Beitarreglur

Beitarreglur fyrir Hestamannafélagið Blæ sem gilda á svæði félagsins á Kirkjubólseyrum:

Félagsmönnum er heimilt að nýta 3 beitarhólf félagsins og skulu allir hafa sama rétt.

Hross í beitarhólfum eru alfarið á ábyrgð eiganda sinna.

Beit utan beitarhólfa er einungis leyfð í tengslum við mót og uppákomur á vegum félagsins og skulu félagsmenn kappkosta að ganga vel um landið og ganga frá eftir sig.

Hefja má notkun hólfanna eftir æskulýðsdaga og félagsmót, þó ekki fyrr en ástand þeirra og veðurfar leyfi.

Hólfin skulu ekki notuð til geymslu á hrossum sem ekki eru í notkun eða langtímabeita, t.d. haustbeitar, heldur miðist notkun við reiðhross.

Hvert hross má dvelja í hólfi í allt að 3 vikur.

Stjórn Blæs sér um eftirlit á svæðinu og að beitarreglum sé framfylgt.

Vikugjald á hest í hólfi er 500 kr. Ekki er innheimt beitargjald þegar um viðburði á vegum félagsins er að ræða.

Við upphaf beitar skal forráðamaður hestsins skrá viðeigandi upplýsingar í dagbók sem verður geymd í hnakkageymslu. Þar skal koma fram upphafsdagur beitar, upplýsingar um hrossið, nafn, símanúmer og kennitala forráðamanns; einnig skal skrá sig út þegar beit lýkur.

Brot  á reglum þessum geta valdið brottvísun úr beitarhólfum

 

Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 12854
Samtals gestir: 2399
Tölur uppfærðar: 2.10.2022 14:25:11