnir sem hér segir

-Soffí Anna Helga Herberstsdóttir

-Þráinn Elís Björnsson

-Hreggviður Friðbergsson

-Stefán Hrafnkelsson

Samþykkt með lófaklappi.

 

3.      Skýrsla Stjórnar:

Formaður félagssins Þórhalla Ágústsdóttir les hana og fer yfir helstu atriði sem félagið hefur gert síðasta ár. Þórhalla segist ætla að láta  af störfum sem formaður, hefur setið sem formaður í 3.ár. Þórhalla þakkar stjórninni kærlega fyrir starfsárið.

 

4.      Reikningar félagsins lagðir fram:

Margrét Lind Erlingsdóttir gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum félagsins.

Fundarstjóri ber reikninga undir samþykktir, allir samþykkja.

 

5.      Formenn nefnda gera grein fyrir störfum liðins árs:

 

Útreiðanefnd: Magga telur upp þær reiðar sem farið var í páskareið, vornæturreið, og kvennareið voru þær allar vel sóttar. Magga segir að þessar hópreiðar séu mikilvægar fyrir félagsandann í félaginu.

 

Firmanefnd: Magga Lind segir firmanefnd hafa safnað 490.000 þúsund í styrki, metár.

 

Æskulýðsnefnd: Þórhalla segir rólegt í æskulýðsstarfinu. Nokkuð góð þátttaka á námskeiðin hjá Reyni Atla. Reyndum að hafa hestahelgar en þær voru ekki sóttar. Æskulýðsdagar voru haldnir í brjáluðu veðri, en allt gekk upp og getum við þakkað reiðhöllinni það.

 

Kaffinefnd: Sibba telur upp firmamótið og að þau hituðu súkkulaði fyrir jólamarkaðinn.

 

Mótanefnd: Engin mót voru haldin fyrir utan firmamótið, Gurri segir að félagsmótið hafi ekki verið haldið sökum lélegrar skráningar.

 

Reiðveganefnd: Hreinsað frá ræsum, pöntuð 5 ræsi í viðbót til að bæta í . Búið að sækja um 2 milljónir hjá vegagerðinni til lagfæringar á reiðveiginum.

 

Vallarnefnd: Ási segir að þeir undirbjuggu völlinn fyrir mótin t.d félagsmótið sem ekki var haldið. Ási segir að nú þurfum við að fara að girða upp svæðið það sé orðið nauðsynlegt.

 

Ekki fleiri nefndir gerðu grein fyrir störfum sínum.

 

6.      Kosning stjórnar

 

Vilberg Einarsson, Þórhalla Ágústsdóttir, Anna Berg Samúelsdóttir, Sigurborg Hákonardóttir, Ingólfur Arnarsson, Rósa Dögg Þórsdóttir og Anna Bergljót Sigurðardóttir.

Samþykkt með lófaklappi.

Nýja stjórnin ætlar að hittast og raða í stöður á fyrsta fundi.

 

7.      Kosning tveggja endurskoðenda:

 

Jón Björn Hákonarsson

 

Samþykkt .

 

8.      Kosning nefnda

 

Reiðveganefnd: Ingi Árni Leifsson

                          Hjálmar Ingi Einarsson

                          Þorgerður Guðný Kristinsdóttir

 

Útreiðanefnd: Ingólfur Arnarsson

                         Margrét Linda Erlingsdóttir

                         Þórhalla Ágústsdóttir

                         Guðbjartur Hjálmarsson

 

Mótanefnd: Stefán Hrafnkelsson

                    Guðröður Hákonarsson

                    Guðbjartur Hjálmarsson

                    Soffía Anna Helga Herbertsdóttir

                    Jeff Clemensen

                    Eiríkur Sörenssen

 

Vallarnefnd: Ásvaldur Sigurðsson

                     Sigurður Sveinbjörnsson

Æskulýðsnefnd: Þórhalla Ágústsdóttir

                           Rósa Dögg Þórsdóttir

                           Anna Bella Sigurðardóttir

                           Linda María

                           Heiðrún Þorsteinsdóttir

                           Soffía Anna Helga Herbertsdóttir

                           Margrét Linda Erlingsdóttir

 

Firmanefnd: Sigurborg Hákonardóttir

                     Vilberg Einarsson

                     Guðbjartur Hjálmarsson

                     Eiríkur Sörenssen

                     Þórður Júlíusson

                     Ingólfur Arnarsson

 

Kaffinefnd: Vilborg Stefánsdóttir

                    Erla Guðbjörg Leifsdóttir

                    Sigurborg Hákonardóttir

 

9.      Önnur mál

 

-Ási kemur upp og spyr hvort það sé ekki kominn tími til að byggja við höllina hesthús.

 

-          Anna Berg kemur upp og finnst allir nefndarmenn tala um að þeir hafi ekki gert neitt, hún er ekki sammála því finnst starfið hjá Blæ mjög flott.

 

-          Anna Berg talar um mótamál, finnst Blær ætti að skoða vel að halda sameiginleg mót með Freyfaxa.

 

-          Þórhalla kemur upp og er ánægð með að Anna skuli koma inn á þessi mál og les bréf frá Bjarka (formanni Freyfaxa) um ósk þeirra um sameiginlegt mótahald. Þórhalla nefnir líka að Freyfaxi óski eftir hvort við viljum halda sameiginlegt félagsmót 8-9. júní 2018.

 

-          Villi kemur upp og segir að við getum alveg haldið okkar félagsmót t.d með 1 dómara og þegar það er úrtaka þá halda það með Freyfaxa, segir það mjög dýrt að halda mót m/úrtöku.

 

-          Villir segir einnig að æskulýðsdagar séu flottir dagar og þeir verði að vera áfram

 

-          Guðröður kemur upp til að tala um hesthúsabyggð segist ekki vera tilbúinn að bíða lengur eftir deiliskipulaginu, vill biðla til stjórnar að ef þetta er ekki að fara að gerast næstu mánuði að þá þurfum við að fara taka aðra umræðu um hverjir möguleikarnir okkar eru.

 

-          Guðröður er sammála því að við eigum að sameina félagsmót. Gurri er sammála Önnu Berg að á Norðfirði hafi verið mikið gert í hestamálum. Gurri segir að við getum lagað völlinn okkar og gert hann löglegan og þá gætum við skipst á við Freyfaxa með að halda félagsmót.

 

-          Anna Berg kemur upp og segir félögin haldi alveg sinni reisn þó svo þau sameinist um mótamál. Anna telur að við fáum fullt að fólki til okkar að keppa ef við getum gert völlinn og svæðið í kring tilbúið til að taka á móti fólkinu.

 

-          Þórhalla kemur upp og spyr félagsmenn hvort þeir séu sammála að prufa að halda sameiginleg mót 2018 með Freyfaxa.

 

-          Ási kemur upp og vill halda í félagsmótið okkar segir þau hafa verið góð þó svo það hafi ekki verið mót 2017, segir að besta tímasetningin sé snemma á vorin. Ási segir einnig að honum finnist ekki líklegt að það sé hægt að halda fjórgang í höllinni okkar.

 

-          Guðbjartur kemur upp og líst vel á samstarfið við Freyfaxa. Guðbjartur talar líka um að honum finnist gólfið í höllinni orðið allt of hart og það þurfi að laga það.

 

-          Ingólfur kemur upp og er hrifinn að prufa í 1 ár sameiginlegt mótahald.

 

-          Gurri kemur upp og segist sammála Ása að fella ekki niður félagsmótið okkar bara fara í sameiginlega úrtöku. Telur það hættulegt fyrir félagið að halda ekki í félagsmótið okkar.

 

-          Gurri svarar Guðbjarti með gólfið í höllinni, Dalahöllin haldi að sér höndum í peningamálum, en það þurfi vissulega að fara skoða málið.

 

-          Þórhalla spyr félagsmenn aftur hvort við getum verið sammála um að prufa að halda mót með Freyfaxa.

 

-          Ási kemur upp og segir að það sé í lögum félagssins að halda félagsmót.

 

-          Þórhalla kastar því til mótanefndar að sjá um skipulag mótaraðanna við Bjarka í Freyfaxa.

 

-          Það er borið undir atkvæði og það samþykkt.

 

-          Þórhalla slítur fundi og þakkar félagsmönnum fyrir mjög góðan fund.

 

Fundi slitið kl 22:25

 

 

Stjórnarfundur 08.febrúar 2018 kl. 20

Mættar eru Þórhalla, Rósa Dögg, Anna og Vilborg sem ritar fundargerð

 1. Farið yfir tölvupósta  í pósthólfi félagsins
 2. Haldið verður bingó annað kvöld kl.20:30 sem stjórnin skipuleggur. Skipulag klárað.
 3. Rætt um komandi aðalfund, undirbúning ofl.
 4. Rætt um æskulýðsdagana 2018

Fundi slitið kl. 21.45

 

Stjórnarfundur haldinn 01.febrúar 2018 kl.19:00

Mættar eru: Sigurborg, Þórhalla, Anna Bella, Rósa Dögg og Vilborg sem ritar fundargerð

 1. Hestamannafélagið Freyfaxi hefur farið þess á leit við stjórn Blæs að við munum halda sameiginleg mót með þeim sem hér segir:
 • 10.mars  Fimmgangur   Iðavellir
 • 07.apríl  Fjórgangur        Kirkjubólseyrar
 • 21.apríl  Tölt                      Iðavellir

 

Hugmyndin er að þetta yrði stigakeppni.

Einnig hafa Freyfaxamenn velt upp þeirri spurningu hvort við ættum að hafa sameiginlegt Félagsmót þann 9-10 júní.

Með þessu værum við að fá fleiri þátttakendur og kostnaður sameiginlegra móta hvað varðar dómara er minni.  Þetta mun verða lagt fyrir aðalfund félagsins.

 1. Aðalfundarboðið. Lögð lokahönd á það og skráningu nýrra félaga.

Fundi slitið kl.20

 

Stjórnarfundur 08.janúar 2018 kl.20

Mættar eru: Sigurborg, Erla Guðbjörg, Rósa Dögg, Anna Bella, Þórhalla og Vilborg sem ritar fundargerð

 1. Reiðnámskeið. Reynir Atli verður með reiðnámskeið sem hér segir:
 • 13. – 14.janúar
 • 10. – 11. Febrúar
 • 17. – 18. Mars
 • 05. – 06. Maí

    Rætt um verð og skipulag. Munum hafa það í samræmi við sambærilega námskeiðsröð sem var á síðasta ári. Þórhalla heldur utanum skráningu og skipulag.

 1. Færð og aðgengi að Höllinni. Vegagerðin hefur ekki enn lokið við að klára undirgöngin og því verða hestamenn að fara yfir akveg þar sem hraðinn á bílunum er mjög mikill. Þurfum að þrýsta á vegageðina með þessi mál.
 2. Aðalfundur mun verða haldinn 22.mars kl. 20. Þarf að auglýsa ekki síðar en 7.febrúar. Það þarf að auglýsa eftir fólki í stjórn því ljóst er að 2-3 núverandi stjórnarliðar hyggjast taka sér hlé enda eðlilegt að ákv.endurnýjun verði í stjórn ár hvert.

 

Fundi slitið kl. 21:45

 

 

 

Stjórnarfundur haldinn 29.september kl. 20 að Þiljuvöllum 21

Mættar eru: Rósa Dögg, Þórhalla, Erla Guðbjörg og Vilborg sem ritar fundargerð.

 1. Almennur félagsfundur. Dagsetning ekki ákveðin. Undirbúinn og ákveðin dagsetning á næsta stjórnarfundi.
 2. Umsókn í Samfélagsstyrk Alcoa.  Aðalverkefni fundarins í kvöld. Umsókn um styrk til áframhaldandi uppbyggingar á aðstöðu í Dalahöllinni skrifuð og send.
 3. Aðalfundur Dalahallarinnar. Tillaga frá stjórn Blæs um dagsetningu er 12.okt. kl. 20.
 4. Unnið áfram í því að koma rafmagnsmálum í Höllinni í rétt horf, bæði kostnaði og uppsetningu á brunakerfi.

Fundi slitið kl.21.45

 

Stjónarfundur haldinn 13.september 2017 kl. 20

Mættar eru: Anna Bella, Margrét Linda, Sigurborg, Þórhalla, Rósa Dögg, Erla Guðbjörg og Vilborg sem ritar fundargerð.

 1. Vetrardagskrá fram að aðalfundi félagsins.  Umræður og tillögur reifaðar. Viljum halda almennan félagsfund fyrir jól, þar sem þyrfti að ræða og afgreiða ýmis mál, eins og t.d. hvort áhugi væri námskeiðum af einhverju tagi, og /eða fyrirlestrum. Fara yfir stöðuna í félaginu í dag og framtíðarsýn félagsins. Fara yfir þær framkvæmdir sem hafa átt sér stað á árinu, þær sem eru í farvatninu og það sem þarf að ráðast í (brunakerfi ofl.). Ræða hvort bjóða ætti upp á langtíma leigu á stíjum til að auka nýtingu og innkomu til hallarinnar.  Einnig að ljóst er að það er komið að því að það þarf nýtt fólk inní stjórnina þar sem einhverjir stjórnarmeðlimir munu hætta á næsta aðalfundi.
 2. Þórhalla fer yfir það sem borist hefur í pósthólf félagsins:
 • Málþing hjá LH „Erum við á réttri leið? „ sem mun vera um þá stöðu sem upp er komin í mótamálum á landsvísu, þ.e. slök þátttaka ofl..
 • Formannafundur 27.okt
 • Málþing um reiðvegi í Borgarnesi
 1. Jólamarkaðurinn í Dalahöllinni. Ákveðið að hann verði þann 18.nóv.2017. Þurfum að fá fólk til þess að hjálpa við uppsetningu og framkvæmd, en þetta stóra verkefni er á fárra herðum.
 2. Rafmagnskostnaðurinn í Dalahöllinni, sem er gríðarlega hár miðað við litla notkun, eða 66-69 þús á mánuði. Vilborg tekur að sér að leita skýringa og hafa samband við Rarik.
 3. Rekstarstyrkur. Farið yfir þau atriði sem þarf að skila inn vegna samnings milli Fjarðabyggðar og félagsins vegna árlegs rekstrarstyrks. Sigurborg tekur að sér þetta verkefni
 4. Samfélagsstyrkur Alcoa. Búið að auglýsa hann opinn fyrir umsóknir og munum við sækja um þar.
 5. Nýr Sportfengur. Þurfum að kynna okkur hann vegna móta.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.22

 

 

Stjórnarfundur haldinn þann 2.júlí á Hótel Hildibrand

Mættar eru: Þórhalla, Sigurborg, Anna Bella, Rósa Dögg og Vilborg sem ritar fundargerð.

Á fundinn mætir einnig mótanefnd sem í eru: Guðröður og Guðbjartur.

 1. Félagsmótið. Áætlun nú er að halda það 15 júlí. Farið yfir skipulagsatriði, flokka og dómaramál.
 2. Rætt um rafmagn í dómpall og hvort möguleiki sé að koma því við að mótsstjórn verði þaðan.
 3. Borð í félagsaðstöðu. Hugmyndir um hvaðan og hvernig borð sé best að kaupa.
 4. Farið yfir mönnun vakta á Eistnaflugi.

Fundi slitið kl. 21.30

 

 

Sameiginlegur fundur stjórnar Blæs og Dalahallarinnar haldinn í félagsaðstöðu 29.maí 2017 kl.20.30

Mætt eru Sigurborg, Þórhalla, Margrét Linda, Vilborg, Rósa Dögg, Anna Bella og Guðröður.

Vilborg ritar fundargerð.

 

 1. Viðburðir:
 • Æskulýðsdagar verða 23.- 25.júní. Hefðbundin dagskrá. Reynir Atli reiðkennari.
 • Félagsmót áætlað 25. Júní. Stjórn mun sjá um að útvega dómara fyrir mótanefnd.

 

 1. Málefni Dalahallar:
 • Stóra hurðin að austanverðu er biluð og þarfnast viðgerðar. Guðröður tekur það mál að sér
 • Það þarf að þrífa og mála batta
 • Uppþvottavél. Vél sem var á leikskólanum á Kirkjumel var keypt af Fjarðabyggð. Það þarf að sækja hana og koma henni í gagnið.
 • Leki á þakinu. Ræða á við Guðbjart um það mál.
 • Ný borð í félagsaðstöðu. Stjórn Blæs mun áfram vinna í því. Anna Bella sótti f.h.félagsins um styrk til SÚN til kaupa á borðum og stólum o.fl..
 • Viftur. Þær eiga að vera í gangi vegna loftunar á húsi.
 • Blásarar. Það þarf að gera við þá, öryggi of lítil.
 • Ljósastraurar fyrir utan. Laga þá og loka víraboxum á þeim.

 

 1. Rætt um deiliskipulagið sem er nú í upplausn vegna málaferla.

 

 1. Reiðnámskeið/keppnisþjálfun fyrir mót. Reynir er tilbúinn að koma og halda dagsnámsekið ef áhugi er á. Skoðum það betur.

 

 1. Blása þarf til vinnudags/kvölds þegar veður leyfir. Það sem liggur fyrir er að græða upp mönina, laga reiðgerðið, laga girðingar, athuga með og leggja rafmagn í dómpall o.f.l. Áætlað að vinnukvöld skuli verða 07.júní.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið.

 

 

Stjórnarfundur haldinn þann 08.maí 2017 kl. 20 að Þiljuvöllum 21.

Mættar eru: Margrét Linda, Anna Bella, Sigurborg, Vilborg, Þórhalla og Rósa Dögg.

 1. Eistnaflug. Félaginu býðst sem fyrr að taka tjaldstæðisvaktir, nú fimmtudag 06.07.-föstudag 07.07. og meira ef þarf.  Ákveðið er að standa vaktir enda mikilvæg fjáröflun fyrir félagið. Vilborg verður í sambandi við Ingibjörgu Þórðar hvað þetta varar og mun halda utanum hlutina.
 2. Felix kláraður.
 3. Dalahöllin. Ýmislegt rætt. Ákv.að fara í að fúaverja handriðið betur með þeim lit sem til er (fura). Einnig rætt um hvernig búa eigi um hnútana hvað skítahaug/losun varðar. Vilborg mun hafa samband við Önnu Berg og fá hana til leiðssagnar.
 4. Þarf að boða til vinnudags er veður leyfir. Klára þarf að sá í hljóðmön, laga gerði ofl..
 5. Firmamót. Mun verða haldið 28.maí kl.14.
 6. Vegagerðin girðingar. Þær munu verða settar upp skv.Sveini hjá Vegagerðinni og lofar hann að þær verði komnar fyrir Æskulýsdagana, alla vega bráðabirgðagirðingar.
 7. Rafmagn í dómpall. Þórhalla tekur að sér að kanna hvernig staðan á því sé.
 8. Deiliskipulag. Af því er ekkert að frétta. Málið komið í lögfræðing vegna kæru frá einum landeigandanum, þ.a.  þetta mál tefst.
 9. Æskulýðsdagar munu verða haldnir 23.-25.júní og mun Reynir Atli verða reiðkennari þar eins og undanfarin ár.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.22.37

 

 

Aðalfundur hestamannafélagsins Blæs haldinn í Dalahöllinni 06.mars 2017 kl.20

Mættir eru 20 félagar

Þórhalla Ágústsdóttir formaður hestamannafélagsins býður fundargesti velkomna og stingur uppá Vilborgu Stefánsdóttur sem ritara og Önnu Berljótu Sigurðardóttur sem fundarstjóra og er það samþykkt.

Fundarstjóri tekur nú við fundi og gengið er til auglýstrar dagskrár.

 1. Inganga nýrra félaga.  Eftirtaldir hafa óskað eftir inngöngu í félagið : Anna Berg Samúelsdóttir, Linda María Emilsdóttir, Jeff Clemmensen og Ásdís Guðfinna Harðardóttir og er innganga þeirra samþykkt með lófaklappi.
 2. Skýrsla stjórnar. Formaður les skýrslu stjórnar þar sem farið er yfir það helsta úr starfi félagsins. Þar kom m.a. fram að fundir og vinna vegna nýs deiliskipulags hafi verið eitt af stóru og tímafreku málunum á starfsárinu og enn sé ekki séð fyrir endann á því máli. Þar sé enn gert ráð fyrir blandaðri búfjárbyggð þrátt fyrir ítrekuð mótmæli hestamanna. Einnig voru samskipti við Vegagerðina áberandi vegna vegaframkvæmda tengda nýjum Norðfjarðargöngum. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um að laga aðgengi fyrir hestamenn kringum nýjan Norðfjarðarveg hefur ekki mikið áunnist, en Vegagerðin hefur lofað að klár afleggjara, girðingar og yfirkeyra reiðveg með vorinu. Blæsfélagar voru duglegir í fjáröflunum t.d. stóðu þeir vaktir á Eistnaflugi og unnu við frágang eftir árshátíðir á Egilsstöðum.  Þá voru einnig fastir liðir á dagskrá s.s. mót, vornæturreið, jólamarkaðurinn ofl..  Við Dalahöllina voru reistir 2 ljósastaurar og einnig keyptir nýjir stólar í félagsaðstöðuna, að hluta til fyrir styrki frá SÚN og Sparisjóðnum. Ákveðið var að standa fyrir 3ja helga reiðnámskeiði í vetur og Reynir Atli fenginn til að kenna. Það hefur verið mjög vel sótt og er ein helgi eftir í apríl. Mikið líf og fjör sé í Höllinni í kringum námskeiðið og var t.a.m. blásið til bingós fyrstu námskeiðshelgina og tókst það mjög vel. Þórhalla minnir á að í fámennu félagi sé mikilvægt að allir standi saman og taki að sér störf til að félagsstarfið geti gengið.
 3. Afgreiðsla reikninga. Margrét Linda gjaldkeri Blæs fer yfir og útskýrir rekstrarreikning félagsins sem Deloitte vann. Þar kemur m.a. fram að rekstrarhagnaður ársins 2016 er 1.642.688. (Að öðru leyti vísast í ásreikning sem dreift var á fundinum). Er ársreikningurinn samþykktur.
 4. Skýrslur nefnda:
 • Æskulýðsnefnd. Þórhalla sem er formaður þeirrar nefndar gerir grein fyrir starfseminni. Hún segir að nokkuð hafi grisjast úr ungliðahópnum okkar, enda sé margt sem keppi um tíma barna og unglinga í dag. Æskulýðsdagarnir voru á sínum stað og tókust með miklum ágætum. Allir fúsir að hjálpa og sjálfboðavinna mikilvæg. Vilji æskulýðsnefndarinnar sé að halda áfram að styðja við þá sem eru vikrir, virkja nýja og halda áfram góðu starfi.
 • Kaffinefnd. Erla Guðbjörg kemur upp fyrir hönd þeirrar nefndar. Kaffinefndin hefur staðið að veitingasölu á öllum mótum og hefur það verið góð fjámögnun fyrir félagið. Þakkar hún félagsmönnum fyrir að taka vel í bakstur fyrir ákveðna viðburði.
 • Vallarnefnd. Ásvaldur kemur upp fyrir hönd þeirrar nefndar. Segir hann nefndina hafa undirbúið völlinn fyrir félagsmót, en ekki hafi verið farið i neinar stórframkvæmdir þar sem fjármagn vanti til slíks.
 • Reiðveganefnd. Hjálmar Einarsson er formaður nefndarinnar. Fjármagn dugði ekki fyrir þeim framkvæmdum sem þurfti að ráðast í á síðasta ári, m.a. vegna mikilla rigninga og flóða. Vonast nefndin til að fá aftur vél þá er notuð var til að vinna veginn síðast, þ.e. klæða hann. Búið að sækja um 1,4 millj. í reiðvegasjóð og vonast Hjálmar til að sú fjárhæð muni dekka allan kostnað.
 • Mótanefnd. Helgi Vigfús er formaður þeirrar nefndar. Mótahald gekk ágætlega á síðasta ári, en hins vegar hefur ekki tekist að halda neitt mót það sem af er þessu ári, en fyrirhugað er tvöfalt mót um næstu helgi.
 • Firmanefnd. Margrét Linda formaður nefndarinnar segir firmamótið 2016 hafa gengið vel og hafi innkoman verið um 350 þúsund.
 • Útreiðanefnd.  Stóð fyrir ýmsum viðburðum, t.d. vornæturreið og áramótareið.

 

 1. Kosning stjórnar. Núverandi stjórn gefur kost á sér áfram og er það samþykkt.
 2. Kosning nefnda og endurskoðenda.
 • Endurskoðendur. Jón Björn Hákonarson og Hjálmar Ingi Einarsson munu gegna því embætti áfram.
 • Æskulýsnefnd. Nýja nefnd skipa: Þórhalla, Anna Bella, Vilborg, Heiðrún og Linda María Emilsdóttir
 • Reiðveganefnd. Situr áfram í heild sinni, þ.e. Hjálmar Ingi, Ingi Árni og Þorgerður Kristinsdóttir
 • Kaffinefnd. Situr áfram óbreytt, þ.e. Sigurborg, Vilborg, Erla Guðbjörg og Sigurður Vilhjálmsson.
 • Firmanefnd. Nýja nefnd skipa : Margrét Linda, Guðbjartur, Sigríður Helga, Þórður Júlíusson og Vilberg Einarsson
 • Mótanefnd. Nýja nefnd skipa: Guðröður Hákonarson og Guðbjartur Hjálmarsson
 • Útreiðanefnd. Nýja nefnd skipa: Margrét Linda, Guðbjartur og Þórhalla.
 • Vallarnefnd. Áfram óbreytt, þ.e. Sigurður Sveinbjörnsson og Ásvaldur Sigurðsson.

 

 1. Lagabreytingar.  Þórhalla kemur upp og kynnir lagabreytingartillögur stjórnar og sendar voru út með fundarboði. :
 • 2.grein. Markmið félagsin er : að stuðla að iðkun hestamennsku sem tómstundagamans, almenningsafþreyingu og hestaíþróttastarfsemi, stuðla að góðri meðferð hrossa og efla áhuga og þekkingu á ágæti þeirra.

 

Að vinna að, á vegum félagsins, kennslu í hestamennsku, fræðslu tengdri hestum og hestaíþróttum, hrossarækt og öllum hestatengdum málefnum á áhugasviði hestamanna.

 

Að reiðvegir séu gerðir sem víðast, þannig að önnur umferð verði til sem minnstrar hindrunar og óþæginda fyrir útreiðar og gagnkvæmt. Vegum þessum sé ávallt haldið eins vel við og efni og aðstæður leyfa

 

Að gangast fyrir að félagsmönnum verði úthlutað sumarhagagöngu fyrir hesta sína.

 

Að gangast fyrir að nægilegt framboð sé af byggingarlandi fyrir hesthús í nánu samstarfi við bæjaryfirvöld.

 

Eiga og reka félagsaðstöðu. Að bæta aðstöðu félagsmanna til að iðka hestamennsku sem tómstundagaman, keppnis- og sýningaríþrótt með því m.a. að koma upp/viðhalda velli, byggja upp íþróttamannvirki og viðhalda þeim til æfinga, keppni og hestaíþrótta.

 

Hestamannafélagið skal standa fyrir félagsmóti árlega. Félagsmót skulu haldin eins og lög og reglur L.H. segja til um og vera lögleg mót. Félagsmót skulu ávallt vera opin mót.

 

Tillaga að fella niður það sem feitletrað er og útskýrir Þórhalla hugmyndirnar á bak við þá tillögu. Þar sem bæjarfélagið haldi nú utanum allt beitiland sé það í raun úr höndum félagsins að standa fyrir úthlutun lands. Og hvað varðar klausuna um lögleg mót þá gefur það félaginu möguleika á að sleppa við að hafa 3 dómara á sérhverju félagsmóti því kostnaður við það er mikill ef við náum ekki að samnýta þá með Héraðsmönnum.

 

Orðið gefið laust um ofanskráð.

Ásvaldur: Segir klausuna um hagagönguna hafa verið inni hjá upphafi og sér finnist það algjört skilyrði, því þannig gæti félagið staðið sterkara gagnvart bæjarfélaginu ef til þess kæmi.

Sigurður Sveinbjörnsson: Sammála Ásvaldi að það skipti gríðarlegu máli að halda þessu inni t.d. til að standa sterkari gagnvart bæjarfélgainu.  Hvað varðar klausuna um lögleg mót, þurfi að halda slík mót a.m.k. annað hvert ár, þ.e.  þau ár sem fjórðungs- og landsmót eru á dagskrá.

Ásvaldur: Hvað varðar lögleg mót, þá ætti það að vera í höndum mótanefndar að ákveða það.

Guðröður. Ekki hægt að fella eingöngu út hlutann um lögleg mót,  þar sem þau hangi á sömu spýtu og reglur LH. Þyrfti að umorða greinina ef á að breyta.  Mikilvægt að reyna að halda eitt löglegt mót á ári.

Þórhalla: Hvað sumarhagagöngu varðar er hefur stjórnin greinilega lagt annan skilning í það en komið hefur hér fram. Hvað varðar lögleg mót þá sé völlurinn t.d. ekki löglegur keppnisvöllur ofl.

Ásvaldur: Þegar talað er um sumarhaga sé ekki verið að tala um beit hér á félagssvæðinu

Vilberg : Halda þessu alfarið inni, þetta sé n.k. sameiningartákn og halda einnig inni klausunni um lögleg mót og láta mótanefnd eftir að ákveða form móts hverju sinni.

Guðröður: Hvað varðar klausuna um mótin þá þyrfti að fella út alla setninguna því reglur L.H. spili þar inní.

Þórhalla: Ítrekar að hugmyndin hafi verið að fría okkur skyldunni að hafa 3 dómara, en geta samt sem áður haldið lögleg mót. Hefur verið að skoða lög annara félaga.

Sigurður: Ef við ætlum að fá fólk að til keppni, þá verður þetta að standa.

 

Umræðu um þessa grein lokið og breytingartillögur bornar upp til atkvæðagreiðslu

 • Fyrri hluti breytingartillögu felldur
 • Seinni hluti breytingartillögunnar einnig felldur

Mun tillagan því standa óbreytt.

 

 • 4. Grein. Félagsmaður sem skuldar árgjald eða stendur að öðru leyti í skuld við félagið fellur af félagatali við lok reikningsárs hafi hann ekki samið um annað.

Viðkomandi getur ekki öðlast félagsréttindi á ný nema eldri skuld sé greidd.

 

Félagsmenn yngri en 18 ára hafa almennt ekki atkvæðisrétt á aðalfundum og almennum félagsfundum. Stjórn félagsins getur gefið undanþágu frá þessu atkvæði. Við 18 ára aldur öðlast félagsmenn full réttindi til atkvæðagreiðslna.

Tillaga að fella niður það sem feitletrað er.

Orðið gefið laust um þessa tillögu.

Guðröður: Þegar þetta ákvæði var sett inní lögin var töluvert um að fólk gengi í félagið til að öðlast keppnisrétt og gengi svo úr því á ný, þ.e.  borgaði ekki félagsgjöld.

Sigurður Sveinbjörnsson: Ítrekar eins og Guðröður að þessi klausa hafi verið sett inn svo fólk gæti ekki gengið í félagið til að fá keppnisrétt og svo úr því á ný.

Vilberg Einarsson:  Leggur til að þessu verði ekki breytt, þar sem innganga og úrsögn sbr.orð  félaganna hér á undan, var stunduð um tíma. Alveg óþarfi að breyta þessu telur hann.

Þórhalla: Segir stjórnina ekki hafa þekkt þessa forsögu og ber tillöguna upp til samþykktar eða synjunar.

Felld með öllum greiddum atkvæðum og mun því standa áfram óbreytt.

 

 • 5.grein.

 Reikningsár félagsins er almanaksárið.

Stjórn félagsins  ber alla ábyrgð og hefur yfirstjórn á fjárreiðum félagsins og einstakra deilda og nefnda. Deildum og nefndum er óheimilt að stofna til fjárskuldbindinga án heimildar stjórnar félagsins.

Reikningar félagsins skulu endurskoðaðir og áritaðir af kjörnum skoðunarmönnum félagsins og liggja frammi á aðalfundi.

Hefja skal innheimtu félagsgjalda eigi síðar en 1.maí og eindagi þeirra er 15.maí. Þeir félagar sem náð hafa sjötugs aldri skulu undanþegnir greiðslu árgjalda. Börn að 14 ára aldri greiði barnagjald og unglingar frá 14 ára að 18 ára aldri greiði unglingagjald.  Breytingar á félagsgjaldi eru einungis heimilar samþykki aðalfundur þær.

Tilllaga: Að fella niður það feitletrað.  Þórhalla bendir á að við greiðum ekki gjöld til LH fyrir börn yngri en 16 ára.  Árgjaldið í ár verði að öðru leiti óbreytt frá síðasta ári.

Breytingartillagan borin upp og samþykkt með 16 greiddum atkvæðum.

 

 • 6.grein     Dagskrá aðalfundar er: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Innaganga nýrra félaga borin upp til samþykktar. 3. skýrsla stjórnar  framlögð og skýrð af formanni þar sem farið er yfir starfsemi félagsins á liðnu ári. 4. Reikningar félagsins lagðir fram og skýrðir af gjaldkera. Umræður og atkvæðagreiðslur um liði 3 og 4. 5. Formenn nefnda gera grein fyrir störfum nefnda sinna á liðnu ári. 6. Kosning stjórnar, fimm stjórnarmeðlima og tveggja til vara, stjórn skiptir með sér verkum. 7.kosning tveggja endurskoðenda. 8.kosið í nefndir en þær eru: fimm fulltrúar í æskulýðsnefnd, fimm fulltrúar í mótanefnd, fimm fulltrúar í firmanefnd (skal gjaldkeri félagsins vera formaður hennar), þrír fulltrúar í reiðveganefnd og fimm fulltrúar í kaffinefnd. 9.tillaga lögð fram um árgjald næsta árs. 10.lagabreytingar. 11.önnur mál sem félagið varðar.

Kosningar skulu vera leynilegar ef minnst þriðjungur atkvæðabærra fundarmanna óskar þess.

 

Tillaga: þrír fulltrúar í kaffinefnd.  Rök stjórnar eru þau að í fámennu félagi sé erfitt að manna nefndir og því gott að fækka þar sem kostur er.

 

Breytingartillagan samþykkt.

 

 • 14.grein.

 

Stjórn félagsins er óheimilt að selja fasteignir félagsins, kaupa fasteignir eða hefja byggingu þeirra nema með samþykki aðalfundar eða félagsfundar. Hyggist stjórnin leita samþykkis fundar fyrir slíkri ráðstöfun skal geta þess í fundarboði.

 

Hestamanafélagið Blær skal eiga 100% hlut í Dalahöllinni ehf. Kjörin stjórn hestamannafélagsins skal að lokunum aðalfundi kjósa fimm manna stjórn Dalahallarinar ehf. ár hvert og tvo varamenn.

 

 

Breytingartillaga: Kjörin stjórn hestamannafélagsins skal að loknum aðalfundi ár hvert skipa stjórn Dalahallarinnar.

 

Þórhalla útskýrir rökin fyir þessari tillögu. Erfitt að manna svo margmenna stjórn, en breytingartillagan miðar að því að hægt sé að vera með virkan fjölda í stjórninni og haga fjöldanum allt eftir álagi því sem sýnt er að verði á hverju starfsári.

Orðið gefið laust.

Guðröður: Vill koma með breytingartillögu  sem fæli í sér skilyrði 3ja manna stjórnar.

Umræður um hvort það megi koma með breytingartillögu án þess að hún sé send fyrst inn í ljósi þess að tillögur stjórnar hafi verið sendar með fundarboði (vísað í lög félagsins)

Sigurður Sv.:  Vill að Laganefnd verði endurvakin og hún skoði lög félgasins og kanni hvort breytinga sé þörf og hvernig túlka beri lögin.

Ásvaldur: Telur 3ja manna stjórn góðan kost, ekki þurfi fleiri.

Guðröður:  Mikilvægt að fyrir næsta aðalfund sé alveg ljóst hvernig tillögur og breytingartillögur skulu fram bornar.

Stjórnin ákveður að draga þessa breytingartillögu til baka í ljósi aðstæðna.

 

 1. Önnur mál.
 • Kynning á samning i milli Fjarðarbyggðar og Hestamannafélagsins Blæs  um stuðning sveitarfélagsins við Blæ um rekstur og uppbyggingu á aðstöðu fyrir hestaíþróttina þ.m.t. Dalahöllin á Norðfirði, árin 2017, 2018 og 2019.
 • Málefni Dalahallarinnar. Guðröður kemur upp sem fulltrúi stjórnar Dalahallarinnar og segir að framundan sé aðalfundur Dalahallarinnar og verði hann auglýstur. Veltir upp ýmsum kostnaðarliðum s.s. rafmagni. Mikilvægt að markaðssetja Höllina og ekki síst félagsaðstöðuna.
 • Vilberg Einarsson: Nauðsynlegt að koma girðingarmálum á hreint. Gera hlöðuaðstöðu. Koma upp ljósi yfir hurð. Þegar nýju Norðfjarðargöngin verði opnuð megi búast við meiri aðsókn í Höllina og mót.
 • Ásvaldur : Spyr um deiliskipulag og beinir spurningunni til formanns. Er von á að lóðaúthlutanir skýrist bráðlega. Eða hvort það sé rétt sem heyrst hefur að allt sé komið strand hjá Fjarðabyggð hvað þetta varðar.
 • Þórhalla: Segir að málið sé nú statt hjá lögfræðingi og málið ekki komið á þann stað í kerfinu að lausna sé að vænta í bráð a.m.k.
 • Ásvaldur: Að þar sem málarekstur er framundan þurfi félagið að finna aðrar leiðir til hesthúsabygginga.
 • Guðröður: Segir að sem formaður Veiðifélagsins viti hann að allt stefni í málaferli Fjarðabyggðar og ábúenda Kirkjubóls og því sé ekkert að fara að gerast hvað varðar deiliskipulag hesthúsabyggðar(blandaðrar búfjárbyggðar). Menn þurfi því að komast að annari niðurstöðu hvað varðar hesthúsabyggingar. Veltir upp spurningunni hvort hægt væri að byggja félagshesthús.
 • Ásvaldur: Leggur til að félagið sendi inn ósk um að fá að byggja hesthús við Höllina.
 • Sigríður Helga: Lýst ekki á að byggja alveg við skemmuna. Veltir upp spurningu um að byggja  lengju einingahúsa austan við höllina.
 • Þórhalla: Þakkar góðar ábendingar. Stjórnin hafði góða tilfinningu fyrir að allt væri að fara að gerast í þessum málum eftir mikil fundarhöld og undirbúningsvinnu við umrætt deiliskipulag. En þar sem sú virðist ekki raunin þurfum við að leita annara leiða og skoða aðra möguleika.
 • Vilborg Stefáns.: Í vor þurfum við að ganga frá hljóðmöninni, sá í hana, en það hafi skv.samningi verið okkar. Vonast til að féagsmenn taki vel við sér þegar til þeirra verka verði boðað.
 • Anna Bella: Finnst miður að ekki hafi verið hægt að breyta fjölda klausunni um fjölda stjórnarmeðlima í Dalahallarstjórninni því erfitt sé að manna stjórnina.
 • Jeff Clemmensen: Minnir á að Alcoa hafi samþykkt styrk úr  samfélagssjóði til málningarvinnu á böttum í Hölinni. Það væri sjálfboðaliðastarf sem gæfi félaginu 200-300 þús. Spyrn hvernig þetta mál standi.
 • Þórhalla: Leggur til að Jeff ræði beint við Ingólf málara sem ætlaði að vera ráðgefandi við verkið og telur hún sumarið henta best til þessarar vinnu.
 • Guðbjartur: Segist hafa skoðað gólf (sand) í reiðhöllinni á Akureyri. Það sé ljós sandur sem kemur frá Akranesi og séu norðanmenn mjög ánægðir með hann. Varpar fram þeirri spurningu hvort reynandi væri að fá slíkan sand og fá dýpkunarskip sem oft koma hingað í verkefni, til að taka með sér farm frá Akranesi.
 • Þórhalla: Þakkar góðar ábendingar.

 Fundarstjóri lokar mælendaskrá, þakkar fólki fyrir fundinn og slýtur fundi kl.22.21

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stjórnarfundur haldinn 06.02.2017 kl. 20

Mættar eru: Þórhalla, Anna Bella, Margrét Linda, Sigurborg, Erla Guðbjörg og Vilborg sem ritar fundargerð.

Rósa Dögg boðar forföll.

Verkefni fundarins er að útbúa aðalfundarboð sem og að fara yfir lög félagsins og gera tillögur að lagabreytingum sem munu bornar út með aðalfundarboðinu.

Eru þessi verkefni kláruð og fundi slitið kl. 22

 

 

 

Stjórnarfundur haldinn 23.jan.2017 kl. 20 að Þiljuvöllum 21.

Mættar eru: Þórhalla, Erla Guðbjörg, Sigurborg, Anna Bergljót og Vilborg sem ritar fundargerð.

 1. Félagsaðstaðan. Enn á eftir að ganga frá uppþvottavél ofl. Ákveðið að ýta á stjórn Dalahallarinnar að ganga í það mál.
 2. Reiðnámskeið hjá Reyni Atla. Þórhalla mun klára að fara ofaní saumana á skipulaginu og síðan munum við auglýsa.
 3. Rætt um ýmsa nýtingarmöguleika á Dalahöllinni og möguleika á frekari markaðssetningu.
 4. Mót. Næsta mót er íþróttakeppni sem halda á 11.febrúar. Mótanefnd fáliðuð og þarf stjórnin að vera vakandi um að aðstoða við skipulag og framkvæmd mótsins.
 5. Aðalfundur Hestamannafélagsins Blæs. Tímasetning ákveðin mánudaginn 27.febrúar. Aulýsa þarf að lagabreytingum þurfi að skila inn fyrir fundinn og einnig óska eftir framboðum í stjórn og nefndir.
 6. Skemmtikvöld. Ákveðið að hafa bingókvöld laugardagskvöldið 4.febrúar. Stjórnin mun sjá um framkvæmd.
 7. Dýralæknaheimsókn.Kanna þarf komu dýralæknis vegna lúsasprautunar og ormahreinsunar og auglýsa.
 8. Farið yfir lög félagsins og rætt um breytingatillögur og þær færðar í letur.
 9. Samningurinn við Fjarðabyggð(rekstrarstyrkur), stjórnin mun kynna hann á aðalfundinum.
 10. Næsti stjórnarfundur ákv.06.febrúar n.k.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.22.20

 

 

 

 

 

Stjórnarfundur haldinn 05.desember 2016 kl.18.45 í Dalahöllinni

Mættar eru : Þórhalla, Margrét Linda, Sigurborg, Anna Bella og Vilborg sem ritar fundargerð.

Síðar á fundinum mun fulltrúi frá mótanefnd mæta að beiðni stjórnar.

 1. Þórhalla tilkynnir að LH hafi með bréfi bent á að félagið eigi eftir að sækja um fé til reiðvegagerðar, en um það er sótt til Vegagerðarinnar. Reiðveganefnd er með þetta í ferli en hún hefur verið að gera við reiðveginn eftir bestu getu, en hann varð næstum ónýtur í miklum flóðum fyrir um ári síðan. Ekki er ljóst hvort félagið fái alveg uppí kostnað eða hvort einhver kostnaður hljótist af fyrir félagið. Hann verður þó að öllum líkindum ekki mikill.
 2. Farið yfir styrkjamál : Samféalgssjóður VÍS, sækja um fyrir  æskulýðsdögum; SÚN sækja um næst til áframhaldandi uppbyggingar félagsaðstöðu.
 3. Félagastyrkur Fjarðabyggðar. Farið yfir bréfið sem félagið fékk sent fyrir nokkru, þar kemur fram að örlítil hækkun verði á styrknum á milli ára og mun samningurinn gilda í 3 ár. Við þurfum þó að uppfylla skilyrði s.s. að hafa merki Fjarðabyggðar á áberandi stað og flagga fána sveitarfélagsins sem oftast. Þurfum að eignast fána og skilti. Ath.hvort sveitarfélagið eigi ekki fána til að láta okkur í té. Einnig farið yfir aðra skilmála í bréfinu. Þurfum að halda fund með nefndum og fara í áætlanagerð.
 4. Dagsetningar móta. Helgi Vigfús fulltrúi mótanefndar mætir nú á fundinn. Félagið þarf að skila inn dagsetningu móta til LH einnig þarf að koma sem flestum viðburðum í viðburðarskrá félagsins. Niðurstaðan er þessi:
 • 31.des. Gamlársreið
 • 4. febrúar íþróttakeppni
 • 5.mars tvöfalt mót
 • Páskar: kvennatölt
 • 07.maí firmamót
 • 19.maí vornæturreið
 • Félagsmót helgina eftir æskulýðsdaga (sennilega 25.júní)
 • 26.-27. ágúst haustferð

 

 1. Reiðnámskeið. Reynir Atli er tilbúinn að koma eftir áramót og koma á ca. 6 vikna fresti. Tillögur að dagsetningu:
 • 14.-15. jan.  // 25.-26. feb.// 8.-9.apríl

 

 1. ÍSÍ fargjöld. Eigum rétt á þeim og þurfum að nýta þann rétt ef við getum og hagstætt er.
 2. Dagsetning tendrunar ljósa á jólatrénu hér í bæ og Dalahallarmarkaðarins þær sömu. Þurfum að skrifa bréf til Fjarðabyggðar þar sem lögð er áhersla á að reyna að koma í veg fyir slíkt.
 3. Tilnefning til íþróttamanns Fjarðabyggðar. Engin tilnefning frá okkur í ár þar sem enginn sótti stórmót eða skaraði framúr á einn eða annan hátt.
 4. Þurfum að halda almennan félagsfund þar sem samningurinn við Fjarðabyggð er kynntur.
 5. Þórhalla náði loks tali af Sveini hjá Vegagerðinni, hann vill hitta fulltrúa frá okkur á félagssvæðinu í dagsbirtu og fara yfir framkvæmdir. Ljóst er þó að girðing verður alveg með veginum að neðanverðu.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.21.30

 

 

 

 

 

Almennur félagsfundur haldinn 24.10.2016  kl. 20 í félagsaðstöðu Blæs í Dalahöllinni.

Mættir er 19 félagsmenn.

Þórhalla Ágústsdóttir formaður Blæs setur fundinn og stingur uppá Önnu Bellu sem fundarstjóra og er það samþykkt.

Vilborg ritar fundargerð.

Anna Bella tekur nú við fundi og er gengið til dagskrár.

 1. Fjárhagsstaða félagsins. Í fjarveru gjaldkera upplýsir Þórhalla að fjárhagsstaðan sé góð. Félagið á rúmar 1.7 millj.kr..  Af þeim eru 650 eyrnamerkt húsgagnakaupum í félagsaðstöðuna. Búið er að panta stóla  og vagn undir þá og kostar það 627 þúsund.  Mikilvægt að salurinn sé eins vel búinn og hægt er því hann er jú tekjulind fyrir félagið. Þurfum að huga að þeim borðum sem til eru (styrkja fætur o.þ.h.).  Æskilegt að hafa vinnukvöld fljótlega og fara í þau mál.
 2. Hljóðeinangrun salar. Anna Bella hefur aflað sér upplýsinga um hvernig best væri að gera í þeim efnum og skoðaði m.a. leikskólann. Leitaði einnig ráða hjá Geiri Sigurpáli Hlöðverssyni sem er sérfr.á þessu sviði.  Útlistar hún hvernig hljóðdempandi flekar eru gerðir og hefur einnig gert kostnaðaráætlun. Heildarkostnaður ætti að vera um 30 þúsund krónur. Nauðsynlegt að ráðast í þessi mál sem fyrst því hljóðgæði salarins eru afar slök.
 3. Húsreglur. Húsreglur eru í vinnslu fyrir sal og hesthús og allar hugmyndir vel þegnar og skulu sendast í tölvupósti á félagið. Til að mynda þurfa að koma skýrar reglur og útfærsla á losun skíts úr hesthúsinu.
 4. Dalahallarmarkaðurinn. Hann verður fyrsta laugardag í aðventu eins og í fyrra. Dagsetningin nú er 26 nóvember. Margt að undirbúa og margar hendur vinna létt verk. Markaðurinn góð fjármögnun fyrir félagið. Þegar er farið að panta borð og skemmtiatriði hafa verið bókuð.   Vilberg  bendir á að koma þurfi lýsingu utandyra í lag fyrir sem fyrst.  Þórhalla segir að það mál sé í vinnslu hjá stjórn Dalahallarinnar og verði gengið í það fljótt.
 5. Stækkun vallar.  Vallarnefnd: Ásvaldur kemur upp fyrir hönd nefndarinnar. Hafi stjórn og vallarnefnd fundað  í kjölfar síðasta félagsfundar en á þeim félagsfundi létu félagsmenn í ljós skoðun sína á að vilja stækka völlinn í austur. Ásvaldur segir stækkun vallar vera búna að velkjast um í félaginu.  Búið er að taka hæðarpunkta. Í vestur: Þarf að lengja um 25 m., lítill hæðarmunur eða um 37 cm. . Í austur: hæðarmunur 1,5 m. . Ekki búið að taka neinar ákvaðanir um þetta mál en það sé skoðun vallarnefndar að stækkun í vestur sé betri og til sé teikning á 50 m.stækkun í þá átt. Guðröður kemur upp og kynnir sína tillögu, en hann vill frekar stækkun til austurs. Hann segir sig og Eirík hafa tekið þátt í að byggja þann völl sem fyrir er. 2001 var farið að karpa um það mál og það tók 3 ár að ná lendingu um vallarbyggingu en árið 2004 var ákveðið að ráðast í það. Það tók hins vegar eingöngu 3 mánuði að byggja völlinn þegar hafist var handa.  Á þeim tíma var teiknuð 300 m stækkun til austurs. Umræður um stækkun nú koma í kjölfar þess að upp hafa hrannast efnishaugar vegna vegaframkvæmda við ný Norðfjarðargöng. Þetta efni býðst okkur frítt og flutningur þess og sléttun einnig. Þannig yrði hægt að móta land verði einhver tíma ráðist í stækkun vallar til austurs. Hann telur það að stækka til austurs feli í sér mikinn efnisflutning og rask.  En áréttar að í kvöld þurfum við ekki að taka ákvörðun um að ráðast í stækkun vallar, heldur einungis um það hvort við viljum þyggja þetta efni.

Þórhalla: Þakkar vallarnefnd og Guðröði fyrir tillögur og útskýringar.

Ásvaldur: Spyr um kostnaðaráætlun.

Þórhalla: Áréttar að stjórnin sé ekki að fara að ráðast í stækkun fyrir hönd félagsins, en máli skipti að hafa áætlun um framkvæmdir til þess að hægt sé að marka stefnu um heildarskipulag svæðisins.

Vilberg E.:  Minnir fólk á að á síðasta félagsfundi þar sem félagsmenn unnu í hópum, kom í ljós að flestir vildu stækka völlinn í austur. Telur að við eigum að þyggja þetta efni og nota það í austur og fylla einnig uppí miðju vallarins.

Margrét: Mikilvægt að fá niðurstöðu í þetta mál þar sem félagið þarf að koma upp  girðingum og skipuleggja beitarhólf. Vill hún að leynileg kosning skeri úr um í hvora átt skal stækkað.

Anna Bella og Sigurborg : Hafa áhyggjur á jarðraski.

Guðröður: Útlistar möguleikana, búa til slóða eða keyra á frosti en áréttar að þetta sé mikið efnismagn sem kosti ekkert og hægt sé að láta móta landið okkur að kostnaðarlausu.

Ásvaldur: Telur að stækkun vallar í vesturs þrengi ekki að svæðinu eins og gagnrýnt hafi verið. En með stækkun í asutur færist sjónlína fjær vellinum.

Guðröður:  Lítur svo á að sú stækkun sem teiknuð var á sínum tíma fyrir félagið og var í austur sé enn í gildi og mikilvægt að hækka landið svo hægt sé að hafa þá stækkun inni í myndinni.

Guðbjörg : Hvar á áhorfendasvæðið að vera og á að leggja þetta fyir fundinn svona án kostnaðaráætlunar?

Anna Bella: Má hugsanlega byggja áhorfendasvæði sem n.k. mön sunnan vallar?

Þórhalla: Taldi vallarnefnd hafa ætlað að koma með kostnaðaráætlun fyrir stækkun í hvora átt fyrir sig. En við þurfum að velta þessu fyrir okkur og marka okkur stefnu.

Vilberg: Við þufum ekki kostnaðaráætlun heldur einungis að taka ákvörðun um hvort við ætlum að hækka landið svo við getum nýtt það í framtíðinni.

Sigurður Sv.: f.h. vallarnefndar.  Strax árið 2001 var bent á að ekki þyrfti kappreiðabraut (stækkun til austurs). Telur að nota eigi umrætt efni til að plana svæðið, áætla hvað við þurfum mikið, en spyr einnig hvort við þurfum að taka þetta.

Guðröður:  Bendir á að í denn hafi ekki mátt skuldsetja félagið og því hafi vegna peningaskorts ekki verið byggður stærri völlur.  Áréttar að við þurfum ekki að þyggja efnið en það væri hægt að nota það til ýmissra hluta t.d.  búa til áhorfendastæði eins og Anna Bella hafi komið með hugmynd um. Einnig má nota það til að plana svæðið.

Ási: Vísar í tillögu að deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir innkomu á völl á miðri langhlið. 300 m. kappreiðabraut eins og er á teikningunni hennar sé ekki þörf og því ættum við þá að lengja brautina?

Anna Bella: Þetta snýst um hvort við ætlum að þyggja efnið eða ekki.

Vilberg E.: Við eigum að þyggja efnið og hækka landið  en ekki sé þörf fyrir kappreiðabraut.

Þórhalla: Segist hafa punktað hjá sér það sem menn hafi talið hér upp. Stækkun til austurs: Ókostir : Of hátt landslag, mikið rask. Kostir: ókeypis efni og því ódýrari framkvæmd. Þrengir ekki að svæðinu.  Stækkun til vesturs: Ókostir: Þarf 500 rúmmetra af efni. Þrengir að svæðinu, mikill vatnságangur. Kostir: Betra samhengi við svæðið, betra til áhorfs.   Þórhalla segir sína skoðun þá að ekki eigi að fara í þetta rask, nema að stækkun til austurs verði fyrir valinu, þ.e sem framtíðarsýn.

Vilberg E.:Líst vel á að hafa áhorfendasvæði þar sem gerðið er nú, þ.e. sbr.hugmynd Önnu Bellu.  Með því að fylla inní hringinn sjálfan þá sé hægt að nota það t.d.sem gerði.

 

Fundarstjóri gerir nú 10 mín. kaffihlé á fundinum.

 

Anna Bella setur fundinn á ný og spyr hvort fundurinn sé tilbúinn að taka ákvörðun um að þyggja efnið?

Þórhalla: Hennar ósk er að fundurinn ákveði hvernig framtíðarskipan verði. Mikilvægt að koma girðingarmálum á hreint, kallað er eftir fleiri hólfum. Við þurfum að vinna saman að málunum. Spyr hvort fólk vilji hittast aftur eftir 2 vikur og kjósa um þetta mál?

Eiríkur: Engin ástæða til að halda annan fund, engar málalengingar. Mikilvægt að kllára þetta hér í kvöld.

Guðröður: Ekki draga þetta lengur.Leggur fram eftirfarandi tillögu: Ég undirritaður geri það að tillögu minni að greidd verði atkvæði í leynilegri kosningu hvort vallarsvæði skuli stækka í austur eða vesturs. Guðröður Hákonarson

Vilberg E.:  Telur stækkun til austurs betri kost. Þurfum kostnaðaráætlun, en mikilvægt að taka ákvörðun um í hvora áttina skuli stækkað.

Þórhalla: Hvort er í raun hagkvæmara ? Kallar eftir útskýringum verkkunnra manna.

Guðröður: Báðar tillögur hafa kosti og galla. Stækkun til vesturs: Mikið vatn ofl. Sem gerir framkvæmdirnar kostnaðarsasmar. Einnig mikið rask hér fyrir framan höllina ef stækkun yrði til vesturs. Telur því stækkun til austurs betri kost.

Ásvaldur:  Telur kostnað svipaðan hvað varðar stækkun til hvorrar áttar. Það þyrfti að koma vatnshalli ef stækkun til vesturs, en á móti fengjum við miklu betra vallarstæði m.t.t. áhorfenda.

Þórhalla les upp tillögu Guðröðar um leynilega kosningu um stækkun vallarsvæði og er hún samþykkt. Gengið til leynilegra kosninga.

Þórhalla kynnir úrslit kosninganna: Stækkun til austurs 13 atkvæði ; stækkun til vesturs 6 atkvæði.

Skv. þessu mun unnið að skipulagi þar sem stækkun yrði til austurs þegar í hana verði farið. Við munum þyggja efnið og nýta það.

 

Margrét Linda: Ekki þörf fyrir kappreiðabraut, heldur stærri hringvöll og og uppfylling í miðju hrings.

Vilberg: Tekur undir orð Margrétar Lindu.

Guðröður: Nota efnið m.a.til þess að jafna svæðið. Erfitt er að fylla miðjuna vegna drens í miðju, þyrfti að gerast í miklu frosti svo ekki verði skemmdir. Nota hluta efnisins til að slétta svæðið.

Þórhalla: Stjórn og vallarnefnd munu hittast fljótlega og forma hugmyndir.

 

 1. Girðingar og beitarreglur.

Þórhalla: Þurfum að vinna með vallarnefnd ætlum að fylgja niðurstöðu vinnufundarins(síðasta félagsfundar) og bæta við beitarhólfum

Ásvaldur: Vallarnefnd lét teikna girðingar fyrir u.þ.b.2 árum og gerð var þá kostnaðaráætlun sem hljóðaði uppá 350 þús.þá. Varpar einnig fram hugmynd um „moldar“ reiðveg innan svæðis neðan akvegar. Afhendir teikningar.

 1. Önnur mál:

Vilberg E.: Mikilvægt að klára hesthús og hólf f.neðan skemmu og einnig að gera gat í rýmið undir svalir og gera það aðgengilegt svo hægt sé að hafa hnakkageymslu og auðvelt að taka inn heyrúllur.

Guðbjartur: Lýsing utandyra mjög aðkallandi. Segir að hann og Helgi Vigfús séu tilbúnir að taka þátt í því verki.

Þórhalla: Fínt að fá svona ábendingar. Minnir á að alltaf hafi verið hægt að leygja stíur en leigan sé þó alltaf víkjandi fyrir viðburðum. Nú má leigja mánuð í senn. Hesthúsið hafi verið byggt með skammtímaleigu í huga.

Guðröður: Fagnar því að fólk bjóði sig fram til verka og segir að nú verði gengið í það að koma á lýsingu utandyra. Hvað leiguna varðar var hún alltaf hugsuð sem skammtímaleiga þannig að fólk geti verið þar með þjálfunarhross.

Vilberg E.: Það vantar hesthúsapláss í firðinum og má þá ekki nota hesthúsið í höllinni.

Þórhalla: Reglurnar voru gerðar strax í upphafi og hafa nú verið rímkaðar, en það má gjarnan benda á hverju má breyta.

Þórhalla: Reynir Atli hafði samband og er tilbúinn að koma á nýja árinu með námskeið og bað hana að kanna áhuga.

Guðbjörg : Spyr um beitarreglurnar .

Guðbjartur: Segi hann og Helga hafa girt lítið hólf fyrir sunnan höllina þar sem þeir voru beðnir að setja ekki inni í reiðgerðið, en þeir eru með síur á leigu í mánuð. Þeir gera sér grein fyrir að þetta sé víkjandi leiga. Finnst mikilvægt að fá að vita hvort þeir megi vera með slíkt hólf.

Eiríkur: Það þurfa að vera lausar stíur ef þarf.

Anna Bella: Fram til 31 des 2016 er hægt að leigja mánuð í senn. Þetta tryggir líf í húsið á dauðum tíma.

Guðröður: Stjórn Dalahallarinnar þarf að funda og gefa leyfi til að girða hólf fyrir þau hross sem eru í stíum.

Vilberg E.: Í upphafi var rætt um að hægt væri að vera með tamningahross í stíum.

Eiríkur: Af hverju má ekki setja niður girðingar.

Þórhalla: Beitarreglurnar voru gerðar af ákveðnum ástæðum, en miklir árekstrar urðu á svæðinu vegna þessa. Ósk félagsmanna voru stærri afgirt beitarhólf.

Eiríkur: Mikilvægt að komast að niðurstöðu vegna beitarregla.

Þórhalla: Á síðasta félagsfundi (vinnufundur) komu fram tillögur um fastar, varanlegar og góðar girðingar umhverfis beitarhólf. En komast þarf að niðurstöðu.

 

Fleira ekki rætt og slítur fundarstjórifundi kl. 22.10

 

 

                                                       

 

 

 

 

 

 

Stjórnarfundur haldinn 17.10.2016 kl.18

Mættar Þórhalla, Sigurborg, Anna Bella, Margrét Linda, Rósa Dögg og Vilborg sem ritar fundargerð.

 1. Nýja deiliskipulagið. Umræður og athugasemdir. Verður til kynningar og umræðu á  félagsfundi eftir viku.
 2. Stækkun vallarins. Vallarnefnd hefur látið hæðarmæla völlinn og ekki er hæðarmunur í vestur, en 1 ½ m í austur (þ.e. 60 cm púði undir og svo 90 cm yfirlag). Verður til kynningar og umræðu á félagsfundi eftir viku.
 3. Kaup á stólum í félagsaðstöðu. Sigurborg mun kanna hvort tilboð sem við fengum í vor standi ennþá og ef svo er  þá munu verða pantaðir 30 stólar, en stjórnin hefur aflað styrkja til þeirra kaupa.
 4. Frekari styrkumsóknir í menningar-og styrktarsjóð SÚN og svo einnig í Sprett ræddar og formaðar.
 5. Hljóðeinangrun í félagsaðstöðu. Hugmyndir ræddar. Anna Bella ætlar að kynna sér hvað best sé að gera.
 6. Eldhúsaðstaða í félagsaðstöðu. Mikið atriði að koma upp uppþvottavél, en slíkt skiptir miklu máli þegar um útleigu er að ræða.
 7. Dalahallarmarkaðurinn. Rósa Dögg upplýsir að byrjað sé að bóka borð. Munum fara í það að hafa samband við þá sem komið hafa með skemmtiatriði og kanna áhuga þeirra að koma fram hjá okkur 26.nóv. n.k..

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 19.40

 

 

 

Stjórnarfundur haldinn í Dalahöllinn þann 03.október 2016 kl.20.

Á fundinn eru einnig boðaðir fulltrúar vallarnefndar.

Mættar úr stjórn :  Þórhalla, Sigurborg, Erla Guðbjörg, Anna Bergljót og Vilborg sem ritar fundargerð.

Frá vallarnefnd mættir : Ásvaldur Sigurðsson og Sigurður Sveinbjörnsson.

Þórhalla setur fundinn og býður fulltrúa vallarnefdar velkomna.

Aðalefni fundarins að fara yfir teikningar og hugmyndir sem komið hafa fram um möguleika á  stækkun  keppnisvallarins, hvort hagkvæmara sé að stækka (ef til þess kemur) í vestur eða austur.  Þetta mál tekið fyrir núna vegna þess að félaginu býðst efni sem grafið hefur verið út úr Norðfjarðargöngunum. Spurningin er hvort það efni sé nýtanlegt og hvort ráðlegt sé eða þörf á að fara í þessar framkvæmdir eða hvort efnið myndi nýtast okkur á annan hátt.  Stjórn vill í framhaldi af síðasta félagsfundi þar sem félagsmenn unnu saman í hópum að tillögugerð fyrir vallarsvæðið, halda annan félagsfund um þau mál.

Málið rætt og reifað frá ýmsum sjónarhornum. Skoðun vallarnefndar er að ef til stækkunar vallarins kemur skuli það verða í vestur og færa þeir fyrir því ýmis rök.  Eins telja þeir þetta efni sem okkur býðst ekki nothæft til vallargerðar. Niðurstaða fundarins er að fresta allri ákvaðanatöku um þetta mál um tíma.  Ásvaldur mun tala við Marinó hjá Fjarðabyggð um teikningu af vellinum  með hæðapunktum o.fl. Svo hægt sé að gera kostnaðaráætlun sem og fasta skipulagsáætlun fyrir völlinn til framtíðar.

Þórhalla þakkar vallarnefnd fyrir komuna og er fundi svo slitið kl. 21.20

 

 

 

Almennur félagsfundur haldinn þann 22.september 2016 kl.20 í félagsaðstöðu Blæs í Dalahöllinni.

Mættir eru 13 félagar

Þórhalla setur fund og býður félaga velkomna.

Gengið til auglýstrar dagskrár.

 1. Framtíðarsýn Blæs. Vilborg Stefánsdóttir ritari Blæs með framsögu þar sem hún veltir upp ýmsum spurningum varðandi stöðu Blæs og hvernig fólk vilji sjá framtíð félagsins. Umræður að erindi loknu.
 • Í framhaldi af þessu kemur Irena Clemmensen upp og lýsir vandræðum sínum um að fá hesthúsapláss og möguleika sína á að halda hestunum vegna þessa. Spyr hvort möguleiki sé á að leigja stíur til lengri tíma í Dalahöllinni.Ekki kemur til þess því  þessi mál leysast farsællega á fundinum.  
 • Umræður um mögulega notkun og leigu á stíum í Dalahöllinni og mikilvægi þess að marka þar klára stefnu.

 Nú er gert kaffihlé og fundarmönnum skipt upp í 3 hópa sem allir eiga að taka fyrir og koma með tillögur fyrir framtíðarskipan félagssvæðisins.

 1. Skipulag svæðisins:
 • Beitarhólf og beitarmál
 • Hólf og sleppigerði
 • Reiðgerði
 • Stækkun reiðvallar

Að loknu hópastarfi kynna hóparnir niðurstöður sínar og skila til fundarstjóra svo stjórnin geti haft þær til hliðsjónar þegar til framkvæmda kemur.

 1. Dalahallarmarkaðurinn.  Rósa Dögg sem hefur veið í forsvari fyrir markaðinn undanfarin ár segir vilja til að hafa markaðinn áfram. Markaðurinn hafi haslað sér völl í undirbúingi jólanna. Fyrirkomulag það sem var s.l.ár hafi reynst vel og nú þurfi að ákveða dag. Hún vonast eftir að sem flestir félagar sjái sér fært að leggja hönd á plóginn við uppsetningu, undirbúning og framkvæmd markaðarins.
 2. Önnur mál. Bjarni Aðalsteinsson tekur til máls og vill leggja áherslu á mikilvægi þess að hafa fundi stutta og hnitmiðaða. Það sé skilvirkara og það hafi þessi fundur verið. Auk þess finnist honum ekki rétt að fresta ákvörðun um dagsetningu markaðarins heldur ákveða hana hér og nú svo hægt sé að hefja auglýsingar og undirbúningsstarf.

Dagsetningin ákveðin og verður Dalahallarmarkaðurinn haldinn laugardaginn 26.nóvember n.k..

 

Fleira ekki rætt og þakkar Þórhalla félagsmönnum fyrir góðan og gagnlegan fund.

Fundi slitið kl.22

Vilborg Stefánsdóttir ritari

 

 

 

 

Sameiginlegur fundur stjórna hestamannafélasins Blæs og Dalahallarinnar ehf. haldinn á Hotel Hildibrand föstudaginn 16.sept.2016 kl.16

Úr stjórn Blæs mættar: Sigurborg Hákonardóttir, Þórhalla Ágústsdóttir (einnig í stjórn Dalahallarinnar), Margrét Linda Erlingsdóttir, Erla Guðbjörg Leifsdóttir og Vilborg Stefánsdóttir sem ritar fundargerð.

Úr stjórn Dalahallarinnar mætt Guðröður Hákonarson og Rósa Dögg Þórsdóttir (sem jafnframt er varamaður í stjórn Blæs).

 1. Farið yfir þær framkvæmdir við Dalahöllina sem þarf að ljúka sem fyrst
 • Bera fúavörn á grindverk á útisvölum
 • Kaup á húsgögnum
 • Uppsetningu uppþvottavélar og frágangi tengdum því verki
 • Brunavarnarmál
 • Ljósastaur utandyra

 

 1. Árlegur framkvæmdastyrkur frá Fjarðarbyggð. Vegna endurnýjunar hans þurfum við að senda ársreikninga 2015 sem og aðalfundargerð. Sigurborg og Vilborg taka það mál að sér.
 2. Borist hafa fyrirspurnir til formanns Blæs sem heyra þó frekar undir stjórn Dalahallarinnar og er hér með komið á framfæri, fyrirspurnir þessar eru frá 2 félagsmönnum:
 • Er hægt að fá leigðar 2 stíjur um einhverra vikna skeið fyrir áramót og þá á viðráðanlegu verði?
 • Er hægt að fá rýmið undir svölunum leigt um óákv.tíma?

Mun stjórn Dalahallarinnar afgreiða þessi mál sem fyrst og svara viðkomandi.

 1. Skipulag  Kirkjubólseyra: Þurfum að fullvinna það skipulag. Einnig þufum við að klára frágang við mönina og sá í hana næsta vor.
 2. Almennur félagsfundur næsta fimmtudag. Dagskrá hans skipulögð.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 17:30

 

 

 

 

 

 

Stjórnarfundur haldinn 07.september 2016 í Dalahöllinni kl. 16.30

Mættar eru: Þórhalla, Sigurborg, Vilobrg og Erla Guðbjörg.

 1. Beitarmál og girðingar
 2. Deiliskipulag svæðisins og boðun félagsfundar fimmtudaginn 22.09.2016 kl.20 um þau mál. Gera þarf fundarboð og dreifa til félagsmanna.
 3. Gerður verkefnalisti yfir það sem þarf að koma í framkvæmd sem fyrst í félagsaðstöðunni ofl..

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalfundur hestamannafélagsins Blæs haldinn í Dalahöllinni 17.03.2016

Mætt eru  5 stjórnarmeðlimir og 4 félagsmenn.

 1. Þórhalla Ágústsdóttir formaður félagsins setur fundinn kl.20.05 og stingur upp á Önnu Bergljótu Sigurðardóttur sem fundarstjóra og Vilborgu Stefánsdóttur sem fundarritara og er það einróma samþykkt.

Anna Bergljót tekur nú við stjórn fundar og gengið er til dagskrár.

 1. Innganga nýrra félaga.  Eftirtaldir æskja inngöngu í félagið:
 • Hrönn Ámundadóttir
 • Guðni Jón Árnason
 • Ástrós Diljá Kjartansdótir Zöega
 • Sædís Embla Jónsdóttir
 • Halldóra Guðrún Kjartansdóttir Zöega
 • Hrefna Ágústa Marinósdóttir

Innganga þeirra samþykkt með lófaklappi.

Úrsögn úr félaginu:

 • Sigurlaug Þórdís Hjálmarsdóttir
 • Hjörvar Moritz
 • Sgrún Júlía Geirsdóttir
 • Rut Hafliðadóttir

 

 1. Skýrsla stjórnar. Formaður Blæs Þórhalla Ágústsdóttir les skýrsluna. Þar kemur m.a. fram að starfsárið hjá stjórninni hafi verið nokkuð annasamt. Fastir fundir haldir mánaðarlega auk funda með fulltrúum nefnda og almennra félagsfunda. Það sem helst var á dagskránni var undirbúningur nýs deiliskipulags sem unnið var í samráði við stjórn og síðan lagt fyrir almennan félagsfund. Þóttu ýmsir gallar á skipulaginu og eins og áður eru Blæsfélagar ósáttir við að skipuleggja blandaða búfjárbyggð við hliðina á Dalahöllinni. Síðan haldinn félagsfundur með fulltrúum Fjarðabyggðar þar sem málin voru rædd en ekki fékkst nein niðurstaða enda ýmislegt óljóst á þessum framkvæmdatíma  við göngin. Einnig óljóst hvar afleggjarinn að svæðinu muni liggja. Fastir liðir voru á sínum stað í starfsemi félagsins s.s. mót, kvennareið, haustferð, æskulýðsdagar, fjórðungsmót ofl. Þá stóð félagið fyrir reiðnámskeiði í vetur og var Reynir Atli fenginn til að kenna. Það hefur verið mjög vel sótt og því var ákveðið að bæta við einni helgi í apríl.  Þá kom formaðurinn inná að niðursveifla sé í hestamennsku á landsvísu og við ekki farið varhluta afþví.  En í litlu félagi sem okkar skipti miklu að allir standi saman og taki virkan þátt í félagsstörfum. Við eigum frábæra aðstöðu og því ættum við að horfa bjartsýn fram á vegin og það er undir okkur sjálfum komið að taka þátt í mótum og viðburðum hjá félaginu. Stjórnin þakkar fyri gott starfsár og setur stefnuna á frábært starfsár 2016.
 2. Reikningar félagsins lagðir fram.  Margrét Linda gjaldkeri skýrir þá. Í ár setti Deloitte upp efnahagsreikning fyrir félagið. Það sem er helst er að skuldabréfið sem tekið var vegna Dalahallarinnar er nú uppgreitt. Einnig er rafmagnskostnaðurinn kominn yfir á Dalahöllina. Hagnaður ársins er rúm 100 þús (að öðru leiti vísast í ársreikning).

 

Skýrsla stjórnar og reikningar félgasins borin undir atkvæði. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

 1. Formenn nefnda gera grein fyrir störfum nefnda sinna á liðnu ári.
 • Skemmtinefnd. Hélt Þorrapartý sem heppnaðist vel.
 • Mótanefnd. Enginn fulltrúi frá henni mættur.
 • Útreiðanefnd. Stóð fyrir Gamlársreið, Páskareið, Vornæturreið, Kvennareið, en ekki  var hægt að fara í gamlársreið síðast vegna skemmda á reiðveginum eftir mikli vatnsflóð.
 • Reiðveganefnd. Var búin að hreinsa ræsi og leggja rör, en allt skemmtidst þetta í flóðunum. Nefndin hefur sóttum styrk til vegagerðarinnar til frekari endurbóta því reiðvegurinn er mjög mikið skemmdur á mörgum stöðum. Engin svör hafa komið frá Vegagerðinni ennþá. Það kostaði 250 þús að opna hann eftir flóðin svo hægt væri að nýta hann.   Þórhalla upplýsir að hún og Hjálmar hafi farið á fund með fulltrúum frá Viðlagasjóði og gert skýrslu um þær skemmdir sem um ræðir. Var þetta allt sent til Alþingis, en þar verður ákv. Hvort tjónið skuli bætt. Fulltrúar Fjarðabyggðar töluðu um að vera okkur innan handar með tæki og tól til viðgerðanna þegar þar að kemur. Umræður um hver eigi að sjá um ræsið við flugvöllinn.
 • Firmanefnd. Firmamótið gekk ágætlega og þau fyrirtæki sem hringt voru jákvæð í okkar garð.
 • Æskulýðsnefnd. Haldið hefur verið uppi öflugu æskulýðsstarfi og hafa verið aldursskiptir hittingar. Ekki auðvelt að finna tíma fyrir slíkt því mikil samkeppni er um tíma krakkanna. Reiðnámskeið hafa verið mjög vel sótt. Æskulýðsdagarnir gengu vel.  Íþróttamaður Blæs 2015 Elísabet Líf Theodórsdóttir er úr röðum æskulýðsdeildarinnar. Æskulýðsdeildin naut góðra styrkja frá SÚN og Spretti og fór í fjáraflanir eins og t.d. sölu á bláu fjöðrinni.
 • Kaffinend. Sá um vetingasölu á nær öllum viðburðum félagsins.

 

 

 1. Kosning stjórnar. Þórhalla formaður Blæs talar fyrir hönd stjórnar og segir hluta af stjórinni sé tilbúinn að sitja áfram í aðalstjórn, en það eru Þórhalla, Margrét Linda, Sigurborg og Erla Guðbjörg sem varamaður. Úr stjórn ætla að ganga Guðbjörg, Hafrún og Vilborg.  En illa hefur gegnið að manna stjórnina og því hafi Vilborg ákveðið að sitja áfram.  Á fundinum bjóða Anna Bergljót og Rósa Dögg sig fram í stjórn. Og telst því stjórnin fullmönnuð.
 2. Kosning nefnda og endurskoðenda.
 • Endurskoðendur kosnir Jón Björn og Hjálmar Einarsson
 • Skemmtinefnd. Enginn boðið sig fram og er því felld niður og mun stjórnin taka yfir störf nefndarinnar.
 • Mótanefnd. Nefndin í heild sinni ekki tilbúin til að sitja áfram. Sigríður Helga Þórhallsdóttir er tilbúin að koma í nefndina og  mun stjórn aðstoða hana við að finna sér samstarfsfólk.
 • Firmanefnd. Margrét Linda gjaldkeri er sjálfkjörin formaður nefndarinnar og Hafún Eiríksdóttir hefur einnig gefið kost á sér í nefndina sem og Sigríður Helga Þórhallsdóttir og Guðbjartur Hjálmarsson. Þeim falið að finna sér samstarfsfólk.
 • Útreiðanefnd. Þeir sem í henni voru gefa ekki kost á sér og er stjórninni falið að manna nefndina.
 • Vallarnefnd. Gert er ráð fyrir að Ásvaldur og Sigurður sitji í henni áfram.
 • Reiðveganefnd. Mönnun óbreytt utan að að Ingólfur Arnarson gengur úr nefndinni.
 • Æskulýðsnefnd. Situr óbreytt, nema hvað Jón Björn  gefur ekki kost á sér áfram.
 • Kaffinefnd. Situr óbreytt.

 

 

 1. Önnur mál.
 • Umræður um sameiginlegar útreiðar eins og voru á sunnudögum hér áður.

Fleira ekki rætt og slítur fundarstjóri fundi  kl. 21.36

 

 

 

Stjórnarfundur haldinn 04.febrúar 2016 í Dalahöllinni.

Mættar eru : Þórhalla, Guðbjörg, Sigurborg, Erla Guðbjörg, Margrét Linda og Vilborg sem ritar fundargerð.

 1. Farið yfir reikningsyfirlit á 1707. Nokkur innlegg án skýringa og öll lág. Reynast vera innlegg fyrir kaffisölu á mótum.
 2. Aðalfundur ákv. 10 mars n.k. Aðalfundarboð ásamt fréttabréfi verða borin út til allra félaga á næstu dögum.
 3.  Komandi stjórn Blæs. Tilbúnar til áframhaldandi setu í stjórn eru Þórhalla, Margrét Linda og Sigurborg. Erla Guðbjörg, Guðbjörg og Vilborg gefa ekki kost á sér áfram í stjórn. Munum hvetja karlpeninginn í félaginu til að taka þátt í stjórn.
 4. Þurfum að kanna hjá formönnum nefnda hverjir eru tilbúnir að sitja áfram.
 5. Nýjir félagar í félaginu sem eftir á að bera upp á félagsfundi eru:
 • Hrönn Ámundadóttir
 • Guðni Jón Árnason
 • Ástrós Diljá Kjartansdóttir Zoega
 • Sædís Embla Jónsdóttir
 1. Æskulýðsstarfið er komið í gang og fyrsta hittingi hestakrakka lokið.
 2. Skemmtikvöld framundan og undirbúningur vel á veg kominn. Verður það Þorrapartý.

Fleira ekki rætt og fundi slitið.

 

 

Almennur félagsfundur haldinn 25.01.2016 kl.18.30 í félagsaðstöðu Blæs  í Dalahöllinni.

Gestir á fundinum eru fulltrúar frá Fjarðabyggð þeir:  Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Valur Sveinsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Aðalefni fundarins er tillaga frá Fjarðabyggð að deiliskipulagi blandaðrar byggðar fyrir frístundabúskap á Kirkjubólseyrum, en áður hafði almennur félagsfundur hjá Blæ haldinn þann 12.10.2015 samþykkt tillögu þar sem blandaðri byggð á þessu svæði var alfarið hafnað og var tillagan afhent Fjarðabyggð í nóvember s.l..

Þórhalla Ágústsdóttir formaður Blæs setur fundinn og tekur að sér fundarstjórn. Hún býður fundarmenn og sérstaklega fulltrúa Fjarðarbyggðar velkomna.  Kynnir hún tilefni fundarins, sem er tillaga að deiliskipulagi blandaðrar frístundabyggðar á Kirkjubólseyrum og býður fulltrúum Fjarðabyggðar að hefja fundinn og skýra deiliskipulagið frá sínu sjónarhorni.

Jón Björn tekur fyrstur til máls og rekur hann í stuttu máli forsögu þessa máls og upphaf skipulags á frístundabúskapsbyggðum í Fjarðabyggð. Skortur hafi verið á slíku skipulagi en áhugi fyrir hendi og vilji hjá sveitarfélaginu að bjóða uppá þess konar byggðir. Á Reyðarfirði og Fáskúðsfirði er blönduð byggð staðreynd en á Eskifirði er einungis um hesthúsabyggð að ræða. Hér hafi í upphafi verið rætt um þann kost að byggja yst á svæðinu en það fallið í grýttan jarðveg og því hafi núverandi kostur verið útfærður. Vinnubúðir verktaka í göngunum munu fara og þar opnast ákv. möguleiki á fjölgun lóða en Kirkjuból sem það land tilheyrir er í leigu og það gerir málið flóknara.

Valur: Í núverandi skipulagi er gert ráð fyrir 100 m. helgunarsvæði frá vegi, en það mun breytast í 50 m. Vegagerðin mun þurfa að breyta afleggjara að Dalahöllinni vegna hæðarmismunar og mun það breyta aðkomu að svæðinu okkar öllu. Þetta er í vinnslu hjá Vegagerðinni.

Bæði Valur og Jón Björn ítreka að ekkert af þessu sé frágengið við Vegagerðina og því ekki hægt að slá neinu föstu hvað varðar breytingar.

Guðbjörg Friðjónsdóttir spyr hvort ekki sé rétt skilið að með þessum breytingum (aflíðandi beygju) muni áætlað beitarhólfsland verða klippt í sundur  og svarar Valur því játandi.

Þórhalla bendir á að þá sé varla hægt að klára umræður um deiliskipulag fyrr en þetta er allt í höfn.

Sigurður Sveinbjörnsson mótmælir algjörlega blandaðri frístundabyggð á svæðinu. Ekki sé nægilegt beitarland fyrir slíka byggð.

Vilberg Einarsson spyr hvort einhver stefna hafi verið mörkuð varðandi Kirkjuból í framtíðinni, þar sem það sé eign sveitarfélagsins.

Páll Björgvin bæjarstjóri segir samninginn við Kirkjuból erfðafestan og óuppsegjanlegan.

Guðröður bendir á að þetta sé ekki fyrsta mótmælatillaga frá Blæ varðandi blandaða byggð, slík tillaga hafi verið send inn fyrir um 2 árum og önnur nú. Hann segir allt of þröngt í kringum Höllina fyrir annað en hross. Hann bendir á að það sé þröngsýni að skipuleggja aðeins 10 lóðir til framtíðar þó svo að vinnubúðirnar fari. Finnst skipulagið á teikningu skrítið og segir að í eðlilegu skipulagi hefði verið reynt að losna við lækinn og veita honum annað, en í stað þess er hann settur í stokk til að koma hesthúsunum fyrir. Í ljósi nýliðinna vatnsflóða geti þetta varla talist skynsamlegur kostur. Hann segist hafa heimildir fyrir því að þar sem efri lóðirnar séu teiknaðar séu  um 4 m ofan á fast. Þar að auki sé aðalvatnslögn Norðfjarðar undir 3 teiknuðum lóðum.   Þær 2 lóðir sem næstar eru Höllinni verði líklega þær lóðir sem fara fyrst og þar sem reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“ gildi við svona útboð er ekki öruggt  að það verði hesthús sem næst Höllinni standa. Hann segir mótmæli sín og annarra hestamanna gagnvart blandaðri byggð ekki gerð af neinum illindum, heldur sé einfaldlega ekki nægilegt pláss á svæðinu fyrir svona byggð.

Sigurður Sveinbjörnsson segir að það sé augljóst að neðri lóðirnar séu fýsilegri kostur og þess vegna verði sótt í þær fyrst og ekki sé útséð um hvort þar verði þá reist hesthús eða fjárhús, þar sem svo virðist sem fyrirspurnir varðandi hvort tveggja hafi ratað til Fjarðabyggðar.

Valur segir að  hönnun deiliskipulagsins sé bundin af plássleysinu á svæðinu.

Anna Bergljót spyr hvort hægt sé að færa Norðfjarðarána til  þar sem hún rennur núna  fyrir neðan Höllina og sé oft eins og beljandi stórfljót og þá hættusvæði þegar börn eru á svæðinu á vegum félagsins.

Guðröður segir að skv.teikningunni séu hesthúsalóðirnar nær ánni en Höllin  og að alltaf hafi verið talað um að fara á ská innúr. Ítrekar að ekki sé nægilegt landrými fyrir blandaða byggð og bendir á að þetta sé íþróttamannvirki og hvergi nema hér sé slíkt mannvirki.

Vilborg segist styðja skoðun Guðröðar hvað varðar plássleysi og biður bæjaryfirvöld að sýna því skilning að þetta sé íþróttasvæði, það eina sinnar tegundar í Fjarðabyggð  og verði að fá að njóta sín sem slíkt.

Eiríkur Sörensen spyr hví Fjaðabyggð hafi ekki tryggt sér land fyrir blandaða byggð þar sem nægilegt land/jarðir hafi verið til sölu undanfarin ár.

Jón Björn svarar því að þetta land sem skipulagt hafi verið sé landið sem Fjarðabyggð hefur.

Sigurborg Hákonardóttir bendir á að ef þetta sé íþróttasvæði þá sé það fallegra svæði en blandað búsvæði og það hljóti líka að vera akkur í því. Og þar sem við vitum ekki hvernig vegurinn muni liggja þá væri skynsamlegast að láta tímann vinna með okkur og byrja bara með 2 lóðir sem yrðu skilgreindar sem lóðir fyrir hesthús þar sem nú þegar bíði aðilar eftir byggingarlandi.

Guðröður ítrekar að við viljum ekki  blandaða byggð og það verði sveitarfélagið að skilja. Hann spyr einnig hvort það sé rétt að það sé búið að taka prufuholur á efri lóðunum og hvort ásættanlegt sé að byggja ofaná vatnslögn.

Páll Björgvin spyr hvers vegna þetta fari svona illa saman fjár-og hesthús?  Og spyr hvort margir bíði eftir að fá að byggja hesthús.

Sigurður Sveinbjörnsson áréttar að það sé enginn á móti frístundabúskap með fé, en hann rúmist bara ekki á því litla svæði sem við höfum. Hann segir að sennilega séu 2 aðilar ákveðnir að byggja á svæðinu. Hann segir þó að nær væri að hestamannafélagið og sveitarfélagið kæmu að byggingu húss svo fólk gæti leigt stíur en þurfi ekki eins og nú er að reyna að komast að hjá bændum í sveitinni.

Vilberg segir ágang sauðfjár nógu mikinn þó ekki sé verið að auka á hann og sér finnist merkilegt að  sá sem fær sér sauðfé þurfi ekki einu sinni að eiga land. Hann geti bara sleppt fé sínu lausu sama hvert það leiti.

Þórhalla segir að það sem komið hafi fram hjá félagsmönnum í aðdraganda þessa fundar sem aðalástæða fyrir höfnun á blandaðri byggð sé plássleysi á svæðinu og alla vega 2 aðilar sem bíða eftir að geta hafið byggingu hesthúsa.

Eiríkur Sörensen spyr hve margar umsóknir liggi fyrir frá „rollukörlum“

Páll Björgvin og Jón Björn staðfesta að það séu 3 slíkar umsóknir.

Guðröður segir að sér finnist deiliskipulagið ákaflega illa unnið. Hann spyr af hverju séu svona margir vankantar á skipulagi sem lengi sé búið að vera í vinnslu? Það sé ljóst að hér sé nánast ekkert pláss og ítrekar að þetta sé eina íþróttamannvirki hestamennsku í Fjarðabyggð og að Blær sé eina hestamannafélagið í Fjarðabyggð sem sé vel starfandi. Hann ítrekar að ef um nægilegt landrými væri að ræða þá væri þetta ekkert mál og þá gætum við auðveldlega sett hér niður blandaða byggð. Þetta plássleysi sé ekki fyrir hendi í öðrum hesthúsabyggðum í Fjarðabyggð.

Valur segir að það sé ágreiningur um hvort  við getum fengið landið innan við lækinn  en það sé land frá Kirkjubóli.  Hvað varðar lóðirnar þá eru efri lóðirnar klárlega dýrari, ekki yrði byggt ofan á vatnslögnina þó hún lægi undir lóðunum. Einnig væri vel mögulegt að koma læknum í burtu. En 50 m helgunarlína frá vegi sé í lögum og því verði ekki breytt.

Þórhalla segir ljóst að skoðun beggja aðila sé að plássið sé of lítið og spyr hvernig bregðast megi við þeim vanda öðruvísi en að nota það litla svæti sem til ráðstöfunar er eingöngu undir hesthús.

Guðbjörg bendir á að ekki vilji fólk sem spilar golf hafa rollur á golfvellinum og sama gildi um okkur, við viljum ekki hafa þær hlaupandi um svæðið t.d. í keppni. Hún segir að í vatnavöxtunum fyrir stuttu hafi ekki munað miklu að lækurinn bryti sér leið inn í reiðhöllina en það hafi sloppið til. Það sé því mjög hæpin hönnun að hafa hann eins og hann er í dag.

Páll Björgvin spyr hvort hægt sé að skapa meira rými.

Sigurborg bendir á að þar sem vinnubúðirnar séu sé ekki ræktarland svo ekki sé verið að ganga á landnytjar ábúanda Kirkjubóls.

Vilberg spyr hvort þeir sjái ekki sérstöðu þessa svæðis. Hér hafi átt sér stað margra ára uppbygging og þróun.

Jón Björn segir bæinn hafa stutt hestamennskuna hér mjög vel t.d. með fjárframlögum, en hvort sveitarfélagið ætti að koma að byggingu hesthúss sé svo annað mál. Hvað sauðkindina varðar þá sé lausaganga búfjár leyfð og ekki vel við það ráðið hvert féð leitar. Segir einnig að ekki séu allir hestamenn íþróttamenn heldur sumir aðeins í áhugamennsku.

Guðröður segir að í báðum ályktununum frá Blæ til bæjarins varðandi blandaða byggð komi fram  að ekki sé pláss fyrir slíkt.  Ljóst sé að það séu 2 aðilar sem  bíða eftir að geta farið að byggja hesthús og hann myndi gjarnan vilja sjá eina lóð sem lengju þar sem margir yrðu um húsið og þannig gætu margir fengið pláss yfir sín hross. Hans skoðun er að ef fólk vill hefja búskap, þá eigi það bara að kaupa sér land. Segist eiga land sem hann geti afhent bænum undir fjárhúsabyggð. Það land sé nálægt golfvellinum.

Vilberg bendir á að það þurfi framtíðarsýn og honum finnst ekki sú sýn hafa verið til staðar t.d. þegar hesthúsin voru færð á Eskifirði og þau séu nú staðsett á miklu vandamálasvæði.

Sigurborg spyr hvað lóð kosti og hvort sá sem kaupir þurfi að borga bæði fyrir lóð og aðgengi.

Valur svarar því að ekki séu greidd gatnagerðargjöld og ekki fráveitugjöld. Byggingargjald sé greitt og mat á húsi sé  hlutfall af fasteignamati og svo lóðagjald.

Anna Bella ítrekar spurningu sína um hvort hægt sé að breyta farvegi árinnar.

Valur segir að endanlegur frágangur á farvegi árinnar verði  að gerast í samvinnu við Veiðifélagið sem Guðröður veitir formennsku.

Þórhalla lokar nú mælendaskrá og bendir á í ljósi orða hér á undan að allir þeir sem stundi hestamennsku séu íþróttamenn þó svo þeir keppi ekki alveg eins og þeir sem fari t.d.  í íþróttahúsið til að taka þátt í íþróttum þó svo þeir hyggi ekki á keppni.

Niðurstaða fundarins er sú að fulltrúar Fjarðarbyggðar munu hafa samband við formann/stjórn Blæs þegar skýrist hvernig og hvenær Vegagerðin stendur að sínum breytingum og framkvæmdum

Fundi slitið kl. 19: 57

 

Sameiginlegur fundur stjórna Blæs og Dalahallarinnar 14.des 2015

. Fundurinn er haldinn í félagsaðstöðunni í Dalahöllinn kl.18.

Mættar eru: Þórhalla, Guðbjörg, Sigurborg, Rósa Dögg og og Vilborg sem ritar fundargerð

 1. Formaður  upplýsir að þær áhyggjur sem sumir félagsmanna hafi haft af því að reiðvegurinn muni ekki verða samfelldur innúr séu óþarfar.  Tengingin mun verða á móts við Neðri-Skálateig þó svo hann sé ekki þannig á þessum tímapunkti. Einnig mun reiðvegurinn verða í 6-8 m.fjarlægð frá akveginum eins og staðlar gera ráð fyrir, en einhverjir félagsmenn munu hafa haft áhyggjur af því að hann yrði of nálægt akveginum
 2. Snjóruðningur. Samningar í höfn. Umræður um hvort skynsamlegt sé að skrá moksturinn á Dalahöllina ehf. vegna virðisaukaskatts.
 3. Fjáraflanir. Gengið hefur vel hjá okkur í fjáröflunum, þökk sé duglegu fólki. Þannig gaf Dalahallarmarkaðurinn um 135 þús. Æskulýðsdeildin seldi þar einnig fyrir um 135 þús og svo fengum við 150 þús fyrir að hafa umsjón með kaffihlaðborðinu á afmælisfagnaði Egils rauða.
 4. Styrkumsóknir úr menningar og styrktarsjóði SÚN. Ákv.að sækja um vegna félagsaðstöðu og einnig til æskulýðsdeildar. Þórhalla formaður tekur að sér að fullgera umsóknirnar og senda okkur hinum þær til yfirlestrar.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.19.00

 

 

Almennur félagsfundur haldinn í Dalahöllinni 12.10.2015

Mættir eru samtals 18 félagar að stjórn meðtalinni.

Þórhalla formaður Blæs setur fundinn kl. 20:40 og þar sem enginn fundargesta er tilbúinn að taka að sér fundarstjórnina býður hún sig fram til þess embættist og stingur uppá Vilborgu sem fundarritara. Fundarmenn samþykkja þessa tilhögun.

Fundarstjóri fer nú yfir dagskrá fundarins sem er skv.fundarboði:

 1. Félagsstarfið
 2. Drög að skipulagi hesthúsa og búfjársvæðis á Kirkjubólseyrum ( Gögn þess efnis fylgdu fundarboði)
 3. Önnur mál

Gengið er til dagskrár fundar.

 1.  Félagsstarfið. Formaður spyr hvernig félagar sjái fyrir sér félagsstarfið í vetur, hvort áhugi sé fyrir fræðslufyrirlestrum, skemmtanahaldi ofl.. Hvort tillögur séu um fjáraflanir?

Hún greinir einnig frá að  samfélagssjóður Alcoa hafi samþykkt styrkumsókn félagsins til þess að halda reiðnámskeið þar sem fólki sem ekki ætti reiðskjóta gæfist einnig kostur á að taka þátt. Segir að útfæra eigi þetta námsekiðsfyrirkomulag nánar.

                Fundarstjóri gefur nú orðið laust svo hvað þetta málefni varðar.

 • Írena Fönn kemur í pontu og segir sína ósk vera framhald af knapamerkjanámskeiðum, en knapamerki 1 og 2 er lokið nú þegar.
 • Þórhalla formaður og fundarstjóri svarar þessu og segir að stefnan sé að hafa framhald á þessu sé þátttaka næg. Tímasetning hafi þó ekki verið ákveðin.
 • Rósa Dögg spyr fundinn hvort áhugi sé fyrir að halda áfram með jólamarkaðinn í Dalahöllinni á þeim nótum sem hann hefur verið sem n.k. samfélagsverkefni eða breyta honum og gera hann að markvissri fjáröflun fyrir félagið. Eru félagsmenn hvattir til að bjóða sig fram því mikil vinna sé falin í undirbúningi og frágangi auk vinnunnar við markaðinn sjálfan.  Fólk er nú beðið að rétta upp hönd sé það viljugt að koma að þessu verkefni. Meiri hluti fundarmanna segist tilbúinn.
 • Á sama hátt er kannaður hugur fundarmanna til fyrirlestra og að koma að fjáröflunum fyrir félagið og í báðum tilfellum réttir meiri hluti fundarmann upp hönd.
 • Vilborg kemur í pontu og bendir á mikilvægi þess að félagar taki þátt í fjáröflunum og nefnir sem dæmi aðkomu félagsins að Eistnaflugi með vinnum við vaktir og þrif á Nesskóla. Þessi fjáröflun gaf félaginu 280 þús.krónur.

 

 1. Drög að deiliskipulagi. Þórhalla rekur nú þá forvinnu sem farið hefur fram sem samvinna fulltrúa Fjarðarbyggðar og stjórnar Blæs á deiliskipulagi því sem lagt er nú fyrir fundinn. Hún ítrekar að enn sé allt opið hvað athugasemdir varðar og því sé mikilvægt að fólk komi með tillögur og athugasemdir áður en þetta fari fyrir næsta fund hjá sveitarfélaginu.
 • Ásvaldur:  Fagnar því að þessi vinna sé komin í gang. Finnst þó þrengja að Höllinni með þessu skipulagi, hefði heldur viljað sjá byggt lengra í vestur og  lóðir allar í einni línu, þ.e. austur-vestur línunni.
 • Þórhalla: Skv.núverandi deiliskipulagi má ekki byggja lengra í vestur þar sem vinnubúðir vegna Norðfjarðarganga kæmu þar inná. Þegar vinnubúðirnar eru farnar má gera breytingar á skipulaginu. Útskýrir að inni á skipulaginu hafi í upphafi þurft að vera 10 lóðir en vegna þess hve mikið þær hefðu þrengt að öllu svæðinu hefði stjórnin fengið því framgengt að þeim yrði fækkað í 7. Einnig útskýrir hún að ekki megi færa  byggingarsvæðið norðar því þá sé það komið of nálægt veginum skv.reglugerð.
 • Guðröður: Finnst ótækt að hafa blandaðan búskap og segir aðalfund félagsins fyrir 2 árum hafa hafnað blönduðum búskap. Finnst byggingarlóðir allt of nálægt höllinni og sýnist ekki vera horft til framtíðar, en ætla megi að miklu fleiri muni vilja nýta þetta svæði til byggingar hesthúsa á næstu 20 árum. Hann hefur margt við byggingarlóðirnar að athuga, s.s. að efri hluti svæðisins sé forarsvað og því ekki gott byggingarland . Segir að skv. teikningum sé vatnslögn undir 2 neðstu lóðunum og það sé ekki ásættanlegt. Hefur miklar áhyggjur af staðsetningu lækjarins. Hans skoðun sé að hestamenn eigi að hafna alfarið blandaðri byggð og bendir á að blönduð byggð feli ekki bara í sér hesthús og fjárhús, þar mætti alveg eins vera með svín og hænur. Hann segir einnig að í ljósi þess hve lóðirnar séu fáar muni byggðin blandast mjög. Sé horft 20-30 ár fram í tímann þufi a.m.k. 20 byggingarlóðir.
 • Þórhalla svarar þessu og segir að við séum búin að benda á margt  sem kemur fram í máli Guðröðar og við munum koma öllum þessum athugasemdum áfram, en ítrekar að við komum ekki til með að hafa úrslitavaldið í þessum efnum, það sé bæjarfélagsins.
 • Vilberg :  Segist sammála Guðröði að hafna blandaðri byggð og bendir einnig á að við þurfum að passa að reiðvegurinn nái alveg inná gamla Fannardalsveginn.
 • Þórhalla þakkar ábendinguna og segir stjórn muni athuga það.
 • Sigurður Sveinbjörnsson:  Segist sammála Guðröði og Vilberg hvað blandaða byggð varðar og að tryggja verði áframhald/tenginu á reiðvegi innúr. Telur að svæðið þar sem vinnubúðirnar eru sé langbesta byggingarsvæðið og finnst einkennilegt að það þurfi veg niður að ánni.
 • Guðröður: Segir að Norðfjarðará muni að öllum líkindum verða beint í gamla farveg sinn og því ætti áin sem slík ekki að verða vandamál. Telur Fjarðabyggð ekki hafa samningsvilja. Segir að hvergi í Fjaðrabyggð sé reiðhöll og keppnisvöllur á félagssvæði hestamannafélags og því ekki hægt að setja sömu formerki við blöndun byggðar hér og í öðrum byggðarkjörnum.
 • Ásvaldur: Segist ekki sjá neitt að því að hafa blandaða byggð en finnst þéttleikinn of mikill. Ef áin færist sunnar þá mætti breyta skipulaginu. Segir að ekki sé nóg að horfa bara 1-2 ár fram í tímann, við þurfum framtíðarsýn á svæðið og því sé hægt að horfa til vesturs þar sem vinnubúðirnar standa núna.
 • Vilberg: Spyr hvort ekki megi bara gera ráð fyrir 3 innstu lóðunum nú en í ljósi þess að vinnubúðirnar muni fara innan 2 ára, þá megi gera breytingu í kjölfarið á því. Spyr einnig hvað gerist ef við höfnum þessari tillögu.
 • Guðröður: Leggur fram skriflega tillögu þess efnis að tillögu þeiri að deiliskipulagi sem fyrir fundinum liggur sé hafnað og les tillögu sína upp.
 • Fundarstjóri les tillöguna aftur upp fyrir fundinn svo fundarmenn geti myndað sér skoðun.
 • Ásvaldur: Telur að ekki sé hægt að tefja málið um of, því í farvatninu séu umsóknir um byggingu 2 hesthúsa og eins fjárhúss á svæðinu. Vill vísa tillögu Guðröðar frá.
 • Vilberg: Telur tillöguna of harðorða og segir mikilvægt að tefja ekki þann möguleika að hefja byggingu á svæðinu.
 • Sigurður Sveinbjörnsson: Er ekki hlynntur blandaðri byggð og vill að félagið gefi sér tíma til að skoða þetta mál betur.
 • Guðröður: Segist ekki hafa heyrt á síðustu 2 árum að það sé ásókn í þessa byggingarreiti og segist ekki skilja hvernig hægt sé að vísa tillögunni frá. Efast um að þetta mál velkist lengi í kerfinu. Ítrekar þá skoðun sína að meiri ásókn verði í  byggingu hesthúsalóða í framtíðinni. Við séum búin að bíða í 30 ár eftir þessu deiliskipulagi og því sé í lagi að bíða örlítið lengur eftir að þetta sé endurskoðað.
 • Ásvaldur:  Vill ekki trúa því að þetta mál verði tafið.
 • Anna Bella: Tekur undir tillögu Guðröðar og finnst að það þurfi að vinna þetta betur. Hún hafi beyg af ánni eins og hún er nú sérstaklega vaðandi ungviðið á Æskulýðsdögum.

Tillaga Guðröðar er nú borin undir fundinn og er hún samþykkt með 8 atkvæðum en 5 eru á móti. Tillagan skoðast því samþykkt.

 • Þórhalla: Þar sem tillagan hafi verið samþykkt þurfi ekki að ræða drögin að deiliskipulaginu meira á þessum fundi en stjórn Blæs muni færa Fjarðabyggð niðurstöður fundarins og lista þær athugasemdir sem fram hafi komið.
 • Guðbjörg spyr hvað átt sé við með orðalagi í drögum að greinargerð  að deiliskipulaginu þar sem stendur: „...opið svæði til sérstakra nota..“
 • Þórhalla svarar að þar sé átt við svæðið sem svæði hestamanna.

Gert er fundarhlé svo fundarmenn geti fengið sér kaffi og meðlæti og rætt saman.

 • Fundarstjóri hefur fundinn á ný eftir 15 mín fundarhlé og spyr hvort einhverjir fleiri vilji taka til máls eða hafi frekari tillögur eða athugasemdir sem mættu fylgja athugasemdunum um deiliskipulagið.
 • Anna Bella: Ef áin færi í sinn gamla farveg þá væri það vissulega betra og spyr hvort sú verði raunin.
 • Þórhalla: Anna Katrín sem var fulltrúi Fjarðabyggðar í þessu máli gat ekki fengið upplýsingar um hvort breyting á farvegi væri í farvatninu.
 • Guðröður: Bæjarsjóður á landið sem áin rennur um neðan svæðis Blæs og mölina sem tekin er þar og því telur hann að bæjaryfirvöld eigi að vita hvar áin muni renna og hvar malartekjan er.
 • Guðbjörg: Er deiliskipulagið þá fellt í heild sinni?
 • Þórhalla: Já samkvæmt þeirri tillögu sem verið var að samþykkja er því hafnað í heild sinni ef bæjarráð hafnar því að þetta skuli ekki verða blönduð byggð. Stjórnin mun fara með alla punktana á fund bæjaryfirvalda.
 • Guðbjörg: Eru engar athugasemdir við skriflega hluta draganna?
 • Guðröður: Gerir athugasemdir við að sveitarfélagið ætli að selja byggingarlóðir en ætli ekki að eiga holræsin. Telur að sömu reglur eigi að gilda um þetta svæði og í þéttbýlinu.
 • Guðbjörg: Girðingar á svæði fyrir frístundabúskap skulu vera úr varanlegu efni og „fjárheldar“.
 • Þórhalla: Girðingar skulu halda þeim skepnum sem þeim er ætlað hvort heldur það eru hross, sauðfé eða aðrar skepnur.
 • Eiríkur Sörensen: Verður um sameiginlegar girðingar að ræða.
 • Þórhalla: Hvert hús hefur sína girðingu/gerði.
 • Bjarney Þorsteinsdóttir: Verður girt meðfram þjóðveginum?
 • Þórhalla: Telur svo vera, Vegagerðin gerir það meðfram öllum nýjum aðalvegum.

 

 1. Önnur mál.  Fundarstjóri gefur nú orðið laust fyrir liðinn önnur mál, en enginn kemur fram með málefni.

Fundarstjóri þakkar góðan fund og segir að stjórnin muni vinna þetta mál áfram og slítur fundi kl.22.

 

 

Stjórnarfundur haldinn 05.október 2015., kl.20:00

Mættar eru: Þórhalla, Sigurborg, Erla Guðbjörg, Margrét Linda og Vilborg sem ritar fundargerð

 1. Undirbúningur undir almennan félagsfund. Farið yfir þau mál sem ræða þarf þar
 • Fjáröflunarleiðir
 • Hvernig hægt er að virkja hinn almenna félagsmann
 • Hvað fólk vilji gera til að efla félagsandann og starf nefnda
 • Námskeiðsóskir eða óskir um fræðsluerindi
 • Tillögu að deiliskipulagi Kirkjubólseyra m.t.t. frístundabúskaps

 

Stefnt að því að hafa fundinn þann 12.október n.k. kl.20 í félagsaðstöðunni í Dalahöllinni. Prenta þarf út gögn og munu stjórnarmenn skipta því á milli sín og bera út til félagsmanna fyrir fundinn þ.m.t. drög að deiliskipulagi.

 1. Félagsgjöldin. Gjaldkeri segir þau hafa skilað sér vel, þó einhverjir eigi eftir að greiða.
 2. Umræður um aðgang að járningarmanni og dýralækni og hvernig hægt sé að samnýta þá þjónustu ef þarf. Engar tillögur formaðar.

Fleira ekki rætt og fundi slitið k. 21.35

 

 

 

 

Stjórnarfundur haldinn í félagsaðstöðu Blæs þriðjudaginn 08.september 2015 kl.21

Mættar eru: Þórhalla, Sigurborg, Guðbjörg, Margrét Linda , Hafrún og Vilborg sem ritar fundargerð.

Erla Guðbjörg boðar forföll.

 1. Fjármál félagsins. Margrét Linda gjaldkeri félagsins gerir grein fyrir stöðu fjármála sem er ekki góð þessa stundina. Einungis um 49 þús inn á reikning félagsins 1707. Nú hafi lokagreiðsla á láninu sem Blær tók sem hlut félagsins í Dalahöllinni verið greidd. Hún segir að greiðsla fyrir þrifin á Nesskóla eftir Eistnaflugið sé komið inn en það voru 80 þúsund krónur. Ekki hafi enn verið greitt fyrir vaktirnar á tjaldstæðinu og mun Vilborg ganga í að fá fá svör frá KFF vegna þessa. Guðbjörg ætlar að taka að sér að ræða við Rut hjá Deloitte vegna rafmagnsreikninganna sem Blær er að greiða en eiga í raun að vera Dalahallarinnar ehf..  Sigurborg upplýsir að undirbúningur Actionverkefnis sé vel á veg kominn og aðeins vanti herslu muninn að hægt sé að blása til vinnudags. Þar sem um málningarvinnu sé að ræða ætlar hún að ráðfæra sig við Ingólf um hvernig sé best að standa a þessum málum þar sem nú sé farið að hausta og kólna i veðri og Dalahöllin ekki kynt.Rætt um fjáröflunarleið og ýmsir möguleikar ræddir. Meðal annars um hvort við getum verið með eitthvað skemmtilegt á Dögum myrkurs. Ljóst er þó að félagar í hestamannafélaginu þurfa að efla hjá sér félagsandann og viljan til að starfa fyrir félagið.
 2. Farið yfir nýja teikningu af deiliskipulagi á Kirkjubólseyrum.  Líst stjórninni mun betur á þetta skipulag en það fyrra, en á því nýja hefur verið tekið tillit til athugasemda stjórnar hvað varðar byggð austan við höllina sem og vestan við hana að hluta.
 3. Almennur félgasfundur framundan. Rætt um dagsetningu fyrir almennan félagsfund þar sem deiliskipulagið yrði kynnt sem og Actionverkefnið og leitað í smiðju félagsmanna að hugmyndum að fjáröflunum.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 22

 

Stjórnarfundur haldinn þann 06.ágúst 2015 kl.20:30 í félagsaðstöðu Blæs í Dalahöllinni.

Mættar eru: Þórhalla, Guðbjörg, Margrét Linda, Erla Guðbjörg, Sigurborg og Vilborg sem ritar fundargerð

Hafrún Eiríksdóttir boðar forföll

1.Deiliskipulag Kirkjubólseyra.  Þórhalla kynnir uppkast að deiliskipulagi svæðisins sem hún er nýbúin að fá í hendurnar frá Fjarðabyggð. Um er að ræða tillögu sem eftir á að kynna og er ætlast til að stjórnin fari yfir og geri fyrirspurnir og athugasemdir. Skipulagið gerir ráð fyrir blandaðri byggð, þ.e. bæði hest- og fjárhúsum. Eftir að farið hefur verið yfir tillöguna er ákveðið að gera athugasemdir við þær fjórar lóðir sem settar eru austan við höllina, en þær þykja ansi nálægt vellinum auk þess sem þær muni án efa skyggja á útsýni af svölum Dalahallarinnar út á reiðvöllinn. Einnig er ákveðið að gera fyrirspurnir um lagningu gatna, rafmagns, vatns, skólps og einnig lýsingu. Hvernig því verði háttað og hver eigi að sjá um það og greiða. Að öðru leiti líst stjórninni vel á skipulagið. Áætlað er að fulltrúar stjórnar hitti fulltrúa Fjarðabyggðar á svæðinu innan nokkurra daga til að fara nánar yfir málið. Þegar málið verður lengra komið verður það kynnt félagsmönnum.

2.Flutningur leiktækja. Þurfum að huga að flutningi leiktækjanna sem eru fyrir ofan gamla húsið og finna þeim stað. Frekari ákvörðun ekki tekin.

3. Heimtaug rafmagns að höll.  Gengur illa að finna skjal það sem skrifað var undir varðandi lagningu heimtaugar. En framkvæmdin á að geta gengið hratt og örugglega. Gamla húsið er enn á sínum stað og ekki vitað hvenær þa verður tekið, en upphaflega dagsetningin var 10.ágúst n.k.. Þurfum að tryggja að frágangur vatns og rafmagns sé þannig að auðvelt sé að komast að því. Rafmagnslaust verður í Dalahöllinni ef húsið verður tekið áður en heimtaug er lögð og þarf að hafa það í huga varðandi útleigu ofl.

4. Vinnan við Eistnaflug.  Blær tók að sér að manna vaktir á tjaldstæði í 1 sólarhring auk þrifa á Nesskóla. Gekk vel, en þrifin í skólanum voru meiri en ráð var fyrir gert og mun félagið fá 80 þús.krónur í stað 70 þús. eins og upphaflega stóð til. Ef við tökum þrifin að okkur aftur vitum við betur að hverju við göngum og getum sett skilyrði hvað varðar umfang og og „verkfæri“. Enn ekki komnar greiðslur fyir vaktir né fyrirséð um hve háa fjárhæð er að ræða. Vilborg mun senda inn fyrirspurn til KFF sem var yfir þessum málum.

5. Fjárhagsstaða félagsins. Hún er nokkuð góð, rúm 300 þúsund inni á reikningnum. Að sögn gjaldkera gengur vel að innheimta félagsgjöld. Firmastyrkir að skila sér jafnt og þétt. Þurfum að gæta þess að minna á greiðslur en til dæmis getur keppnisréttur á mótum verið háður því að keppandi sé skuldlaus félagi. Auk þess greiðum við til LH til allra skráðara félaga og því mikilvægt að fólk greiði félagsgjöldin.

6. Vetrardagskráin. Umræður um hvað vetrardagskrá félagsins ætti að fela í sér.

 • Almennan félagsfund þarf að halda í september/október um ýmis málefni t.d. fjárhagsáætlun, deiliskipulag, snjóruðningsmál, en kostnaður er mikill á snjóþungum vetrum, girðingar og vallarmál ofl.
 • Huga að reiðnámskeiðum og þá jafnvel knapamerki 3 í samstarfi við VA
 • Fræðslufyrirlestrar. Ýmsar tillögur ræddar og reifaðar

7. Úthlutun úr Spretti.  Æskulýðsdeildin fékk úthlutað 50 þús. vegna reiðnámskeiðs en sótti um 100 þús. kr. styrk. Styrkurinn var afhentur á sumarhátíð UÍA.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21.43.

Stjórnarfundur haldinn í félagsaðstöðunni í Dalahöllinni þann 07.júlí kl.20.30

Mættar eru Þórhalla, Guðbjörg, Erla Guðbjörg Hafrún og Vilborg sem ritar fundargerð. Margrét Linda boðar forföll.

Formaður setur fundinn.

 1. Mönnun vakta á Eistnaflugi. Skipulag klárað og hringt út.  Að lokum tekst að manna allar vaktir.
 2. Vegaframkvæmdir og fjarlæging hússins. Ekkert  heyrst frá Vegagerðinni. Trúlega fer húsið í ágúst. Þarf að klára raflögnina fyrst og ýta á RARIK til þess. Þurfum að tryggja að vatnsinntakið haldi sér svo hægt sé að leiða það út í beitarhólfin eins og nú.
 3. Styrkur úr Spretti. Félagið fær styrk úr Spretti og verður hann afhentur þann 11 júní n.k. á Sumarhátíð UÍA. Þurfum að finna fulltrúa til að taka við honum.
 4. Reikningar fyrir snjóruðning hafa verið afhentir gjaldkera. Þurfum að ræða við Rut hjá Deloitte hvað varðar ruðning að og í kringum Höllina tengda viðburðum, þ.e. hvort hann falli undir rekstur Dalahallarinnar en ekki félagsins. Höfum svo það sem hagstæðara reynist.  Ljóst er að það verði að vera fært að húsinu svo það nýtist.  Gugga athugar þetta.
 5. Ekki komið svar frá Alcoa hvað varðar styrki þess til Æskulýðsdaga.
 6. Skv.gjaldkera eru nær allir reikningar félagsins greiddir og fjárhagurinn þokkalegur.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 22

 

Stjórnarfundur  haldinn þann 08.06.2015 kl. 20 í félagsaðstöðunni í Dalahöllinni.

Mættar eru : Þórhalla, Hafrún, Sigurborg, Guðbjörg, Erla Guðbjörg og Vilborg

Formaður setur fundinn

 1. Æskulýðsdagar. Alcoa sem hefur verið aðalstyrktaraðili æskulýðsdaganna s.l. 3 ár hefur ekki enn svarað því hvort þau muni endurnýja samninginn.   Síðustu æskulýðsdagar (2014) kostuðu 340 þús.kr., þar af  voru laun leiðbeinanda 150 þús.. Munum huga að því hvort hægt sé að leita eftir styrkjum á fleiri stöðum og einnig í Sprett.
 2. Svæðið og ástand þess. Ekki er hægt að fá timbur hjá Sjónarás til að laga gerðið, því nú er svo komið að það fer allt í brettaverksmiðju Tandrabergs. Ásvaldur ætlar að athuga með timbur hjá PAN og er kostnaður viðgerðar áætlaður um 25 þús krónur. Það vantar 1 hlið í girðinguna og munum við útvega það.  Þurfum að passa að það sé ekki rafmagn á girðingunni ef ekki eru hross í henni og að lyklar af öllum húsum og hirslum félagsins séu á vísum stað. Einnig er athugandi  að gera hólf fyrir sunnan höllina, með lausri færanlegri girðingu.
 3. Umræður um kostnað og tímasetningu móta. Ljóst er að félagsmót með 3 löglegum dómurum er kostnaðarsamt.  Hugsanlega væri hægt til reynslu að halda mótið með öðru félagi eins og t.d. Freyfaxa. Þá dreifðist kostnaðurinn og mótið yrði stærra.
 4. Umræður um hólf og beitina í þeim vegna Æskulýðsdaga.
 5. Umræður um beitarreglurnar og hvort þær sem settar voru í fyrra ættu ekki bara að halda sér. Beðið með ákvörðun um sinn.
 6. Fjöldi þátttakenda Blæs á Fjórðungsmóti. Fjöldi ekki staðfestur en sennilega 6-7 félagsmenn sem munu taka þátt. Reynir Atli ætlar að aðstoða krakkana okkar við undirbúning. Þurfum að kanna möguleika á styrkjum hvað þáttökugjöld o.fl. varðar.
 7. Fjáraflanir:
 • Eistnaflug. Þurfum að ýta á svör frá KFF. Ábyrgðarmenn: Vilborg og Erla Guðbjörg
 • Athuga frekari möguleika á fjáröflunum, t.d. að bjóða uppá á Neistaflugi myndatöku á hestbaki og /eða vetrarverkefni „Hestur í fóstur“ sem fæli í sér námskeið og umhirðu hrossa sem fengin yrðu að láni hjá félagsmönnum.
 • Samstarf við VA
 1. Hljóðmön og undirgöng. Þórhalla átti símafund með starfsmanni Hönnunar og leggur hún fram loftmynd af svæðinu og hæðateikningar. Farið er yfir teikningarnar og útskýringar frá hönnuði af hljóðmön og undirgöngum. Samþykkt af hálfu stjórnar, en stjórnin leggur einnig árherslu á að mikilvægt væri að mönin sé klædd mold svo við getum sáð í hana (en það verk var frá upphafi ætlað félaginu) og að einnig væri mikilvægt að fá áhorfendastalla.
 2. Umgengni í Höllinni. Þurfum að passa upp á umgengni þar en eftir síðasta mót var hesthúsið vægast sagt sóðalegt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 22.08

Fundargerð ritar Vilborg

 

 

 

 

Fundur stjórnar og formanna/fulltrúa nefnda haldinn þann 06.05.2015  í Dalahöllinni.

Mættar frá stjórn: Þórhalla, Sigurborg, Erla Guðbjörg, Margrét Linda, Hafrún, Guðbjörg og Vilborg sem ritar fundargerð.

Formaður félagsins Þórhalla Ágústsdóttir setur fundinn kl.21 og býður formenn og fulltrúa nefnda sérstaklega velkomna. Þakkar Ásvaldi ábendingu hans á síðasta aðalfundi um fundi sem þennan.

 1. Fulltrúar og formenn nefnda gera grein fyrir störfum sinna nefnda.
 • Mótanefnd. Hafrún Eiríksdóttir formaður nefndarinnar og Ásvaldur Sigurðsson eru fulltrúar mótanefndar. Félagsmótið er framundan, en það er jafnframt úrtaka fyrir Fjórðungsmót. Áætlað er að sameinast um dómara með Freyfaxa. Umræður um dagsetningu á mótinu, en sitt sýnist hverjum um það og ekki fæst niðurstaða á þessum fundi. Þórhalla ítrekar að það sé í höndum mótanefndar að finna dagsetningu.
 • Firmanefnd. Fulltrúar hennar eru Margrét Linda formaður, Ásvaldur Sigurðsson og Þórður Júlíusson. Fram kemur að nefndin hefur ekki hafið störf, en beðið er eftir nauðsynlegum gögnum frá fyrrum gjaldkera. Lagt í hendur firmanefndar að finna dagsetningu og koma fram ýmsar tillögur, t.d. 17.júní, eða í kringum kvennareiðina.
 • Vallarnefnd. Fulltrúar eru Ásvaldur og Sigurður Sveinbjörnsson. Vallarnefnd hefur í samvinnu við Marinó hjá Fjarðabyggð gert kostnaðaráætlun um kostnað vegna endurnýjunar girðingar og gerð hólfa fyrir neðan reiðskemmuna.  Kostnaðurinn er sennilega um 400 þús. Umræður um hvort hægt sé að vinna slíkt í sjálfboðarvinnu.  Síðan stækkun á vellinum, en þá hugmynd hafa þeir einnig unnið í samvinnu við Marinó. Þyrfti að taka ákvörðun hvort stækkað yrði í austur eða vestur. Sennilega ódýrara að fara í vestur. Þannig fengjum við löglega töltbraut og löglega gæðingabraut. Hugsanlegt að fá verktaka sem eru að vinna Norðfjarðargöng til að koma að þessu.  Þurfum að fá afstöðuteikningu. Rekkverkið í kringum völlinn er einnig orðið lélegt og þarfnast aðhlynningar.

Þórhalla spyr undir hvaða nefnd reiðgerðið heyri. Það þyrfti að laga það fyrir æskulýðsdagana. Margrét Linda, Sigurður Sveinbj og Ásvaldur munu tala við Sjónarás og sjá hvort eitthvað timbur falli til hjá þeim. Ásvaldur leggur áherslu á að við þurfum að passa að í öllum þeim framkvæmdum sem Vegagerðin er í að þeir færi lækinn innar.

 • Reiðveganefnd. Fulltrúi hennar er Hjálmar Einarsson.  Hann leggur fram 4 ára framkvæmdaáætlun fyrir nefndina. Hann tekur fram að um hugmyndir sé að ræða en ekki fullmótaða framkvæmdaáætlun. Sóttu um til Vegagerðarinnar 535 þús.fyrir næsta ár en fengu 400 þús.  Þórhalla hvetur reiðveganefnd til að kalla eftir sjálfboðaliðum til starfa eins og þörf er á. Umræða um hættuna sem hefur skapast vegna aukinnar umferðar verktaka og annara  og hvaða kostir eru í stöðunni. Hjálmar bendir á að það fjármagn sem Vegagerðin hafði áætlað í breytingu á vegi við rétt hefði ekki dugað, en það kom allt fram á aðalfundi félagsins.
 • Útreiðanefnd. Fulltrúar hennar eru Margrét Linda og Erla Guðbjörg. Vornæturreið er áætluð 15 maí  ef veður leyfir og svo er Kvennareiðin einnig á dagskrá í júní
 • Æskulýðsnefnd. Þórhalla er formaður nefndarinnar og gerir hún grein fyrir að samningur sá sem gerður var  fyrir 3 árum við Alcoa sé nú runninn út og Alcoa hafi ekki svarað hvort það muni endurnýja samninginn. Beðið eftir svari.
 • Skemmtinefnd. Heldur í samstarfi við útreiðanefnd utanum vornætur- og kvennareið.
 • Kaffinefnd: Mun sjá um kaffihlaðborð á Félagsmótinu. Á firmamótinu mun verða selt það sem Fellabakarí gefur félaginu.

Nú ganga af fundi þeir fulltrúar nefnda sem ekki sitja í stjórn Blæs.

 1. Fjáraflanir. Vaktir á Eistnaflugi. Vilborg mun taka að sér að hafa samband við KFF og bjóða fram krafta Blæsfélaga í a.m.k. sólarhring. Leitað verður til félagsmanna í þegar línur skýrast.

Margrét Linda gjaldkeri og starfsmaður Alcoa eyrnamerkti sinn Bravóstyrk hestamannafélaginu og var hann 135 þús.. Frá Fjarðabyggð komu 2 millj.sem rekstrarstyrkur til Dalahallarinnar.

 Það á eftir að gera ýmsilegt upp, þar á meðal við Þórhöllu vegna uppgjörs við Reyni Atla vegna reiðnámskeiðs en það greiddi hún úr eigin vasa. Einhver halli á námskeiðinu aðallega vegna forfalla skráðra þáttakenda. Eðlilegt að sá halli skiptist á milli félagsins og æskulýðsdeildar.

 1. Fjórðungsmót 2015. Vitum ekki alveg hve margir ætla sér að taka þátt. Ef einhverjir vilja tilsögn við æfingar þá er Reynir Atli tilbúinn til samstarfs.
 2. Reiðjakkar. Höldum áfram að skoða það mál.
 3. Vinnudagur og framkvæmdir. Sigurborg og Bjarni munu sjá um að setja upp gardínukappa í vesturglugga. Þarf að sníða þá til. 18.maí skal blásið til vinnudags.
 4. Nýr félagi : Sædís Embla Jónsdóttir.
 5. Þurfum að fara yfir og uppfæra félagatalið.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 11.02

 

Stjórnarfundur haldinn í Dalahöllinni 25.mars 2015 kl.21.00

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar.

Mættar eru Þórhalla, Sigurborg, Guðbjörg, Vilborg, Erla Guðbjörg, og Hafrún.

Margrét Linda boðar forföll.

Vilborg ritar fundargerð.

 1. Ný stjórn skiptir með sér verkum:
  • Formaður: Þórhalla Ágústsdóttir
  • Varaformaður: Guðbjörg Friðjónsdóttir
  • Gjaldkeri: Margrét Linda Erlingsdóttir
  • Ritari : Vilborg Stefánsdóttir
  • Meðstjórnandi: Hafrún Eiríksdóttir
  • Varamenn: Sigurborg Hákonardóttir og Erla Guðbjörg Leifsdóttir.
 2. Tölvupóstur félagsins. Ákveðið að allir stjórnarmeðlimir hafi aðgang að póstinum, en formaður hafi yfirumsjón og sjái um að áframsenda póst eftir því sem við á.
 3. FEIF Youth Camp. Auglýsing komin til félagsins og mun fara á heimasíðuna, en einnig mun póstur um þetta verða sendur á alla félagsmenn.
 4. Fésbókarsíða félagsins. Þurfum að stofna á fésbókinni persónu sem heitir „stjón Blæs“ þannig að við getum sett inn tilkynningar og annað í nafni stjórnar en ekki í nafni einstakra stjórnarmeðlima.
 5. Reglur um heiðursfélaga. Þarf að endurskoða og finna út hverjar reglurnar eru hjá öðrum félögum og klúbbum.
 6. Aðalfundargerðin frá síðasta aðalfundi. Hún er nú fínpússuð og samþykkt af öllum. Ritari mun sjá um að senda hana á UIA.
 7. Væntanlegt þing UIA í apríl. Félagið þarf að senda á það fulltrúa til að tryggja Lottotekjur. Í ár stangast þingið á við reiðnámskeið hjá félaginu.  Ákveðið að auglýsa eftir áhugasömum fulltrúa fyrir Blæ.
 8. Samráðsfundir stjórnar og formanna nefnda. Rætt um fyrirkomulag ofl..
 9. Keppnisjakkar/félagsjakkar. Eigum inni hjá SÚN 200 þús.króna styrk til þessa málefnis. Guðbjörg mun ræða við saumakonu um hvað kostar að sauma jakka. Mikilvægt að halda okkar félagslit. Einnig rætt um möguleika hvaða aðrar einkennisflíkur kæmu hugsanlega til greina, t.d.  hjá þeim sem starfa við mót ofl..
 10. Rætt um væntanlegan reiðveg og undirgöng. Stjórnin hyggst leggjast yfir það mál og kynna sér eins og frekast er kostur núverandi samþykktir og hugmyndir Vegagerðarinnar. Mun verða tekið fyrir á næsta stjórnarfundi.
 11. Fastir fundartímar stjórnar. Ákveðið að það verði ávallt stjórnarfundir fyrsta mánudag hvers mánaðar.
 12. Vinnudagur. Ákveðið að boða til vinnudags þann 18.apríl n.k.. Á þá að taka til inni í félagsaðstöðu. Stjórnir Blæs og Dalahallar munu mæta, en einnig mun verða auglýst eftir sjálfboðaliðum.
 13. Klukkumál. Það vantar tilfinnanlega klukku sem sést á neðan úr sal. Munum athuga það mál.
 14. Umræður um skipti málefna ofl.milli stjórnar Blæs og stjórnar Dalahallarinnar.
 15. Næsti fundur stjórnar mun verða mánudaginn 04. maí. Nánar boðaður síðar.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 22.25

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Blæs haldinn í Dalahöllinni 18.mars 2015 kl. 20.

Mættir eru  14 félagsmenn auk tveggja fulltrúa frá stjórn UÍA

Formaður félagsins, Sigrún Júlía Geirsdóttir (SJG) setur fundinn og býður fundargesti og fulltrúa UÍA, þær Sigrúnu Helgu Snæbjörnsdóttur og Guðrúnu Sólveigu Sigurðardóttur velkomnar.

Gengið til dagskrár fundar.

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.Sigrún Júlía býður sig fram fundarstjóra og stingur upp á  Vilborgu Stefánsdóttur sem fundarritara. Kosning  þeirra samþykkt með lófaklappi.

SJG þakkar traustið og tekur við stjórn fundarins og gengið er nú til frekari dagskrár.

 1. Inntaka nýrra félaga.

Eftirtaldir óska eftir inngöngu í félagið:

 • Helgi Vigfús Valgeirsson
 • Emil Ingi Elvarsson
 • Hrannar Pétur Davíðsson

Inntaka þeirra samþykkt með lófaklappi.

 1. Skýrsla stjórnar.

Formaður les skýrsluna. Þar kemur fram að starfsárið var mjög langt eða frá nóvember 2013 – mars 2015. Ástæða þess er breyting á lögum félagsins sem samþykkt voru á síðasta aðalfundi þann  21.nóvember 2013. Skv. nýjum lögum skal aðalfundur haldinn í febrúar ár hvert í stað nóvember. Ástæða þess að dregist hefur fram í mars að halda fundinn er einkum sú að illa hefur gengið að manna stjórn og nefndir. Í skýrslunni er farið yfir starfsárið hjá Blæ og er hún lögð fram til samþykktar.

 

 1. Reikningar félagsins lagðir fram og atkvæðagreiðslur um liði 3 og 4. 

Í fjarveru gjaldkera leggur SJG reikningana fram og dreifir til félagsmanna samdregnum reikningum og fer yfir og leggur fram til samþykktar.

Ásvaldur spyr hvort fundurinn sé löglegur vegna slakrar mætingar. Lög félagsins kveða á um að hann sé það ef 1/5 atkvæðabærra félagsmanna (sem náð hafa 18 ára aldri) sé mættur. Fundurinn telst því löglegur.

Spurt er út í reikninga  knapamerkjanámskeiðs. SJG les upp úr lið fyrir lið færslur hvað það varðar og útskýrir einstaka liði. Hún fer svo yfir færslur fyrir hvert mót og viðburð á vegum félagsins.

Spurt er út í rafmagnskostnaðinn sem er gífurlega hár og upplýsir SJG að rafmagnið fyrir Dalalhöllina ehf sé í raun skrifað á  og greitt af Blæ. Beðið sé eftir að heimtaug sé lögð að höllinni og er það í höndum Rarik. Miklar umræður um þetta efni og hvernig þetta sé fært til bókar í bókhaldinu. Margrét Linda segir að sér finnist Blær eigi að rukka Dalahöllina fyrir rafmagnsgreiðslur. SJG ítrekar að boltinn hvað heimtaug varðar sé hjá Rarik. Hún ítrekar líka að Blær sé eini eigandi Dalahallarinnar og allt sé uppá borðinu hvað reikninga og færslur varðar, auk framkvæmda. 

Umræður um ýmsa liði og uppsetningu reikninga, m.a. æskulýðsbókina og millifærslu af henni inn á reikning félagsins. Einnig spurt út í rekstrarstyrkinn frá Fjarðabyggð og svarar SJG því og að samþykkt hafi verið að hann færi allur inn á Dalahöllina, því hann sé ætlaður til rekstrar íþróttamannvirkis. Ásvaldur spyr um  og gerir athugasemd við endurgreiðslu til yngstu þátttakenda í knapamerkjanámskeiðinu. Þórhalla, Anna Bergljót og Guðrún Smáradóttir  útskýra hvernig fjáöflun var háttað. Hún var ekki í nafni Blæs heldur knapamerkjanámskeiðs og var eyrnamerkt hverju barni. Ásvaldur telur þetta á gráu svæði hvað færslu varðar og spyr, ef tap hefði verið á verkefninu hver hefði þá borgað brúsann. SJG svarar að það hefði þurft að vera Blær.

Þórhalla útskýrir hvernig þau hefðu gert fjárhagsáætlun fyrir verkefnið.  Þar sem yngri þátttakendur greiddu 40 þúsund, en þeir sem voru 18 ára og eldri 20 þús vegna samvinnu við VA, var ákveðið að yngri deildin færi í fjáröflun sem gæti hugsanlega komið til niðurgreiðslu á hluta þátttökugjalda ef verkefnið kæmi þannig út fjárhagslega. Hún segir að ef svo hefði farið að tap hefði verið á verkefninu  hefði verið farið í frekari fjáröflun til að það stæði undir sér og félagið bæri ekki kostnað af því. Þess þurfti ekki og fékk því hver þátttakandi í fjáröflun 15.000 kr til lækkunar á þátttökugjöldum.  Hún útlistar að í öðrum íþróttagreinum viðgangist fjáraflanir sem þessar.

Sigurborg tekur fram að sökum þess hve viðamikið og dýrt þetta verkefni væri þá hefði það aldrei orðið að veruleika nema vegna samvinnu við Verkmenntaskóla Austurlands.

SJG fagnar ábendingum og umræðum, en ákveður að gera fundarhlé svo fólk geti skoðað reikninga enn frekar.

 

 KAFFIHLÉ

 

Að loknu kaffihléi eru reikningar félagsins bornir upp til samþykktar. Eru þeir samþykktir með 11 atkvæðum, en 3 voru á móti. Þórhalla ítrekar að nauðsynlegt sé að fara yfir skiptingu fjár milli félags og æskulýðsdeildar.

Skýrsla stjórnar samþykkt án athugasemda.

 

 1.  Formenn nefnda gera grein fyrir störfum nefnda sinna á árinu.

 

 • Kaffinefnd: Vilborg kemur upp fyrir hönd nefndarinnar, en í henni eru einnig Rut og Sigurborg. Hún segir að á þeim 2 árum sem þær stöllur hafi verið í nefndinni hafi umfang hennar breyst frá því að vera nefnd sem sá um kaffihlaðborð einu sinni á ári, þ.e. á félagsmótinu, í það að vera nefnd sem sér um veitingasölu á öllum viðburðum hjá félaginu. Í lögum félagsins segir að 5 eigi að vera í nefndinni og  ekki veitir af því, enda talsverð tekjuöflun fyrir hönd félagsins.
 • Skemmtinefnd: Telur sig ekki þurfa að bæta neinu við það sem fram kom í skýrslu formanns, enda hafi hún verið ítarleg.
 • Vallarnefnd: Ásvaldur gerir grein fyrir störfum nefndarinnar. Þar kemur fram að völlurinn hafi verið gerður klár í vor svo hægt væri að nota hann. Einnig að nefndin hafi verið í sambandi við Marinó hjá Fjarðabyggð um teikningar á breytingum og hugsanlegri stækkun vallarins. Einnig hafi verið gerðar teikningar og kostnaðaráætlun vegna girðinga og rætt við Leif Jónsson um aðkomu að því verkefni. Þessi verkefni hafi verið sett á bið þar sem styrkumsókn sú sem nefndin hafði sent til SÚN hafi ekki ratað alla leið og að formaður félagsins hafi þar átt hlut að máli. SJG svarar þessari athugasemd.
 • Firmanefnd: Segir fjáröflun og mót hafa gengið vel.
 • Útreiðanefnd: Margrét Linda kemur upp fyrir hönd nefndarinnar. Útreiðanefnd stóð fyrir Áramótareið, Páskareið, Kvennareið og Vornæturreið. Gekk þetta allt mjög vel og var metþáttaka í Vornæturreiðinni eða um 40 manns. Riðið var eftir snjóflóðavarnargörðum og stígum út að vita síðan endað í bakaleiðinni í veislu sem nefndin stóð fyrir, í hesthúsinu hjá Ingólfi. Lítil þátttaka var hins vegar í Kvennareiðinni og fyrir því sennilega ýmsar ástæður. ML segir að hugsanlega verði að huga að breyttri dagsetningu á Kvennareið því hún sé yfirleitt í kringum haustferð félagsins og eins séu þá margir búnir að taka af járnum. ML segir einnig að nefndin hafi lengi haft áhuga á að reyna að blása lífi á ný í sunnudagsreiðtúra félagsins en það ekki gengið vel, þó talsvert sé riðið út á sunnudögum. Hún hvetur einnig fólk til að taka þátt í viðburðum nefndarinnar því einungis þannig sé hægt að viðhalda hefðunum. Hún óskar að lokum eftir fleira fólki í nefndina og ekki skemmi fyrir ef það sé skemmtilegt fólk.
 • Æskulýðsnefnd: Þórhalla formaður nefndarinnar gerir grein fyrir störfum hennar. Þar kemur fram að Æskulýðsnefndin þurfi að skila starfsskýrslu til LH og hafi hún gert það. Einnig að 9 börn hafi verið þátttakendur í knapamerkanámskeiðunum og fengið framhaldsskólaeiningar fyrir. Æskulýðsdagarnir hafi verið á sínum stað og gengið mjög ve. l Deildin fékk 200 þús.króna styrk frá SÚN vegna knapamerkja og einnig árlegan styrk frá Alcoa vegna þeirra. Sá samningur var til 3ja ára  og er nú útrunninn og þarf því að fara að ganga frá nýjum samningi.  Nú sé í gangi þriggja helga reiðnámskeið á vegum félagsins og þar sé um helmingur þátttakenda börn. Einnig eru mánaðarlegir hittingar hjá krökkunum og er því skipt í eldri og yngri hóp.
 • Mótanefnd: telur allt hafa komið fram í ítarlegri skýrslu formanns og því óþarfi að bæta nokkru við.
 • Reiðveganefnd: Ýmsar framkvæmdir, m.a. fékk nefndin leyfi til að laga slóðann sunnan flugvallar. Þá voru endurnýjuð og löguð ræsi og ytri hluti reiðvegar. Í ár á að sækja um frekari styrki og halda endurbótum og viðhaldi áfram.

SJG  þakkar nefndum vel unnin störf.

 1. Kosning stjórnar. Sigrún Júlía gefur ekki kost á sér áfram og þakkar samstarf við stjórn og nefndir. Þórey sigfúsdóttir og Guðrún Smáradóttir gefa heldur ekki kost á sér áfram.
 • Nýja stjórn skipa:  Þórhalla Ágústsdóttir, Guðbjörg Friðjónsdóttir, Margrét Linda Erlingsdóttir, Vilborg Stefánsdóttir og Hafrún Eiríksdóttir. Varamenn eru Sigurborg Hákonardóttir og Erla Guðbjörg Leifsdóttir. Stjórnin mun svo skipta með sér verkum. Tillaga að þessari stjórn borin upp og samþykkt.
 1. Kosning tveggja endurskoðenda.  Jón Björn Hákonarson gefur áfram kost á sér. Ekki hefur náðst í Rut Hafliðadóttur um hvort hún muni einnig gefa kost á sér áfram. Ný stjórn mun ljúka þessu máli.
 2. Kosið í nefndir.
 • Kaffinefnd:  Rut Hafliðadóttir gefur ekki kost á sér áfram.  Nýja nefnd skipa: Erla Guðbjörg Leifsdóttir, Vilborg Stefánsdóttir, Sigurborg Hákonardóttir og Sigurður Vilhjálmsson en inn vantar fimmta mann.
 • Skemmtinefnd: Áfram sitja Guðbjörg Friðjónsdóttir, Þórhalla Ágústsdóttir og Guðrún Smáradóttir. Inn kemur auk þeirra Hafrún Eiríksdóttir
 • Vallarnefnd. Ásvaldur Sigurðsson og Sigurður Sveinbjörnsson gefa áfram kost á sér. Finna þarf þriðja mann inn og mun nefndin sjá um það.
 • Firmanefnd. Nýja nefnd skipa: Ásvaldur Sigurðsson, Þórður Júlíusson, Jóna Árný Þórðardóttir og Guðbjartur Hjálmarsson auk gjaldkera Blæs.  Í firmanefnd eiga að vera 6 nefndarmenn og bendir Þórhalla Ágústsdóttir á að starf þessarar nefndar sé mjög viðamikið og mikilvægt að hún sé fullskipuð.Ráðleggur hún nefndinni að reyna að fullmanna hana.
 • Útreiðanefnd.  Hana skipa áfram Ingólfur Arnarson, Margrét Linda Erlingsdóttir og Erla Guðbjörg Leifsdóttir.
 • Æskulýðsnefnd: Hana skipa áfram Þórhalla Ágústsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Rósa Dögg Þórsdóttir, Anna Bergljót Sigurðardóttir, María Katrín Jónsdóttir Ármann og Guðrún Smáradóttir. Einnig mun Jón Björn Hákonarson koma inn í nefndina í stað Heiðrúnar Þorsteinsdóttur.
 • Mótanefnd: Áfram sitja í henni Bjarni Aðalsteinsson, Ásvaldur sigurðsson og Vilberg Einarsson. Inn koma einnig Helgi Vigfús og Hafrún Eiríksdóttir í stað Jónu Árnýjar og Theodórs Elvars sem ekki gefa kost á sér áfram.
 • Reiðveganefnd.  Hana skipa áfram Hjálmar Ingi Einarsson, Ingi Árni Leifsson, Þorgerður Kristinsdóttir og Ingólfur Arnarson.
 • Húsnefnd.   Ekki lengur starfrækt.

Tillögur að hverri og einni nefnd samþykktar með lófaklappi.

 1. Önnur mál.
 • Ásvaldur kemur í pontu og segir að sér finnist mikilvægt að stjórnin hafi yfirumsjón með öllum styrkumsóknum í nafni félagsins. Honum finnst sambandsleysi milli stjórnar og nefnda og nefnda innbyrðis og segir að því þurfi að breyta.
 • SJG þakkar athugasemdina og segir það umhugsunarvert hvort halda eigi reglulega fundi með stjórn og nefndum. Ítrekar að allar nefndir hafi aðgang að stjórn og fundum með henni.
 • Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir kemur í pontu og ber félaginu kveðju frá UÍA. Hún minnir á afrekssjóð sambandsins og einnig að sambandsþingið sé aðra helgina í apríl á Hallormsstað.
 • SJG minnir nýja stjórn á að ef fulltrúi frá félaginu mæti ekki á sambandsþingið verði félaginu af lottótekjum. Hún segir jafnframt að verið sé að endurskoða úthlutunarreglur hvað lottótekjur varðar og sé hún í þeirri nefnd.
 • Ásvaldur kemur fram með eftirtaldar athugasemdir:
 1. Reiðvegur frá Neðri-Skálateigi og inn á svæði félagsins. Geysileg umferð  um veginn vegna framkvæmda í fjallinu og efnisflutninga og má reikna með að þessi umferð eigi einungis eftir að aukast. Hann spyr hvort  stjórnin hafi eitthvað spáð í legu reiðvegar sunnar.
 2.  Hvort nauðsynlegt sé að hafa þá hljóðmön sem búið er að teikna við jaðar svæðis hestamannafélagsins.
 • SJG svarar þessu.
 1. Búið er að teikna reiðveg og undirgöng og búið að samþykkja þá teikningu. Ef víkja ætti frá því samkomulagi þyrfti að fara á ný í samningaviðræður við vegagerðina. SJG fór á fund vegagerðarinnar og  fékk samþykkta lagningu vegspotta í landi Leifs Jónssonar , þannig að ríða mætti niður á svæði austan við réttina. Ræddi formaður reiðveganefndar við Leif um þetta og samþykkti hann þetta fyrir sitt leyti og einnig að taka að sér verkið.  Niðurstaðan var sú að þeir töldu það fjármagn sem vegagerðin ætlaði í þetta myndi engan veginn nægja, auk þess sem breyting á vegstæði Skuggahlíðarvegar frá því sem nú er myndi skemma þessa reiðleið.

Sigurður Sveinbjörnsson ítrekar að þessi vegur sem nú er inná svæði sé slysagildra.

SJG segir þetta mál nýrrar stjórnar.

Ásvaldur nefnir dæmi um að þegar fyrsta mót vetrarmótaraðarinnar hafi verið hafi verið hér mikil umferð þungra bíla og einnig myrkur. Hann hafi þá reynt að fá lögregluna og einnig bæjaryfirvöld að hægja á og hafa eftirlit með umferðinni á meðan á umferð hrossa stæði. Þau sögðust ekki hafa leyfi til að aðhafast neitt. Hann hafi því tekið það ráð að ræða við bílstjórana sjálfa og tóku þeir ábendingunum mjög vel.

 1. SJG svarar fyrirspurn Ásvalds um hljóðmönina. Um það hafa verið deildar meiningar en félagið er búið að skrifa undir samkomulag um að fullgera mönina með jarðvegsvinnu og sáningu. Það var inni í þeim  10 millj.króna kaupsamningi sem við gerðum varðandi gamla húsið.

Þórhalla kemur upp og segir ljóst að það þurfi að halda almennan félagsfund um þessi mál. Á sínum tíma hafi hljóðmön verið talin algjörlega nauðsynleg og finnst skrýtið hvað mikilvægi hennar er allt í einu orðið léttvægt.

Ekki eru fleiri mál á dagskrá og slítur fundarstjóri fundi kl.22:45

 

 

 

 

  

Stjórnarfundur 25.febrúar 2015 haldinn að Blómsturvöllum 37  kl.18.

Mættar eru :Sigrún Júlía, Guðbjörg, Sigurborg, Erla Guðbjörg og Vilborg sem ritar fundargerð.

Forföll boða: Þórey og Guðrún Smáradóttir.

 1. Mönnun stjórnar og nefnda fyrir næsta starfsár. Það má segja að mönnun gangi vægast sagt hægt og það m.a. hefur tafið að hægt sé að boða til aðalfundar. Sérstaklega virðast karlmenn í félaginu ekki tilbúnir til stjórnarstarfa. Þær nefndir sem einkum vantar í eru firmanefnd og kaffinefnd. Farið yfir lista nafna sem eftir á að hafa sérstaklega samband við og skipta stjórnarmenn með sér verkum um að haf samband við fólkið.
 2. Félagsaðstaða í Dalahöllinni.  Rætt um hvaða verkefni eru aðkallandi í félagsaðstöðunni. Mest aðkallandi er að fá uppþvottavél. Til er uppþvottavél sem þarf að gera bilanagreiningu á svo hægt sé að ákveða hvort hún sé nothæf eða hvort þurfi að kaupa nýja.
 3. Styrktarfélagar.  Rætt um hvort fólk sem ekki er í hestamennskunni en finnst gaman að koma að henni óbeint geti gerst styrktaraðilar Blæs, borga e.k. árgjald og fá einhver fríðindi í staðin, t.d. kaffi á mótum eða eitthvað þess háttar.
 4. Aðalfundur 2015. Ákveðið að aðalfundur verði miðvikudaginn 18.mars 2015 kl.20 og athuga með að halda aðalfund Dalahallarinnar fljótleg þá á eftir.
 5. Möguleiki á styrkjum Alcoa. Umræður um hvort hægt sé að sækja t.d. Bravostyrk til Alcoa til að vinna að framkvæmdum við Dalahöllina utan og/eða innanhúss. Rætt verður við kunnuga um hvernig best er að forma svona umsókn og hvort þau verkefni sem brýn eru hjá félaginu séu þess efnis að þau geti fallið undir styrki Alcoa.
 6. Verkefnalisti fyrir árið. Gerður er verkefnalisti fyrir hvern mánuð sem minnisblað stjórnar. Þar eru upptalin þau atriði sem eiga sér fastan sess og önnur sem þarf að passa að séu framkvæmd.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.20:30 

 

 

Sameiginlegur fundur stjórnar Blæs, stjórnar Dalahallarinnar og  æskulýðsdeildar Blæs haldinn þann 11. des. 2014 kl. 19:30.

Mættar f.h. stjórnar Blæs og stjórnar Dalahallarinnar: Sigrún Júlía Geirsdóttir, Guðbjörg Friðjónsdóttir, Sigurborg Hákonardóttir og Vilborg Stefánsdóttir.

Og f.h. stjórnar Dalahallarinnar og Æskulýðsdeildar: Þórhalla Ágústsdóttir, Anna Bergljót Sigurðardóttir og Rósa Dögg Þórsdóttir.

Fundargerð ritar Vilborg Stefánsdóttir

 1. Sigrún Júlía  setur fundinn og segist hafa ákveðið að boða til sameiginlegs fundar  stjórna og Æskulýðsnefndar þar sem sömu aðilar séu í forsvari hjá þeim öllum og spara þannig tíma og fyrirhöfn.

 

 1. Málefni Æskulýðsnefndar.  Rætt um kostnað og útkomu knapamerkisnámskeiðsins, bæði hvað varðar fjáröflun þátttakenda og styrki, m.a. í Sprett. Þórhalla  sem er formaður nefndarinnar segir að það sé nefndinni mikilvægt að hafa góða yfirsýn yfir þá fjármuni sem nefndin hefur til ráðstöfunar því mikil starfsemi sé í þessari nefnd. Best væri að Æskulýðsbókin svo kallaða verði nýtt undir þá fjármuni sem beint eru ætlaðir í starfsemi æskulýðsnefndar. Sigrún Júlía  minnir á að þetta séu í raun fjármunir félagsins þó þeir séu ætlaðir til æskulýðsmála, enda sé starfsemi æskulýðsdeildarinnar n.k. flaggskip Blæs en tekur undir það með Þórhöllu að skynsamlegt sé að nota æskulýðsbókina. Guðbjörg minnir á að allar nefndir heyri undir stjórn félagsins og finnst mikilvægt að allir reikningar og ráðstöfun fjármuna fari í gegnum gjaldkera. Anna Bella og Þórhalla árétta að aðeins sé verið að biðja um að fá aðgang að upplýsingum um stöðu þeirra fjármuna sem æskulýðsdeildin má ráðstafa, en það hafi t.d. verið ákveðið að endurgreiða ágóða vegna fjáraflana fyrir knapamerkið til þeirra barna og ungmenna sem tóku þátt í þeim fjáröflunum. Til að fá stöðuna á æskulýðsbókinni er hringt  í gjaldkera Blæs, Þóreyju Sigfúsdóttur sem er flutt úr bænum en mun gegna gjaldkerastöðunni fram að  næsta aðalfundi. Staðan á bókinni er 143 þús. krónur og eiga 9 einstaklingar tilkall til þessarar upphæðar og mun hver þeirra fá 15 þús. krónur endurgreiddar. Sigurborg og Þórhalla ætla að taka að sér að fara yfir reikning félagsins 1707 og æskulýðsbókina og endurskoða þannig hvort allir styrkir og aðrar innborganir sem ætlaðar voru æskulýðsdeildinni hafi skilað sér inn á rétta staði. Allir sem á fundinum eru, eru sammála um að hafa góða samvinnu um styrkumsóknir í þá sjóði sem hægt er að sækja í. Minnt er á að við eigum enn ósóttan styrk í SÚN til kaupa á félagsjökkum fyrir börn og unglinga, en jakkar þessir yrðu eign félagsins. Að lokum segir Þórhalla að stjórn æskulýðsnefndar hafi orðið vör við neikvæða umræðu í garð nefndarinnar og starfsemi hennar og biður stjórnina um aðstoð við að kveða niður slíka umræðu. Nokkur umræða skapast um þetta efni og telja flestir að þetta sé tilkomið vegna þess hve miklir fjármunir renni til deildarinnar og kostnað við ferðalag norður í land fyrir 2 árum. Fundarmenn eru sammála um að æskulýðsdeildin sé að vinna mjög gott starf og það sé vaxtarbroddur félagsins og því mikilvægt að hlúa að honum og bæði í orði og á borði.

 

 1. Námskeiðshald. Þórhalla upplýsir að æskulýðsdeildin stefni að því að halda reiðnámskeið fyrir alla aldurshópa. Hugsanlega yrði byrjað í febrúar og keyrt ca. 3ju hverju helgi fram í apríl. Reynir Atli Jónsson er tilbúinn að koma og kenna á þessu námskeiði. Fundarmenn fagna þessu framtaki og mun Þórhalla sjá um samskiptin við Reyni Atla og skipulag námskeiðsins. Mikilvægt er að æskulýðsnefnd og mótanefnd hittist og skipuleggi starfsemi sína saman svo engir árekstrar verði.

 

 1. Guðbjörg upplýsir að Benni Líndal sé tilbúinn að koma með fræðsluerindi til okkar sem og hnakkakynningu.

 

 1. Kjör íþróttamanns Fjarðabyggðar. Tilnefning Blæs er Guðbjartur Hjálmarsson en hann er útnefndur af stjórn sem íþróttamaður Blæs. Stefnt er að því að veita honum viðurkenningu félagsins í Dalahöllinni í tengslum við Gamlársreiðina. Vilborg ætlar að taka að sér að gera bikarinn klárann.

 

 1. Málefni stjórnar Dalahallarinnar. Fyrir liggur að stjórnin þarf að skipta með sér verkum og finna sér nýjan framkvæmdastjóra og prókúruhafa. Stungið upp á Rósu Dögg sem prókúruhafa og Guðbjörgu sem framkvæmdastjóra.  Samþykkt. 

 

 1. Sigrún upplýsir að rafmagn við Dalahöllina sé komið í farveg og er Guðröður í samskiptum við Rarik vegna þessa. Einnig að Sveinn hjá Vegagerðinni hafi haft samband við hana og upplýst að undirgöngin sem ætluð eru hestamönnum vegna nýs Norðfjarðarvegar séu mikið niðurgrafin og allt að 12° halli á þeim. SJG lagði hart að honum að reyna að draga úr þessum mikla halla ef mögulegt væri.  Þá kom einnig fram að göngin yrðu rúmlega 3ja metra há þar sem þau eru hæst og 3ja m breið.

 

 1. Snjóruðningsmál.  Þar sem nú er farið að snjóa voru snjóruðningsmál rædd og snjóruðningssamningur sá sem er í gildi. Hann var til 3ja ára og því er 1 ár eftir af honum.

 

 1. Jólamarkaðurinn 29. nóv. s.l. Lokauppgjör ekki komið en útkoman  gæti verið 140-170 þús sem er alveg ásættanlegt.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:25.

Stjórnarfundur haldinn í félagsaðstöðu Blæs 16.apríl kl. 18

Mættar: Sigrún Júlía, Þórey Sigfúsdóttir, Guðrún Smáradóttir, Sigurborg Hákonardóttir og Vilborg Stefánsdóttir.

Vilborg ritar fundargerð.

 1. Umgengni í Dalahöllinni. Illa er gengið um og félagsaðstaðan opin og brögð að því að ljós séu skilin eftir kveikt. Þar sem vart hefur verið við mýs í reiðhöllinni er mikilvægt að ekki sé opið inní félagsaðstöðuna. Sigrún Júlía og Hjörvar hafa flutt lyklahúsið úr gömlu félagsaðstöðunni og sett upp við innganginn í þá nýju þannig að nú mun hún verða læst framvegis. Einnig fóru þau Sigrún Júlía og Hjörvar með mikið rusl úr gamla húsinu og drasl sem var fyrir utan Dalahöllina á gámavellina. Kann stjórnin þeim bestu þakkir fyrir.
 2. Styrkur frá Sparisjóði Norðfjarðar. Sparisjóðurinn afhenti nú fyrir stuttu styrk til félagsins að upphæð kr.400 þúsund. Ákveðið að bíða og sjá hvort ekki þurfi að nýta hann í framkvæmdir á svæðinu, t.d.  til kaupa á girðingarefni fyrir beitarhólf frekar en að láta hann ganga til Dalahallarinnar í heild sinni a.m.k..
 3. Stjórn Dalahallarinnar. Stjórn Blæs þarf að finna fólk í stjórn Dalahallarinnar. Stjórnin skiptir með sér verkum í að tala við einstaklinga.
 4. Firmamótið. Gjaldkeri (Þórey Sigfúsdóttir)  formaður firmanefndar segir að nefndin muni hefja störf á næstu dögum. Mótið verði að öllum líkindum haldið 17.maí. Dagsetning vornæturreiðar stangast á við þessa dagsetningu og ætlar Sigrún Júlía að ræða við útreiðarnefnd um hvort ekki sé möguleiki að breyta dagsetningu vornæturreiðarinnar.
 5. Staða á reikningi félagsins. Gjaldkeri upplýsir að inni á reikningnum séu um 700 þúsund. Þetta sé þó ekki alveg endanleg tala þar sem hugsanlega séu þarna inní einhverjar innborganir vegna knapamerkisnámsekiðs, en það sé þó ekki há upphæð ef svo er.
 6. Viðburðarskrá Fjarðabyggðar. Beiðni frá Íþrótta- og tómstundafulltrúa Fjarðabyggðar um að fá inni í viðburðarskrá sveitarfélagsins það sem er í boði fyrir börn og unglinga hjá félaginu.  Slík viðburðarskrá var einnig gefin út í fyrra og þá sent inn frá félaginu. Guðrún Smáradóttir sem er í æskulýðsnefnd ætlar að kanna þetta mál og láta ritara vita, sem mun senda þetta til Fjarðabyggðar. Þetta þarf að klárast fyrir 27.apríl n.k.
 7. Félagsgjöld. Komið að innheimtu og þarf að fara yfir félagatalið og gera breytinga t.d. varðandi aldur einstaklinga.
 8. Sprettur. UÍA hefur auglýst að opnað hafi verið fyrir umsóknir í Sprett. Þurfum að fara yfir hvort að við getum nýtt okkur það. Þórey og Vilborg taka þetta mál að sér.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 19.30

Sameiginlegur fundur stjórna Hestamannafélagsins Blæs og stjórnar Dalahallarinnar ehf. Haldinn 24.mars 2014 í félagsaðstöðunni í Dalahöllinni.

Mætt úr stórn Blæs : Sigrún Júlía, sem einnig er í stjórn Dalahallarinnar, Guðrún Smáradóttir Guðbjörg Friðjónsdóttir, sem einnig er í stjórn Dalahallarinnar, Þórey Sigfúsdóttir, Erla Guðbjörg Leifsdóttir, Sigurborg Hákonardóttir og Vilborg Stefánsdótti sem ritar fundargerð

Mætt úr stjórn Dalarhallarinnar: Guðröður Hákonarson og Rósa Dögg Þórsdóttir auk fyrrtaldra sem sitja í báðum stjórnum.

 1. Rekstrarframlag frá Fjarðabyggð. Úthlutað til Blæs kr. 2.000.000.-  spurning hvort og þá hvernig eigi að skipta þessari upphæð á milli Blæs og rekstrarfélags Dalahallarinnar. Í fyrr hélt Blær eftir 350 þús en restin fór til Dalahallarinnar. Málið reifað frá ýmsum hliðum, en niðurstaða fundarins er að upphæðin í heild sinni fari að þessu sinni til Dalahallarinnar.

             Tryggt sé þá að félagsaðstaðan sé félagsmönnum opin.

 

 1. Ræddar hugmyndir um hvernig mætti kynna hestamennskuna enn frekar en gert hefur verið, t.d. með því að koma meira inn í VA.

 

 1. Ársþing UÍA er um næstu helgi á Djúpavogi.  Sigrún Júlía formaður Blæs ætlar að mæta fyrir hönd félagsins.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið

Stjórnarfundur haldinn 13.janúar 2014 í félagsaðstöðu hestamannafélagsins í Dalahöllinni kl.20.00.

Mættar: Sigrún Júlía Geirsdóttir, Guðbjörg Friðjónsdóttir, Þórey Sigfúsdóttir, Vilborg Stefánsdóttir, Guðrún Smáradóttir og Sigurborg Hákonardóttir

Fundargerð ritar Vilborg

 1. Viðburðaskrá 2014. Formaður fer yfir  viðburðarskrá ársins. Ekki er búið að tímasetja alla viðburði,  en ljóst er að starfið mun verða blómlegt á þessu ári. Formaður  skýrir frá því að forsvarsmenn hestamanna í nágrannabæjarkjörnunum  hafi haft samband við hana og lýst yfir áhuga á  samstarfi hvað varðar útreiðar, þ.a.sameiginlegar  hópreiðar  væru í hverjum bæjarkjarna fyrir sig og lokahnykkurinn yrði svo vornæturreiðin hjá okkar félagi.  Tekið skal fram að enn er aðeins um hugmynd að ræða og skipulag hvað þetta varðar er ekki hafið.
 2. Farið yfir þau mót sem mótanefnd hefur skipulagt á þessu ári. Guðbjörg greinir frá því að formaður Freyfaxa hafi haft samband við hana og lýst yfir áhuga á samstarfi hvað varðar  úrtöku fyrir Landsmót . Stjórn Blæs mjög jákvæð hvað varðar slíkt samstarf því kostnaður við að fá dómara er mjög mikill og því báðum félögunum til góðs að deila kostnaði.­ 
 3. Fyrirspurn frá mótanefnd um hvort félagið hafi áhuga á að hafa kaffi- og veitingasölu á mótum félagsins.  Kaffisala og veglegt  kaffihlaðborð hefur alltaf verið á félagsmóti og einnig veitingasala  á kvennatöltsmótinu. Er stjórnin mjög hlynnt því að hafa einfaldar kaffiveitingar  í tengslum við hin mótin og mun hafa samráð við kaffinefndina þegar nær dregur.
 4. Reiðnámskeiðið hjá Ragnheiði Samúelsdóttur. Formaður upplýsir að félagið hafi fengið 200.000 króna styrki frá SÚN í það verkefni.
 5. Næsti aðalfundur. Í ljósi lagabreytinga á síðasta aðalfundi félagsins sem haldinn var í nóvember s.l. er næsti aðalfundur í febrúar 2015.
 6. Stækkun reiðvallar.  Nokkur umræða hefur verið í félaginu um nauðsyn þess að stækka völlinn okkar svo hann sé löglegur fyrir mót af öllu tagi. Stækkun er hins vega mjög dýr framkvæmd og óráðlegt að fara í hana næstu 2-3 árin á meðan verið sé að koma Dalahöllinni í fullan rekstur og borga niður skuldir. Umræður um ástand vallarins, en engar ákvarðanir teknar um framkvæmdir að svo stöddu.
 7. Dalahöllin.Málningar- og rafmagnsvinna eru nú í fullum gangi. Ýmis verk sem þarf að vinna en til þess að vinnan verði skilvirk og fólk geti ráðist í það sem það treystir sér í, þarf stjórn Dalahallarinnar að setja upp verkefnalista. Fundur í stjórn Dalahallarinnar á morgun og því  mun þetta væntanlega skýrast fljótt og verða birt á netinu.
 8. Stjórn Dalahallarinnar. Það hafa orðið afföll af fólki úr stjórn hallarinnar og skv.lögum ber stjórn Blæs að tilnefna í þá stjórn. Vantar nú 1 aðalmann og 2 varamenn. Umræður og uppástungur og munu fulltrúar stjórnar í stjórn Dalahallarinnar munu fara með þær tillögur á fundinn og í framhaldi að því mun verða haft samband við fólk og áhugi þess kannaður á stjórnarsetu.
 9. Umsjón með girðingu. Formaður kemur fram með tillögu um að leita til vallarnefndar með að bæta við því verkefni á nefndina að hafa umsjón með viðhaldi á girðingum á svæðinu og gefa stjórn kostnaðaráætlun  við að girða stóra hólfið.  Samþykkir stórnin þessa tillögu einróma og mun formaður vinna málið áfram.
 10. Flutningur úr gamla húsinu. Það þarf að klára að tæma gamla húsið, bæði þarf að flytja eitt og annað niður í höll og annað þarf að fara á haugana. Mikilvægt að sortera og henda því sem ekki er þörf á að halda uppá.
 11. Skemmtinefndin kynnir sína dagskrá. Guðrún og Guðbjörg sem eru í skemmtinefnd kynna  það sem verður á dagskránni í vetur, m.a. er fyrirhugað Þorrablót hestamanna. Viðburðirnir skráðir í viðburðarskrá félagsins.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 21:20

 

Stjórnarfundur haldinn þann 28.nóvember 2013  kl. 20 í nýrri félagsaðstöðu hestamannafélagsins í Dalahöllinni

Þetta er fyrsti fundur stjórnar á nýju starfsári.

Mættar eru Sigrún Júlía Geirsdóttir, Guðbjörg Friðjónsdóttir, Þórey Sigfúsdóttir, Vilborg Stefánsdóttir, Sigurborg Hákonardóttir og Erla Guðbjörg Leifsdóttir

 1. Sigrún Júlía, formaður Blæs, býður nýja stjórnarmeðlimi, þær Sigurborgu og Erlu Guðbjörgu velkomnar í hópinn.
 2. Úthlutun úr Spretti. Fengum 30 þús.kr. Styrk úr Spretti vegna þátttöku í Fjórðungsmótinu sem haldið var á Höfn s.l. sumar. Þarf að safna saman kvittunum. Guðbjörg er með einhverjar og Þórey mun kanna hvort fleiri kvittanir séu til hjá þátttakendum.
 3. SÚN búið að auglýsa að opið sé fyrir umsóknir í styrktar og menningarsjóð. Stjórnin mun sækja um til viðhalds og uppbyggingar á reiðsvæðinu. Guðbjörg tekur að sér málið og mun vinna það með Vallarnefnd. Þurfum einnig að hafa samband við Æskulýðsdeildina og kanna hvort hún ætli að sækja um. Sigrún Júlía kannar það mál.
 4. Það liggur fyrir að það þarf að tæma gamla félagshúsið. Nefndir þurfa að sortera sitt dót og henda því sem má. Munum ganga í að auglýsa þetta er tekur að vora.
 5. Íþróttamaður Blæs. Umræður um hvernig best sé að forma nýjar reglur hvað þetta varðar og sitt sýnist hverjum. Munum kanna hvernig þetta er gert hjá öðrum félögum. En skv. nýjum lögum félagsins munu félagsmenn kjósa íþróttamann Blæs frá og með næsta starfsári.
 6. Kosning íþróttamanns Blæs 2013. Valið stendur á milli þeirra: Hrannar Hilmarsdóttur og Sigurðar Sveinbjörnssonar. Af fundi ganga nú Þórey Hilmarsdóttir og Guðbjörg Friðjónsdóttir.  Niðurstaða kosninga er að Sigurður Sveinbjörnsson er hestaíþróttamaður Blæs 2013.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21.30

Aðalfundur Hestamannafélagsins  Blæs, haldinn í Dalahöllinni 21. nóvember 2013 kl. 19:30.

Formaður félagsins, Sigrún Júlía Geirsdóttir (SJG), setur fundinn, býður félagsmenn velkomna og fagnar því að fundað sé í nýrri félagsaðstöðu félagsins í Dalahöllinni.

Mættir eru 21 félagsmaður.

Gengið til dagskrár fundar:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.  Formaður stingur uppá Ingólfi Arnarsyni (IA) sem fundarstjóra og Guðbjörgu Friðjónsdóttur sem fundarritara. Kosning þeirra samþykkt með lófaklappi.

Fundarstjóri tekur nú við fundi og  les dagskrá fundarins.

 1. Innganga nýrra félaga.  SJG les upp félagsbeiðnir sem hér segir:

María Katrín Jónsdóttir Ármann

Anna Móberg Herbertsdóttir Zöega

Einar Sverrir Björnsson

Viktor Már Sverrisson

Ástrós Eiðsdóttir

 1. Skýrsla stjórnar. Formaður Blæs SJG les hana og er hún samþykkt.
 2. Reikningar félagsins lagðir fram og umræður og atkvæðagreiðslur um liði 3 og 4.

Þórey Sigfúsdóttir gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum félagsins. Fundarstjóri  IA  býður fólki að spyrja út í skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

Þórhalla biður um orðið og biður um frekari útlistingu á æskulýðsferð og æskulýðsdögum.

Gjaldkeri svarar.

Fundarstjóri IA ber liði 3 og 4 upp til samþykktar og er hvort tveggja samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og lófaklappi.

 1. Formenn nefnda gera grein fyrir störfum nefnda sinna á liðnu ári.
 2. Æskulýðsnefnd:  Þórhalla  Ágústsdóttir formaður nefndarinnar gerir grein fyrir blómlegu starfi æskulýðsnefndar.
 3. Útreiðanefnd : Ingólfur Arnarson formaður nefndarinnar segir að starfsemi nefndarinnar hafi verið gerð góð skil í skýrslu stjórnar og því litlu við að bæta.
 4. Mótanefnd og Vallarnefnd : Sigurður Sveinbjörnsson formaður nefndanna gerir grein fyrir starfseminni.  Þar kemur fram að Kvennatöltsmót var haldið þann 2. mars og er mótið haldið til minningar um hestakonuna Halldóru Jónsdóttur. Félagsmótið ásamt úrtöku var haldið 15. júní, en frekara mótahald var fellt niður vegan framkvæmda í Dalahöllinni. Sigurður fer einnig yfir þátttöku félagsmanna á Fjórðungsmótinu á Hornafirði.
 • Firmanefnd:  Þórey Sigfúsdóttir formaður nefndarinnar fer yfir fjármögnun (sjá rekstrarreikning).
 • Reiðveganefnd: Engin skýrsla.
 • Kaffinefnd: Engin skýrsla

Nefndum þakkað fyrir störf sín.

 1. Kosning stjórnar.  Sigrún Júlía Geirsdóttir formaður tekur til máls og skýrir frá því að stjórnin öll gefi kost á sér nema Heiðrún Þorsteinsdóttir. Í staðinn gefur Erla Guðbjörg Leifsdóttir kost á sér sem aðalmaður. Margrét Ósk Vilbergsdóttir  og Guðrún Smáradóttir hafa verið varamenn í stjórninni. Guðrún gefur kost á sér áfram en Margrét Ósk ekki. Sigurborg Hákonardóttir gefur kost á sér í stað Margrétar. Kosning stjórnar staðfest með lófaklappi.
 2. Kosning tveggja endurskoðenda. Rut Hafliðadóttir og Jón Björn Hákonarson gefa kost á sér og er kosning þeirra samþykkt einróma.
 3. Kosið í nefndir:
 • Æskulýðsnefnd: Þórhalla Ágústsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Heiðrún Þorsteinsdóttir, Guðrún Smáradóttir, Anna Bergljót Sigurðardóttir, Rósa Dögg Þórsdóttir og María Katrín Jónsdóttir Ármann.
 • Mótanefnd: Ásvaldur Sigurðsson, Bjarni Aðalsteinsson, Jóna Árný Þórðardóttir, Vilberg Einarsson, Theodór Elvar Haraldsson.
 • Vallarnefnd: Þórhallur Helgason, Ásvaldur Sigurðsson, Sigurður J. Sveinbjörnsson.
 • Firmanefnd: Þórey Sigfúsdóttir, Þórhalla Ágústsdóttir, Ásvaldur Sigurðsson, Ingólfur Arnarson, Jóna Árný Þórðardóttir, Guðröður Hákonarson.
 • Reiðveganefnd: Hjálmar Ingi Einarsson,  Ingi Árni Leifsson, Þorgerður Kristinsdóttir, Ingólfur Arnarson og Kjartan Kjartansson.
 • Útreiðanefnd: Margrét Linda Erlingsdóttir, Margrét Ósk Vilbergsdóttir, Erla Guðbjörg Leifsdóttir og Ingólfur Arnarson.
 • Húsnefnd: Viðar Guðmundsson, Þórður Júlíusson, Hjálmar Ingi Einarsson.

        SJG formaður greinir frá því að húsnefnd starfi einungis uns gamla             félagshúsið verði afhent nýjum eigendum.

 • Kaffinefnd: Rut Hafliðadóttir, Vilborg Stefánsdóttir og Sigurborg Hákonardóttir.
 • Skemmtinefnd: Guðbjörg Friðjónsdóttir, Þórey Sigfúsdóttir, Guðrún Smáradóttir, Þórhalla Ágústsdóttir og Ingólfur Arnarsson.
 1. Tillaga um árgjald næsta árs. SJG formaður kemur fram með tillögu stjórnar um breytingu á árgjöldum.

Fyrir fullorðna kr. 7.500

Fyrir 14-18 ára kr. 3.500

Fyrir yngri en 14 ára kr. 1.000

 

Ingólfur Arnarson tekur til máls og bendir á að þar sem tap er hjá félaginu sé eðilegt að hækka gjöldin meira og varpar fram tillögu um að vera með aðgang að Dalahöllinni inni í árgjöldunum.

Guðröður Hákonarson kemur í pontu og segir að sér finnist árgjöldin allt of lág og sér finnist að börn og unglingar eigi líka að greiða gjöld og bendir á útgjöld vegna æskulýðsnefndar í rekstrarreikningi félagsins. Vill samspil milli Blæs og Dalahallarinnar um eitt árgjald. Félagið sé að leggja mikla fjármuni í reiðhöll, námskeið og reiðvegi.

Miklar umræður um þetta mál og lýsa margir yfir áhyggjum um að tapa út félögum og þá sérstaklega börnum séu félagsgjöld hækkuð verulega.

Ásvaldur  Sigurðsson telur að það sé ekki löglegt að setja inn í árgjaldið aðgang að höllinni.

KAFFIHLÉ

                Áfram umræður um árgjöld og að lokum koma fram tvær tillögur:

Frá Guðröði Hákonarsyni: Gjald fyrir fullorðna kr. 10.000 og fyrir börn undir 16 ára aldri kr. 4000.

Frá Jónu Árnýju Þórðardóttur: Gjald fyrir fullorðna kr. 10.000, fyrir 14 -18 ára kr. 3.500 og fyrir börn yngri en 14 ára kr. 1000.

Kosið um tillögur: Tillaga Guðröðar 4 samþykkir, 13 á  móti.  Tillaga Jónu 16 samþykkir, enginn á móti.

Tillaga Jónu er því samþykkt.

Vilberg spyr hvort hægt sé að láta árgjöldin taka gildi á fundinum, Ingólfur bendir á fundarsköp.

 1. Lagabreytingar. SJG óskar eftir leyfi fundarins um að lögum verði breytt þó að ekki sé 1/5 félagsmanna mættur. Fundargestir samþykkja það.

 

 1. grein

Nafn félagsins er Hestamannafélagið Blær og heimili þess og varnarþing er í Fjarðabyggð. Félagið er aðili að UÍA, L.H. og ÍSÍ og er háð lögum, reglum og samþykktum þessara samtaka.

 

Guðröður Hákonarson ber upp svohljóðandi breytingartillögu:

Nafn félagsins er Hestamannafélagið Blær. Félagssvæði þess og varnarþing er í Fjarðabyggð. Félagið er aðili að UÍA, L.H. og ÍSÍ og er háð lögum, reglum og samþykktum þessara samtaka.

 

Eftir umræður er eftirfarandi lagagrein samþykkt, 16 greiða með og 2 sitja hjá: Nafn félagsins er Hestamannafélagið Blær félagssvæði þess, heimili og varnarþing er í Fjarðabyggð. Félagið er aðili að UÍA, L.H. og ÍSÍ og er háð lögum, reglum og samþykktum þessara samtaka.

 

 

 1. grein

Markmið félagsins er: að stuðla að iðkun hestaíþrótta, stuðla að góðri meðferð hesta og efla áhuga og þekkingu á ágæti þeirra.

 

Að vinna að því að flutt séu á vegum félagsins fræðsluerindi um hestaíþróttir, hrossarækt og önnur málefni á áhugasviði hestamanna.

 

Að reiðvegir séu gerðir sem víðast, þannig að önnur umferð verði til sem minnstrar hindrunar og óþæginda fyrir útreiðar og gagnkvæmt. Vegum þessum sé ávallt haldið eins vel við og efni og aðstæður leyfa.

 

Að gangast fyrir að félagsmönnum verði úthlutað sumarhagagöngu fyrir hesta sína.

 

Að gangast fyrir að nægilegt framboð sé af byggingarlandi fyrir hesthús í nánu samstarfi við bæjaryfirvöld.

 

Eiga og reka félagsaðstöðu. Að bæta aðstöðu félagsmanna til að iðka hestamennsku sem tómstundagamans, keppnis- og sýningaríþrótt með því m.a. að koma upp/viðhalda  velli, byggja upp íþróttamannvirki og viðhalda þeim til æfinga, keppni og hestaíþrótta.

 

Að standa fyrir félagsmóti einu sinni á ári.

 

Guðröður leggur fram breytingartillögu og afhendir SJG.

Þórður stígur í pontu og finnst þetta góð tillaga nema tilnefning hestaíþróttamanns.

Ingólfur: Heggur eftir sumarbeit og hvernig eigi að leysa það.

Sigurður Sveinbjörnsson: Ágætis breytingar en hefði mátt kynna betur breytingatillögur og gott væri að fá þær skriflega. Segist ekki endilega sammála Ingólfi og vill að að kosið sé um það.

SJG formaður fagnar umræðu um þessi mál og segist vita að flestir séu búnir að kynna sér tillögur þær sem stjórnin lagði fram og sendar voru með fundarboðinu. Hún segist ekki vera með svör um hvernig leysa eigi hagabeitarmálin en stjórnin hafi ákveðið að hafa þetta inni og bendir jafnframt á að félagsgirðingar hafi ekki verið mikið notaðar í sumar. Kallar eftir tillögu Guðröðar sem nú er lesin upp.

2. gr. Markmið félagsins er: Að stuðla að iðkun hestamennsku sem tómstundagamans, alenningsafþreyingu og hestaíþróttastarfsemi, stuðla að góðri meðferð hrossa og efla áhuga og þekkingu á ágæti þeirra.

 

Að vinna að, á vegum félagsins, kennslu í hestamennsku, fræðslu tengdri hestum og hestaíþróttum, hrossarækt og öllum hestatengdum málefnum á áhugasviði hestamanna.

 

 Hestamannafélagið skal standu fyrir félagsmóti árlega. Félagsmót skulu haldin eins og lög og reglur LH segja til um og vera lögleg mót.

 

Að loknum mótum að hausti skal stjórn félagsins tilgreina þá aðila sem skarað hafa fram úr á árinu. Skulu þær tilnefningar vera gerðar félagsmönnum aðgengilegar á heimasíðu félagsins þar sem félagsmenn hafa kost á að kjósa hestamann ársins hjá félaginu.

 

Þeir hlutar úr tillögu stjórnar sem snúa að reiðvegum, hagabeit, byggingarlandi og félagsaðstöðu vildi Guðröður að stæðu óbreyttir.

 

Þórhalla: sammála Ingólfi að fella út sumarhaga fyrir félaga. Beitarmál hafi verið síðustu stjórn erfið og vill að þetta sé tekið út.

Vilberg: Finnst meinlaust að félagið leitist við að fina hagabeit en vill fá breytingartillögur Guðröðar skriflegar svo fólk viti um hvað það sé að kjósa.

SJG spyr félaga hvort æskilegt sé að halda framhaldsaðalfund um lagabreytingar, bendir á kostnað á prentun breytingartillagna. Fundarmenn samþykkja að halda áfram og klára þetta mál.

Sigurður Sveinbjörnsson: Segist geta verið sammála Guðröði að einhverju leiti en hann sé þó ekki tilbúinn að samþykkja að setja inn í lög félagsins hvort félagsmót eigi að vera opið eða lokað og vill hafa á félagsmótum opna flokka  og hvað varðar tilnefningu íþróttafólks að þar séu stig talin eftir árangri.

Umræður um netkosningu.

Eftir umræður var fallist á að bera fram 2. grein í eftirfarandi mynd :

 

 1. grein:

Markmið félagsins er: að stuðla að iðkun hestamennsku sem tómstundagamans, almenningsafþreyingar og hestaíþróttastarfsemi, stuðla að góðri meðferð hrossa og efla áhuga og þekkingu á ágæti þeirra.

 

Að vinna að, á vegum félagsins, kennslu í hestamennsku, fræðslu tengdri hestum og hestaíþróttum, hrossarækt og öllum hestatengdum málefnum á áhugasviði hestamanna.

 

Að reiðvegir séu gerðir sem víðast, þannig að önnur umferð verði til sem minnstrar hindrunar og óþæginda fyrir útreiðar og gagnkvæmt. Vegum þessum sé ávallt haldið eins vel við og efni og aðstæður leyfa.

 

Að gangast fyrir að félagsmönnum verði úthlutað sumarhagagöngu fyrir hesta sína.

 

Að gangast fyrir að nægilegt framboð sé af byggingarlandi fyrir hesthús í nánu samstarfi við bæjaryfirvöld.

 

Eiga og reka félagsaðstöðu. Að bæta aðstöðu félagsmanna til að iðka hestamennsku sem tómstundagaman, keppnis- og sýningaríþrótt með því m.a. að koma upp/viðhalda  velli, byggja upp íþróttamannvirki og viðhalda þeim til æfinga, keppna og hestaíþrótta.

 

Hestamannafélagið skal standa fyrir félagsmóti árlega. Félagsmót skulu haldin eins og lög og reglur L.H. segja til um og vera lögleg mót. Félagsmót skulu ávallt vera opin mót.

 

Samþykkt með 14 atkvæðum, 2 á móti en aðrir sátu hjá.

 

 

 1. grein lesin upp:  3. grein

Félagar geta allir orðið. Umsókn skal koma til stjórnar félagsins. Stjórn félagsins getur samþykkt félagsaðild til bráðabirgða. Leggja skal afgreiðslu stjórnar fyrir aðalfund til staðfestingar.

 

Félagsmenn bera ekki fjárhagslega ábyrgð vegna skuldbindinga félagsins umfram greiðslu árgjalda.

 

Samþykkt með 17 greiddum atkvæðum. Enginn á móti.

 

 1. grein tillaga:

Félagsmaður sem skuldar árgjald eða stendur að öðru leyti í skuld við félagið fellur af félagatali við lok reikningsárs hafi hann ekki samið um annað. Viðkomandi getur ekki öðlast félagsréttindi á ný nema eldri skuld sé greidd.

Félagsmenn yngri en 18 ára hafa almennt ekki atkvæðisrétt á aðalfundum og almennum félagsfundum. Stjórn félagsins getur gefið undanþágu frá þessu ákvæði. Við 18 ára aldur öðlast félagsmenn full réttindi til atkvæðagreiðslna

 

Guðröður kemur með svohljóðandi breytingatillögu:

4. grein

Félagsmaður sem skuldar árgjald við félagið fellur af félagatali við lok reikningsárs. Viðkomandi getur ekki öðlast félagsréttindi á ný nema eldri skuld sé að fullu greidd. Félagsmenn yngri en 16 ára frá ekki atkvæðisrétt á aðalfundum og öðrum fundum félagsins.

SJG: Ástæða aldurstakmarks er sú að þeir sem ekki hafi náð 18 ára aldri séu taldir börn skv. landslögum.

Vilberg spyr hvort við séum ekki búin að kynna okkur lög annara félaga.

SJG segir að svo sé og að tillaga stjórnar sé unnin með hliðsjón af lögum nokkurra annarra hestamannafélaga.

Formaður ber upp tillögu stjórnar til atkvæðagreiðslu, enda gekk hún lengra en breytingartillagan, og er hún samþykkt með 16 atkvæðum gegn 4.

 

 1. grein tillaga.

Reikningsár félagsins er almanaksárið.

 

Stjórn félagsins ber alla ábyrgð og hefur yfirstjórn á fjárreiðum félagsins og einstakra deilda og nefnda. Deildum og nefndum er óheimilt að stofna til fjárskuldbindinga án heimildar stjórnar félagsins.

 

Reikningar félagsins skulu endurskoðaðir og áritaðir af kjörnum skoðunarmönnum félagsins og liggja frammi á aðalfundi.

 

Hefja skal innheimtu félagsgjalda eigi síðar en 1. maí og eindagi þeirra er 15. maí. Þeir félagar sem náð hafa sjötugs aldri skulu undanþegnir greiðslu árgjalda. Börn að 14 ára aldri greiði barnagjald og unglingar frá 14 ára að 18 ára aldri greiði unglingagjald. Breytingar á félagsgjaldi eru einungis heimilar samþykki aðalfundur þær.

 

 

Guðröður kemur með eftirfarandi breytingatillögu:

5. gr. Reikningsár félagsins sé frá 1. nóvember til 31. október.

Í fjórðu málsgrein 5. gr. laga: Hefja skal innheimtu félagsgjalda eigi síðar en 5. maí og eindagi þeirra skal vera 15. maí. Félagsmenn yngri en 16 ára skulu greiða hálft félagsgjald. Breytingar á félagsgjaldi skulu einungis heimilar á aðalfundi.

 

Sigurður: Spyr hvort greinin sé í sátt við það sem breytt var?

Formaður segir þetta stangast á. Gerir grein fyrir af hverju breytingar séu heppilegar vegna reikningsárs.

Tillaga stjórnar samþykkt með 10 atkvæðum, 2 á móti, en aðrir sátu hjá.

 

 1. grein tillaga:

Aðalfund skal halda eigi síðar en í febrúar ár hvert. Til hans skal boða með minnst tveggja vikna fyrirvara með bréflegri tilkynningu og auglýsingu á félagssvæðinu. Í fundarboðum skal gera grein fyrir dagskrá og tillögum að lagabreytingum, sé um þær að ræða.

 

Dagskrá aðalfundar er: 1. kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. innganga nýrra félaga borin upp til samþykktar. 3. skýrsla stjórnar framlögð og skýrð af formanni þar sem farið er yfir starfsemi félagsins á liðnu ári. 4. reikningar félagsins lagðir fram og skýrðir af gjaldkera, Umræður og atkvæðagreiðslur um liði 3 og 4. 5. formenn nefnda gera grein fyrir störfum nefnda sinna á liðnu ári. 6. kosning stjórnar, fimm stjórnarmeðlima og tveggja til vara, stjórn skiptir með sér verkum. 7. kosning tveggja endurskoðenda. 8. kosið í nefndir en þær eru: fimm fulltrúar í æskulýðsnefnd, fimm fulltrúar í mótanefnd, fimm fulltrúar í firmanefnd (skal gjaldkeri félagsins vera formaður hennar), þrír fulltrúar í reiðveganefnd og fimm fulltrúar í kaffinefnd. 9. tillaga lögð fram um árgjald næsta árs. 10. lagabreytingar. 11. önnur mál sem félagið varðar.

 

Kosningar skulu vera leynilegar ef minnst þriðjungur atkvæðabærra fundarmanna óskar þess.

 

Guðröður gerir eftirfarandi breytingartillögu við tillögu stjórnar: 6. gr. Aðalfund skal halda eigi síðar en 15. nóvember ár hvert. 8. kosið í nefndir en þær eru: Fimm fulltrúar í æskulýðsnefnd, fimm fulltrúar í mótanefnd, fimm fulltrúar í firmanefnd (skal gjaldkeri félagsins vera formaður hennar), þrjá fulltrúa í reiðveganefnd og fimm í kaffinefnd.

 

Guðröður segir of margara nefndir, vill að vallar- og mótanefnd verði sameinaðar og segir að húsnefnd sé óþörf.

Sigurður Sveinbjörnsson: Sammála Guðröði að sameina móta- og vallarnefnd. Skilur  tillöguna þannig að næsti aðalfundur  verði fljótlega þar sem á að breyta reikningsári.

Anna Bergljót:  Sammála að þessar tvær nefndir sameinist og vill sjá reiðveganefnd falla út.

SJG formaður:  Húsnefnd fellur niður. Skýrði frá verklagsreglum fyrir nefndir. Tillaga stjórnar gangi lengra.

Anna Bergljót:  Bendir á að með þessu væri aðalfundur næst í febrúar n.k.

Stjjórnin fer þess á leit að fundurinn samþykki lengra reikningsár að þessu sinni. Samþykkt.

Tillaga stjórnar borin upp, með þeirri breytingu að húsnefnd var felld, út og samþykkt með 17 greiddum atkvæðum. Á móti voru 2.

 

 1. grein tillaga:

Stjórn ákveður félagsfundi. Ef minnst tíu félagsmenn æskja þess skriflega og tilgreina fundarefni skal boða til fundar innan 10 daga frá móttöku beiðninnar. Til félagsfunda skal boða með minnst þriggja daga fyrirvara með auglýsingu á félagssvæðinu ásamt bréflegri  eða rafrænni tilkynningu. Stjórn félagsins ber ábyrgð á að uppfæra heimasíðu félagsins reglulega og setja þar inn fréttir af starfsemi þess.

 

Tillagan samþykkt með 16 greiddum atkvæðum. Enginn á móti, aðrir sitja hjá.

 

 

 1. grein tillaga:

Formaður félagsins boðar til stjórnarfunda og stjórnar þeim. Stjórnarmenn geta hvenær sem er óskað eftir stjórnarfundi. Varamenn skulu ávallt boðaðir og skulu þeir hafa tillögurétt og málfrelsi. Formaður er fulltrúi félagsins út á við og hefur ásamt félagsstjórninni yfirumsjón með allri starfsemi þess. Varaformaður gegnir störfum formanns í forföllum hans.

 

Guðröður kemur með breytingartillögu þess efnis að formaður félagsins sé fulltrúi og talsmaður félagsins út á við. Tillaga stjórnar með orðunum „og talsmaður“ samþykkt með 13 atkvæðum.

 

8. grein endanleg: 

Formaður félagsins boðar til stjórnarfunda og stjórnar þeim. Stjórnarmenn geta hvenær sem er óskað eftir stjórnarfundi. Varamenn skulu ávallt boðaðir og skulu þeir hafa tillögurétt og málfrelsi. Formaður félagsins er fulltrúi og talsmaður félagsins út á við og hefur ásamt félagsstjórninni yfirumsjón með allri starfsemi þess. Varaformaður gegnir störfum formanns í forföllum hans.

 

 1. grein tillaga:

Ritari annast allar bréfaskriftir og tölvusamskipti fyrir félagið í samráði við stjórn. Hann ritar allar fundargerðir stjórnarfunda í þar til gerða fundarbók og undirritar þær.

 

Samþykkt með 16 atkvæðum.

 

 1. grein tillaga:

Gjaldkeri sér um innheimtu félagsgjalda og annast allar fjárreiður félagsins. Hann skal fyrir aðalfund ár hvert gera eða láta gera reikningsyfirlit um hag félagsins og leggja reikninga þess endurskoðaða fyrir aðalfund til úrskurðar.

 

Samþykkt með 16 atkvæðum.

 

 1. grein tillaga:

Stjórn félagsins er heimilt að tilnefna heiðursfélaga. Heiðursfélagar geta þeir einir orðið sem sýnt hafa frábæran áhuga og dugnað í störfum sínum til eflingar félagsins og markmiðum þess.

 

 

 

Guðröður með breytingartillögu sem hljóðar svo:

Stjórn félagsins er einni heimilt að tilnefna heiðursfélaga. Heiðursfélagar geta þeir einir orðið sem sýnt hafa frábæran áhuga og dugnað í störfum sínum til eflingar félagsins og markmiðum þess.

Breytingartillagan samþykkt með  16 atkvæðum.

 

 

 1. grein tillaga:

Formaður félagsins skal vera sjálfkjörinn á ársþing L.H. Fulltrúar félagsins á ársþing L.H. eiga rétt á greiðslu ferða- og dvalarkostnaðar samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar.

 

Guðröður með breytingartillögu:

Formaður félagsins skal vera sjálfkjörinn á ársþing L.H. Stjórn félagsins skal kjósa annan í hans stað ef þarf. Fulltrúar félagsins á ársþing L.H. eiga rétt á greiðslu ferða- og dvalarkostnaðar samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar.

 

Breytingartillagan samþykkt með 16 greiddum atkvæðum

 

 1. grein tillaga:

Heimilt er á aðalfundi að kjósa nefndir og stofna deildir innan félagsins. Einnig getur stjórn félagsins skipað nefndir til ákveðinna verkefna. Deildir og nefndir eru bundnar af lögum félagsins. Deildir og nefndir sem stofnaðar eru á aðalfundi verða ekki lagðar niður nema með ákvörðun aðalfundar.

 

Samþykkt með 16 atkvæðum

 

 1. grein tillaga:

Stjórn félagsins er óheimilt að selja fasteignir félagsins, kaupa fasteignir eða hefja byggingu þeirra nema með samþykki aðalfundar eða félagsfundar. Hyggist stjórnin leita samþykkis fundar fyrir slíkri ráðstöfun skal geta þess í fundarboði.

 

Guðrðröður  gerir breytingartillögu:

Stjórn félagsins er óheimilt að selja fasteignir félagsins, kaupa fasteignir eða hefja byggingu þeirra nema með samþykki aðalfundar eða félagsfundar. Hyggist stjórnin leita samþykkis fundar fyrir slíkri ráðstöfun skal geta þess í fundarboði.

 

Hestamannafélagið Blær skal eiga 100% hlut í Dalahöllinni ehf. Kjörin stjórn hestamannafélagsins skal að loknum aðalfundi kjósa fimm manna stjórn Dalahallarinnar ehf. ár hvert og tvo varamenn.

 

Breytingartillagan er samþykkt  með 13 atkvæðum

 

 1. grein tillaga:

Nefndum, deildum og stjórn ber að fara eftir „starfslýsingum“ sem samþykktar eru á aðalfundi um starfshætti, starfssvið og annað sem þar er getið. Með tillögur til breytinga á þeim skal fara sem um tillögur til lagabreytinga.

Samþykkt  með 16 atkvæðum.

 

 1. grein tillaga:

Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi þar sem mættir eru minnst 1/5 lögmætra og atkvæðabærra félagsmanna og 2/3 hlutar greiddra atkvæða samþykki breytinguna. Mæti of fáir skal boða til fundar á ný og öðlast þá áður fram borin lagabreyting gildi ef hún er samþykkt með 2/3 hlutum greiddra atkvæða án tillits til þess hve margir félagsmanna eru mættir á fundinn. Tillögur sem félagsmenn vilja bera fram á lögum félagsins eða reglum þess skulu berast stjórninni skriflega eigi síðar en 20 dögum fyrir aðalfund. Ber stjórn að gera grein fyrir slíkum tillögum í fundarboði aðalfundar svo og tillögur sem hún hyggst bera fram til breytinga á lögum og reglum félagsins.

 

Lög og lagabreytingar Hestamannafélagsins Blæs öðlast gildi þegar þau hafa verið samþykkt á lögmætum aðalfundi og stjórnir UÍA, L.H. og ÍSÍ hafa staðfest þau sbr. lög Íþrótta- og ólympíusambands Íslands nr. 22.2.

 

Samþykkt með 16 greiddum atkvæðum.

 

 1. grein tillaga:

Tillögur um félagsslit skulu sæta sömu meðferð og lagabreytingar. Komi til þess að félagið verði leyst upp skulu eignir þess vera í vörslu Fjarðabyggðar og ráðstafar þá Fjarðabyggð eignum þess í sem bestu samræmi við þann tilgang sem félaginu var settur í upphafi. Það telst ekki upplausn þótt félagið sameinist öðrum hliðstæðum samtökum í öðrum héruðum. Ráðstöfunarréttur á fjáreign félagsins kemur ekki til framkvæmda fyrr en að minnst þremur árum liðnum frá upplausn félagsins.

 

Samþykkt með 16 atkvæðum

 

 1.  Önnur mál
 • Fyrirspurn um hvort sé sundurliðun á reikningum vegna félagsgjalda.
 • SJG útskýrir að félagið sé að spara félagsmönnum seðilgjald með því að senda einn gíróseðil á heimili og vill með leyfi fundar fá að senda árgjöld til innheimtu á þennan veg áfram.
 • Þórhalla kynnir fyrir hönd æskulýðsnefndar að Ragnheiður Samúelsdóttir hafi áhuga á að koma með námskeið knapamerki 1 og 2.  Knapar verði að vera orðnir 12 ára til að taka þátt í námskeiðunum. Hvetur fólk til að skrá sig.
 • Guðröður tekur til máls um fyrirhugaðan jólamarkað n.k. laugardag og skorar á alla að mæta í undirbúningsvinnu. Leggur fram ályktun fyrir fundinn og leggur mikla áherslu á að svæðið sem Blær er með verði ekki fyrir fjárhúsabyggð.  Ályktun hans borin upp til atkvæðagreiðslu og samþykkt með 13 atkvæðum gegn 2 að senda hana til Fjarðabyggðar.

Aðalfundur Hestamannafélagsins Blæs, haldinn á Kirkjubólseyrum 21. nóvember 2013 skorar á bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð að klárað verði deiluskipulag fyrir hesthúsabyggð á félagssvæði félagsins á Kirkjubólseyrum án frekari tafa. Enn fremur skal það ítrekað við bæjaryfirvöld að ekki komi til greina annað en að sú byggð sem rísa á á félagssvæðinu og við Dalahöllina sé eingöngu hesthúsabyggð. Allar hugmyndir um blandaða frístundabyggð séu gersamlega óásættanlegar af hálfu Hestamannafélagsins Blæs.

Blönduð frístundabyggð getur með engu móti fallið að þeirri starfsemi sem rekin er á þessu svæði og augljóst að stærð svæðisins rúmar ekki annað en hesthúsabyggingar sé litið fram í tímann.

 

Fundarstjóri felur nú formanni fundinn og slítur SJG fundi kl.23.15

 

Stjórnarfundur 26.10.2013 haldinn að Blómsturvöllum 37 kl. 13

Mættar: Sigrún Júlía, Þórey, Guðbjörg, Vilborg og Heiðrún

Fundargerð ritar Vilborg

 

 1. Lög hestamannafélagsins endurskoðuð.

Farið yfir þau drög að nýjum lögum sem stjórnin hefur verið að senda sín á milli í tölvupóstum. Þessi drög kláruð og sett í endanlegt form. Horft til laga annara hestamannafélaga. Þessar breytingartillögur að lögum félagsins mun verða send út með aðalfundarboðinu a.m.k. 2 vikum fyrir aðalfund, þ.a. fólk geti myndað sér skoðanir um þessa tillögur að nýjum lögum.

Ljóst er að ef það stefnir í langa og gagnrýna umræðu um þetta á aðalfundinum þá þurfi að boða til framhaldsaðalfundar og fyrir þann fund þurfi laganefnd að hafa unnið nausynlega undirbúningsvinnu.

 1. Formannafundur LH. Ekki hefur komið svar frá LH um hvort formaður vor megi senda staðgengil fyrir sig á fundinn, Sigrún Júlía á ekki heimangengt á boðuðum fundartíma.

Fleira ekki rætt

Fundi slitið kl. 14.45

Stjórnarfundur 8.október haldinn að Blómsturvöllum 37 kl.20.00

Mættar eru  Sigrún Júlía, Þórey, Guðbjörg, Margrét Ósk  og Vilborg

Fundargerð ritar Vilborg.

 1. Aðalfundur. Dagsetning aðalfundar er fimmtudagur 21.nóvember kl.19:30. Við þurfum að auglýsa fundinn í síðasta lagi 7.nóvember. Af þeim sem mættar eru, eru Sigrún Júlía, Þórey. Guðbjörg  og Vilborg tilbúnar til að halda áfram í stjórn. Margrét Ósk gefur ekki kost á sér áfram. Eigum eftir að fá svar frá þeim sem ekki eru mættar á fundinn.
 2. Félagsgjöld.  Spurning um að hækka félagsgjöldin hóflega. Tillaga: Börn 1000; Unglingar 3500; Fullorðnir 7000. Munum kanna hver árgjöldin eru hjá öðrum félögum áður en ákvörðun um slíka tillögu verður tekin.

Gjaldkeri segir ekki marga á vanskilaskrá.

 1. Félagatal. Það þarf að yfirfara félagalistann sem er á síðunni.
 2.  Nefndir á komandi starfsári. Stjórnin mun heyra í formönnum nefnda um hvort nefndarfólk sé tilbúið að halda áfram í sínum nefndum. Ljóst er að það þarf að endurvekja laganefnd en nauðsynlegt er að endurskoða lög félagsins. Stjórnin mun fara yfir lögin og gera breytingartillögur sem hægt er að bera upp á aðalfundi því margt sem er í núverandi lögum stangast á við það starf sem er í félaginu.
 3. Styrkir. Sóttum um styrk til SÚN til kaupa á félagsjökkum og fengum úthlutað 300.000 kr. Umræður um hvort eigi að láta sauma eða kaupa tilbúna jakka og hvort félagar eigi að eiga sína jakka eða félagið sjálft. Munum hafa samband við Jón Björn Hákonarson, en hann mun hafa verið búinn að kanna innkaup og/eða saumaskap á jökkum fyrir félagið. Sóttum einnig um í Sprett vegna þáttöku barna og ungmenna á Fjórðungsmótinu s.l. sumar, en ekki er búið að úthluta þar.
 4. Formannafundur LH verður haldinn í Reykjavík 8.nóv.2013. Formaður félagsins á ekki heimangengt en sendur er póstur á LH  með fyrirspurn þess efnis hvort formaður megi senda staðgengil.
 5. Vefsíðan. Hún hefur verið frekar dauf og það fyrir margar sakir. Það þarf að fara yfir viðburðarskrána og taka til á síðunni. Munum auglýsa eftir áhugasömu fólki í nefndir fyrir næsta starfsár.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:30

Stjórnarfundur haldinn 22.ágúst kl.19 að Blómsturvöllum 37

Mættar eru Sigrún Júlía, Guðrún, Þórey, Vilborg og Guðbjörg

 1. Dalahöllin. Í næstu viku klára smiðirnir sína grunn vinnu og þá getum við farið í að mála áður en eldhúsinnréttingin verður sett upp.

             Það á eftir að setja upp viftur og 2 stokka og op til að koma lofti inn því                        vifturnar draga loftið út.

               Bærinn hefur sett niður rotþró og hefur einnig lagt vatn að húsinu.

                Á næsta fimmtudag verður vinnukvöld í Dalahöllinni og verður það auglýst                 á síðunni okkar.

 1. Haustferð félagsins verður næstu helgi. Stjórn er ekki kunnugt um þátttöku.
 2. Kvennareiðin verður 31.ágúst.
 3. Guðbjörg upplýsir að Árni Steinar hjá umhverfissviði Fjarðabyggðar hafi lýst áhuga að randarbeita svæði hjá bænum.
 4. Gjaldkeri er spurður um hvernig gangi að innheimta félagsgjöld og er hún bara ánægð með heimturnar.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20.30

Stjórnarfundur haldinn í félagshúsi Blæs 18.júní kl.19.30

Mættar: Guðbjörg, Þórey, Vilborg, Guðrún, Heiðrún

Fundargerð ritar Vilborg

 1. Styrkumsóknir. Stefnum á að sækja um í Sprett hjá UIA í haust (félagastyrk) vegna Fjórðungsmóts. Þurfum að biðja þátttakendur að vera dugleg að safna kvittunum á ferðalaginu og svo  ættu skráningargjöldin að falla undir þetta. Næsta úthlutun úr Spretti er í okt.2013.Munum sækja um styrk til SÚN vegna kaupa á félagsjökkum.

             Þórey og Vilborg sjá um þetta.

 

 1. Það fara 6 keppendur frá Blæ á Fjórðungsmótið á Hornafirði. Reiknað er með að allir hestarnir komist á 2 kerrur.

 

 1. Búið að safna saman jökkum og bindum og eru allir keppendur komnir með búing.

 

 1. Boðað er til knapafundar í kjölfar þessa stjórnarfundar.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.20

 

 

Stjórnarfundur haldinn þann 12.júní kl. 18:00 í félagshúsi Blæs

Mættar Guðbjörg, Þórey, Guðrún, og Vilborg

Sigrún Júlía boðar forföll.

 

 1.  Skráning á Fjórðungsmót. Stjórn félagsins er ábyrg fyrir skráningu  og þarf hún að liggja fyrir á laugardag strax að loknu félagsmóti Blæs
 2. Skráningarfrestur á félagsmót.  Fresturinn á að renna út í kvöld en vegna vandræða hjá einhverjum með IS númer er æskilegt að framlengja frest til morguns. Mun stjórnin fara þess á leit við mótanefnd.
 3. Fjöldi þátttakenda á fjórðungsmóti. Réttur félagsins er 4-5 hestar í hverjum flokki miðað við fjölda í okkar félagi.
 4. Dómarar á félagsmóti. 2 koma að norðan og 1 frá Hornafirði
 5. Skráningargjöld/þátttökugjöld. Hefð er fyrir því að greiða skráningargjöld okkar félagsmanna á Landsmót og Fjórðungsmót og nú þarf stjórnin að ákv.hvort slíkt verði gert áfram.  Stjórnin samþykkir einróma að halda þessari hefð. Munum reyna að sækja um styrki upp í þennan kostnað og mun Vilborg kanna styrkmöguleika úr Spretti hjá UIA.  Einnig kanna möguleikann á styrk hjá SÚN.
 6. Hátíðarhöldin 17.júní í Neskaupstað á vegum Fjarðabyggðar. Í okkar hlut kom að útvega fjallkonuna.  Dagný Ásta Rúnarsdóttir mun vera fjallkonan og henni munu fylgja 4 meðreiðarkonur. Það eru Helga Rósa, Margrét Ósk, Sunna Júlía og Hafrún. Þær munu mæta með hestana á kerrum í Valsmýrina til Gunnu og Gumma, eins og gert var í fyrra. Þaðan ríða þær svo til hátíðarhaldanna á gervigrasvellinum. Félagið fær 50.þús.krónur fyrir þetta.
 7. Félagsjakkar. Þurfum að reyna að smala saman jökkum fyrir fjórðungsmótið svo hópurinn okkar sé sýnilegur.
 8. Þarf að athuga hvort á fjórðungsmótinu verði hópreið og hvort okkar fólk ætli að taka þátt í henni. Yfirleitt er lágmarksfjöldi pr.félag. Þurfum að passa að hafa félagsfánann okkar klárann.
 9. Knapafundur.Þurfum að halda knapafund fljótlega eftir helgi með þeim sem koma til með að fara á mótið. Þarf að panta æfingatíma fyrir hópinn. Þurfum að finna liðstjóra.
 10. Rætt um þann möguleika að  halda frumtamninganámskeið síðla sumars eða haust, en Robert Ped. Hefur sýnt mikinn áhuga að koma. Munum kanna alla möguleika í þessum efnum

Fleira ekki rætt.

Fundi slitið kl.20.30

Stjórnarfundur haldinn á Ekrustíg 2, 07. Júní 2013 kl.  17.

Mættar eru Sigrún Júlía, Þórey, Margrét Ósk, Heiðrún og Vilborg

Fundargerð ritar Vilborg

Fundurinn er boðaður vegna ágreinings sem komið hefur upp vegna þeirra sem nýta sér beit á félagssvæðinu vegna beitar utan beitarhólfa.

Farið er  ofaní saumana á beitarreglum sem samþykktar voru á félagsfundi 1.6.2012  og tóku gildi í janúar 2013. Þar kemur fram að beit utan hólfa sé einungis leyfð í tengslum við mót og uppákomur á vegum félagsins og sé félagsins að girða það.

Með vísan í þessar reglur mun formaðurinn senda þeim sem eiga í hlut bréf í nafni stjórnar og útlista þær reglur sem gilda. En hafi viðkomandi borið á þá spildu sem girt hefur veið þá er hægt að endurgreiða þann kostnað ef kvittanir er lagðar fram.

Ritari mun setja beitarreglur inná heima síðuna.

Fundi slitið kl.18

Stjórnarfundur 2.maí

Haldinn að Blómsturvöllum 37, kl.18.15

 

Mættar: Sigrún Júlía, Guðbjörg, Þórey, Margrét Ósk og Vilborg

Forföll boða: Guðrún Smára og Heiðrún

Fundargerð ritar Vilborg

 

 

1.              Innsent bréf. Málið reifað og svar sent um hæl.

2.              Steypuverktakar. Nú er lokahnykkur á þeirra verki og einungis um 4 dagar eftir.

           Þarf að skipuleggja matinn fyrir þá. Hringt út og málinu lokað.

3.     Rekstrarstyrkur frá Fjarðabyggð. Bréf frá æskulýðs- og tómstundafulltrúa þess efnis að Blær ásamt fleiri félögum eigi eftir að skila inn ársreikningi og starfsskýslu, en skv. nýjum reglum hjá sveitarfélaginu þarf þetta tvennt til að fá rekstrarstyrkinn. Ritara falið að ganga í málið.

4.Umræður um dagsetningu firmamóts. Mótið er sett annan í hvítasunnu og megin þorri firmanefndar í burtu sem og fjölmargir félagsmenn. Formanni firmanefndar falið að kanna möguleika á nýrri dagsetningu.

 

Fleira ekki rætt.

Fundi slitið kl.20:30

 

 

Stjórnarfundur haldinn  20. febrúar 2013 að Blómsturvöllum 37

Mættar eru: Þórey Sigfúsdóttir, Guðbjörg Friðjónsdóttir, Heiðrún Þorsteinsdóttir, Guðrún Smáradóttir, Sigrún Júlía Geirsdóttir og Vilborg Stefánsdóttir,

Fundargerð ritar  Vilborg

 

 1. Uppihald og gistind verktaka og vinnuflokks frá Hornafirði sem sjá mun um steypuvinnu í lokafrágangi Dalahallarinnar.

Um er að ræða um 6 manna hóp í um 3 vikur.

Guðröður er að vinna í þessu máli. Sigrún Júlía er einnig búin að athuga ákv.möguleika.

            Stjórnin ræðir ýmsa möguleika hvað varðar gistingu og uppihald vinnuflokksins varðar.

            Engar ákvarðanir teknar uns allir möguleikar hafa verið kannaðir.

 

 1. Námskeiðshald í Dalahöllinni. Sigrún Júlía spyr hvort hugsanlegt sé að fresta fyrirhuguðu reiðnámskeiði Eddu Rúnar, t.d. fram í maí. Guðbjörg Friðjónsdóttir er tengiliður félagsins við Eddu Rún og mun ræða við hana hvaða möguleikar eru í stöðunni.

 

 1. Bréf frá UÍA um tilnefningar til íþróttamanns UÍA.
 2. Ársþing UÍA er í Neskaupstað í apríl mikilvægt að við séum með fulltrúa á því.
 3. Vilborg leggur til að fá Sprett Sporlanga lukkudýr UÍA í heimsókn á  Æsulýðsdaga. Samþykkt að vinna að því.
 4. Félagsbúningurinn. Ábending kom frá Jóni Birni Hákonarsyni um hvort hægt væri að skoða að fá einkennisbúning sem auðvelt væri að nálgast og hægt væri að fá óbreyttan á milli ára.

            Guðbjörg upplýsir að einkennislitur félagsins sé kóngablár og það sé til eitthvað af jökkum í         einkaeigu. Þessi einkennislitur geri Blæsfélaga mjög sýnilega á mótum.  Framtýðarsýnin að     félagið eigi eitthvað af jökkum sem hægt sé að lána fyrir mót.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.20

 

Almennur félagsfundur  haldinn 13 febrúar 2013 í félagshúsi Blæs kl.20

Efni fundarins:  Kynning á framkvæmda- og kostnaðaráætlun vegna lokafrágangs Dalahallarinnar (félagsaðstöðu og hesthúsi) og ákvörunartaka hvort í þær framkvæmdir skuli ráðist.

Fundargerð ritar Vilborg

Mættir eru 21 félagsmaður

Sigrún Júlía skipaður fundarstjóri og setur hún fundinn.

Fundarstjóri býður Guðröð Hákonarson framkvæmdastjóra Dalahallarinnar velkominn í pontu til að kynna kostnaðaráætlun vegna hesthúss og félagsaðstöðu í Dalahöllinni.

Í máli Guðröðar kemur fram að staðið hafi yfir vinna frá 2011 havð varðar hugmyndir og áætlanir vegna lokafrágangs á Dalahöllinni. Á fundi 16. mars 2011 hafi stjórn Blæs samþykkt einróma  að það verði farið í  að teikna hesthúr og félagsaðstöðu inni í höllinni og gera kostnaðaráætlun vegna verksins. Teikningarnar eru nú tilbúnar og geta að sögn Guðröðar farið til bæjaryfirvalda í næstu viku.  Breyting hafi þó verið gerða á teikninguunni, þ.a. salerni í norðausutr horni hafi verið talið þrengja að gjafaaðstöðu og plássi fyrir reiðtygi og því ákveðið að færa það í vesturendann. Guðröður segir marga hafa komið að gerð kostnaðaráætlunarinnar og fer nú yfir hvern lið hennar, en allir fundarmenn hafa fengið eintak í hendurnar. Segir allar tölur vera með virðisaukaskatti.

·        Steypuvinna.Verktaki frá Hornafirði gerði fast tilboð í verkið og kemur með mót, bíl og mannafla sjálfur. Veggur á neðstu hæð steyptur til að fá burðarþol í húsið.

·        Drenlagnir. Talan sem þar er gefin upp er eingöngu efniskostnaður

·        Burðarvirki í milligólf Tilboð frá LímtréVírnet

·        Vinna við milligólf og  veggi. Þá áætlun gerði Árni hjá Nípukolli og taldi útreikning sinn frekar of háan en of lágan.

·        Raglagnir og efni: Hér er gert ráð fyrir að um einhverja sjálfboðavinu verði að ræða. 1 millj.í vinnu og 1,5 millj.í efniskostnað.

·        Efni  í veggi efri hæð og gólfefni ásamt einangrun. Guðbjartur Hjálmarsson fékk tölu fyrir alla heildina frá Byko Reyðarfirði og inni í því eru 50 l af málningu.

·        Eldvarnargler á efri hæð. Húsið er 3 eldvarnarhólf. Mjög dýrt gler, kostar um 100 þús.kr.fermeterinn.

·        Eldvarnarhurðar

·        Eldhúsinnrétting

·        Viftur. Loftræsting í hús og hesthús

·        Vatnslagnir. Í húsið, hesthúsið, sem og brunaslöngur.

·        Rennur. Þær eru til

·        Vinna við hurðir á stíum og efni

·        Svalir. Brunavörn(flóttaleið) og útsýnissvalir yfir völlinn. 3 leiðir voru kannaðar.

1.      Timburpallur og brunastigi kostnaður 400.þús, lágmarksútfærsla.

2.      Stálsvalir. G.Skúlason teiknaði upp og áætlaði verð. Bara efnið kostar 1 millj. Í heildina um 5 millj..

3.      Timbursvalir.LímtréVírnet reiknaði út og mat kostnaðinn 2,5 millj.

4.      Steyptar svalir. Fyrrnefndur verktaki frá Hornafirði reiknaði það út og ráðlagði að steyptur yrði „kassi“ til að fá burðinn, þannig myndum við fá 40m2 herbergi undir svölunum sem hægt væri að setja glugga í.  Stjórn Blæs og stjórn Dalahallarinnar voru hlynntar þessum kosti og vildu leggja þessa útfærslu fyrir fundinn og hafa hana inní kostnaðaráætluninni.

 

 

Fjármögnun.

Farið lið fyrir lið yfir fjármögnun.  (vísa í þá áætlun sem fundarmenn fengu í hendur)

·        Sala á  félagshúsi

·        Styrkur frá SÚN

·        Styrkur frá SVN

·        Rekstrarstyrkurfrá Fjarðabyggð fyrir árið 2013.

·        Sala á auglýsingaskiltum. Búið er að skrifa undir 15 auglýsingasamninga og telur Guðröður nánast öruggt að það náist 5 í viðbót.

 

Guðröður áréttar að þetta sé áætlun og því aldrei endanlegar tölur, en telur að kostnaðurinn geti í hæsta lagi slegið 1 millj.í hvora áttina sem er.

Hann útskýrir að stjórn Dalahallarinnar hafi látið reikna út fyrir sig 3 tegundir lána til samanburðar á afborgunum á 1 millj.kr. Miðað er við að lánin séu til 20 ára.

·        Lán með föstum vöxtum – afborgun 120 þús kr. og lækkar

·        Jafngreiðslulán – afborgun 92 þús kr.á ári.pr. millj.

·        Vísitölulán – 93-94 afborgun á ári pr.millj en 97 þús um mitt tímabilið.

 

Guðröður útskýrir að 20 auglýsingaskilti gefi 900 þús.kr. á ári og svo sé árlegur rekstrarstyrkur 1300þús og þetta séu 2 fastir liðir til að nota í afborganir af láni.

 

Sá aðili sem gerði tilboð í steypuvinnuna vill vinna þetta sem  vetrarvinnu og áætlar í það þrjár vikur og þá sé allt klárt. Nípukollur mun þá koma strax þar á eftir í sitt verk og LímtréVírnet segist verða tilbúið með gólfið um miðjan mars. Sú sjálfboðavinna sem þarf við rafmagnið á ekki að taka nema eina helgi. Rotþróarmál standa þannig að líklega skaffar bæjarfélagið rotþró og lagnir en kostnaður við frágang mun verða félagsins.

 

Guðröður líkur máli sínu með því að segja að stjórnir Dalahallarinnar og Blæs hafi verið sammála um að leggja þessar áætlanir fyrir félagsfund og leyfa fundarmönnum að ákveða hvað gera skuli.

 

Fundarstjóri gerir nú 15 mín.fundarhlé svo fólk geti hugsað málið og spjallað. Síðan verði opnuð mælendaskrá.

 

Eftir fundarhlé er mælendaskrá opnuð fyrir fyrirspurnir og umræður.

 

Þórhalla þakkar fyrir þá miklu vinnu sem farið hefur í undirbúning áætlanagerðar. Hún spyr hvort sá árstími (mars n.k.) sé eini tíminn sem hægt sé að fara í þetta verk og hvort þetta sé endanlegur kostnaður og hvort við getum flutt inn í félagsaðstöðuna ?

 

Jóna Árný segir að áætlunin sé fín en spyr hvort fræðilegur möguleiki sé að sleppa svölunum  og finna aðra leið fyrir brunaútgang, Er rekstrarstyrkurinn ætlaður í þetta. Hvað er þá eftir af rekstrarfénu? Hvenær koma peningarinir inn fyrir félagshúsið. Og að síðustu hvernig verður notkunarskipulagið á stýjunum.

 

Guðröður svarar. Tíminn ,þ.e. mars n.k. er sá tími sem við getum fengið verktakana því þeir vilja þetta sem vetrar/inniverk. Ef fundurinn samþykkir að fara í þessar framkvæmdir þá er 8.mars sennilega síðasti notkunardagur á Höllinni í bili, því þá þarf að grafa fyrir lögnum. Hann telur tímaáætlanir standa og húsið verði ekki til notkunar eða útleigu frá 10 mars og út apríl en þá sé það þá alveg fullbúið.  Hvað svalirnar varðar þá voru sem fyrr segir fleiri tillögur. Við þurfum pall og brunaútgang því salurinn rúmar marga. Trépallur er viðhaldsfrekur, járnsvalir mjög sýrar en viðhaldsfríar. Steyptar svalir(kassi) besta nýtingin.  Fasteigna gjöld eru felld niður þ.a. 1300 þús eiga að fara í að borga lán en ekki fasteingnagjöld. Við erum með virðisaukahús sem við þurfum að koma í rekstur til greiðslu á virðisauka. Ekki komin dagsetning á greiðslu fyrir félagshúsið. Hvað stýjurnar varðar þá er ekki komið rekstrarfyrirkomulag á þær, en líklegt að um víkjandi leigu verði að ræða, þ.e. að viðburðir í húsi gangi fyrir notkun.

 

Sigrún Júlía fundarstjóri útlistar hvernig stjórnir hafi séð fyrir sér nýtingakosti steyptu svalanna og þess rýmis sem þeim fylgir.

 

Ingólfur. Hlynntur því að byggja þetta svona, en samt hræddur við svona miklar skuldir. Segir innansleikjur drjúgar og hann spái að þetta verði ekki tilbúið á tilsettum tíma. Hann segist vilja hjálpa við málningarvinnuna, en ítrekar að hann sé hræddur við lánatökur.

 

Sigurður Sveinbjörnsson spyr hvernig gólfið verði í stýjunum, þ.e. hæð og niðurföll og hvort handrið á tröppum og svölum sé innifalið í tilboðinu.

 

Jóna Árný spyr  gert sé ráð fyrir að geyma hey og hvernig undanmokstri verði háttað og hvert taðið eigi að fara.

 

Guðröður kemur upp til að svara. Hann telur að ekki sé hægt að komast hjá lántöku því við þurfum að koma húsinu í leigu. Með þeim peningum sem koma inn fyrir félagshúsið er félagið búið að leggja í höllina 2 millj. Sem við tókum sem lán á sínum tíma og svo 10 millj.sem er söluverð hússins. Við erum að klára að borga upp lánið í haust. Hann segir að við verðum að passa okkur að vera innan ramma, t.d. að þar sem 1 millj.sé áætluð í eldhúsinnréttingu þurfum við að gæta þess að allt sé komið í eldhúsið fyrir þessa milljón. Í áætluninni sé farið mjög djúpt í hvert atriði þ.a.flest ætti að vera inní, en áréttar að  niðurstaðan gæti verið 1 millj.til eða frá.

Það verða mottur í stýjunum og stýjugólfið steypt og í einni hæð. Stýjur verða safnstýjur og niðurfall í hverri stýju. Guðröður sýnir á teikningu hvar heyið verði geymt og hvar tekið inn og segir að þess vegna hafi tekiningu verið breytt og salerni flutt úr þessu horni (sjá að framan) því það var talið þrengja að þessum þáttum. Ekki er ákv. hvar skíturinn verði losaður utan dyra.

 

Ekki fleiri á mælendaskrá.

 

Sigrún Júlía segir að við eigum efir m.a. að gera ákv.reglur fyrir Höllina, en umgengnisreglur séu til fyrir hana en umgengni sé samt ábótavant.

 

Nú er lögð fyrir fundinn kostnaðaráætlunin og spurningin hvort fundarmenn séu samþykkir að fara í framkvæmdir skv.þeim áætlunum sem útlistaðar hafa verið á fundinum.

 

Tillagan er samþykkt með  meirihluta greiddra atkvæða en örfáir sitja hjá. Enginn greiðir atk.gegn tillögunni.

 

Fundarstjóri þakkar fundargestum fyrir komuna og segist hlakka til að geta boðið flotta og fullbúna aðstöðu.

 

Fundi slitið kl. 21.25

 

 

 

 

 

Stjórnarfundur haldinn í Miðbæ 08.02.2013 kl.20

Fundurinn er sameiginlegur fundur stjórnar Blæs og stjórnar Dalahallarinnar.

Mættir fyrir hönd stjórnar Dalahallarinnar: Guðbjörg Friðjónsdóttir, Sigrún Júlía Geirsdóttir, Guðröður Hákonarson og Rósa Dögg Þórsdóttir.

Frá Stjórn Blæs : Guðbjörg Friðjónsdóttir, Sigrún Júlia Geirsdóttir, Heiðrún Þorsteinsdóttir, Margrét Ósk Vilbergsdóttir, Þórey Sigfúsdóttir og Vilborg Stefánsdóttir. Guðrún Smáradóttir boðar forföll

Fundargerð ritar Vilborg.

 

1.Kostnaðaráætlun vegna lokafrágangs Dalahallarinnar, hesthúss og félagsaðstöðu.

Guðröður leggur fyrir fundinn sundurliðaða framkvæmda- og kostnaðaráætlun sem hann telur að sé  nánast endanleg.

Farið lið fyrir lið yfir áætlunina  og hverjir muni koma að hverjum hluta verksins og hvernig kostnaður er reiknaður.

Fyrir liggur að verktaki á Hornafirði er tilbúinn að steypa gólfið og myndi þá koma með öll mót, bíl og mannskap.

 

 1. Fjármögnunarleiðir

Guðröður fer yfir þá lánamöguleika sem kostur er á. Byggðastofnun er tilbúin að veita langtímalán á 7% vöxtum. Einnig hefur Landsbankinn sett upp samanburð á afborgunum á hinum ýmsu tegundum lána. Lánið mun verða til 20 ára.

 1. Svalir á höllinni.

Hugmyndir þær sem upp hafa komið og teikningar skoðaðar og skeggræddar.

Sú tillaga sem stjórnunum lýst best á er steyptar svalir, sem undir væri lokað rými sem myndi nýtast. Verktaki sá sem hefur gert tilboð í steypu á gólfi segist tilbúinn í þetta verk einnig. Smíði og frágangur svala er ekki inni í þeirri kostnaðaráætlun sem lögð er fram nú og eru stjórnirnar samþykkar því að setja hugmyndina að steyptu svölunum inn í hana. Kostnaður af byggingu slíkra svala er um 5 millj. kr.

 1. Röskun á bókuðum viðburðum í höllinni vegna fyrirhugaðra framvæmda.

Verði farið í framkvæmdir er ljóst að höllin verði lokuð í a.m.k 4 vikur og því mars mánuður úti að mestu hvað viðburði í höllinni viðkemur.

 1. Ákveðið að boða til áríðandi félagsfundar miðvikudaginn 13. febrúar og leggja kostnaðaráætlunina fyrir fundinn og sá fundur ráði úrslitum um næstu skref.

Fundurinn boðaður í tölvupósti, á síðunni okkar og fundarboð borin í hús.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.21:30

 

 

 

 

 

 

 

Stjórnarfundur 14.janúar kl.17:00  haldinn á Ekrustíg 2

Mættar : Sigrún Júlía, Guðbjörg, Heiðrún, Þórey og Vilborg.

Fundargerð ritar Vilborg.

1.    Viðburðaskrá:  Þeir viðburðir sem hafa verið sendir inn frá mótanefnd, útreiðanefnd og æskulýðsnefnd færðir inn í viðburðaskrána. Enn vantar endanlega dagsetningu firmamóts, en mun koma fljótlega. Einnig vantar viðburði frá skemmtinefnd sem fyrirhugar að funda í febrúar. Viðburðaskrá  verður sett inná heimasíðuna.
2.   Félagsmótið. Mótanefnd hefur sett Félagsmótið í júní, hugsanlega þann 15., en óskar eftir að stjórnin taki afstöðu til þess hvort um opið eða lokað mót verði að ræða. Eftir umræður er ákvörðunin sú að mótið verði lokað.
3.    Reiðnámskeið: Edda Rún Ragnarsdóttir mun verða með reiðnámskeið í febrúar. Nánari upplýsingar síðar.
4.   Félagsgjöld: Farið yfir lista yfir þá einstaklinga sem enn eiga eftir að greiða félagsgjöld. Nokkrar þessar kröfur orðnar það gamlar að viðkomandi verður felldur út af félagaskrá. Ákveðið að senda ítrekun um greiðslu vegna nýjustu krafnanna.
5.    Endurskoðun laga : Rætt um endurskoðun laga félagsins. Umræðu frestað til næsta fundar.


Fundi slitið kl. 18:30

 

 

 

Stjórnarfundur

Haldinn 18.des. 2012 kl.17 í félagshúsi Blæs

Mættar eru : Guðbjörg, Sigrún Júlía, Þórey og Vilborg

 

 1. Ruðningur reiðvegar. Guðröður hefur dregið tilboð sitt alfarið til baka. Reiðveganefnd mun ræða við þann sem einnig gerði tilboð.

 2. Viðburðarskrá 2013. Ekki heyrst neitt frá nefndum og því ekki hægt að fullgera hana.

 3. Mönnun nefnda. Klausur á heimasíðu félagsins um fjölda í hverri nefnd stangast á við þann fjölda sem skráður er nú í nefndir. Munum athuga á nýju ári.

 4. Hestaíþróttafólk Blæs. Ákveðið að reyna að koma slíkri hefð á og veita í ár viðurkenningu til Hrannar Hilmarsdóttur og Dags Mars Sigurðssonar. Rætt um að finna þurfi vettvang til að afhenda slíka viðurkenningar. Í ár verði þetta gert fyrir Gamlársreiðna, en hins vegar sé aðalfundur félagsins í nóvember eins og fyrirkomulagið er núna og þar ættu veitingar slíkra viðurkenninga heima.

 5. Verðlaunagripir. Finna verðlaunagripi fyrir viðurkenningarnar í ár og bent á “Sigtrygg og Pétur” á Akureyri og “Ísspor.is” í þeim efnum. Þóreyju falið þetta verkefni.

 6. Reiðnámskeið. Viðraðar hugmyndir um reiðnámskeið og kennara.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.18

 

Stjórnarfundur 10.des 2012

 

Mættar eru: Sigrún Júlía, Guðbjörg, Margrét Ósk, Þórey , Heiðrún og Vilborg

Vilborg ritar fundargerð

 

 1. Snjómokstursmál. Snjómokstur reiðvegar boðinn út til þriggja ára. Tvö tilboð bárust og samþykkti reiðveganefnd að taka lægra tilboðinu sem var frá Guðröði Hákonarsyni.

Guðröður hefur svo samband og býður fríjan ruðning frá Miðbæ og út allan reiðveg ef hægt væri að komast að samkomulagi við aðra um innri hlutann. Reiðveganefnd hafnar einhuga því tilboði og vill láta upphaflega tilboðið standa. Stjórn Blæs samþykkir ákvörðun reiðveganefndar.

 1. Farið yfir hvernig Fjarðarbyggð hafi komið að ruðningi reiðvegar.

 2. Tilnefning Hestamannafélagsins Blæs til íþróttamanns Fjarðarbyggðar. Stjórninni stingur uppá Hrönn Hilmarsdóttur og Degi Mar Sigurðssyni og ákv. Að hafa leynilega kosningu.

Guðbjörg og Þórey víkja af fundi á meðan kosning fer fram. Niðurstaða kosninganna er að Hrönn Hilmarsdóttir fái okkar tilnefningu.

 1. Umræður um hvort hestamannafélagið eigi að koma á slíkum viðurkenningum innan félagsins.

 2. Viðburðaskrá. Umræður um árið 2013 og hvort færa Gamlársreið til. Skiptar skoðanir um málið en niðurstaðan er sú að halda hefðinni.

 3. Hestakrakka hittingur verður annan hvern fimmtudag og verður sem fyrr í höndum æskulýsnefndar.

 4. Töltfimimót ræða við mótanefnd um það.

 5. Reiðnámskeið, athuga með slíkt.

 6. Formaður mun senda póst á nefndir um að þær láti vita af væntanlegum viðburðum á þeirra vegum svo hægt sé að setja það í viðburðaskrá og samræma hluti.

 

Fleira ekki tekið fyrir . Fundi slitið.

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 12858
Samtals gestir: 2399
Tölur uppfærðar: 2.10.2022 14:55:38