08.07.2018 17:41

Kæru félagar. Vinsamlegast skoðið og skráið ykkur á tjaldstæðisvakt á Eistnaflugi ( fésbokarsiða félagsins) , einnig má hafa samband við Vilborgu í síma 864 1193

12.06.2018 12:24

Frestun á félagsmóti

Kæru félagar.

Vegna fyrirspurna þá er rétt að það komi fram að félagsmótinu er frestað vegna þess að við fáum ekki dómara.

12.06.2018 09:56

Kæru félagar,

vegna óviðráðanlegra aðstæða verður félagsmóti Blæs frestað fram yfir landsmót frekari upplýsingar verða veitta um það þegar nær dregur 

 

kveðja mótanefnd 

11.06.2018 22:43

VINNUKVÖLD

 

KÆRU FÉLAGAR

Miðvikudagskvöldið 13. júní kl 18 verður vinnukvöld á félagssvæðinu. Verkefnið er að fjarlægja gamalt

rekkverk kringum völlinn og setja upp nýtt og fínt fyrir félagsmótið.

Allir að mæta - takið hleðsluborvél með ef þið eigið!

11.06.2018 22:41

FÉLAGSREIÐTÚR

 

FÉLAGSREIÐTÚR FRAMUNDAN

Helgina 23.-24. júní stendur til að fara í hestaferð í Mjóafjörð. Lagt verður af stað frá réttinni innst í Mjóafirði kl 10 og riðið út í þorp þar sem verður áð og snætt vel en ferðinni svo haldið áfram út á Dalatanga þar sem hestarnir gista. Knaparnir munu hinsvegar að sjálfsögðu eyða jónsmessunóttinni við að velta sér upp úr mjófirskri dögg, stíga endurnærðir uppúr henni beint á bak á sunnudeginum og ríða sömu leið til baka.

Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina og helst sem allra fyrst svo hægt sé að gera frekari plön. Ingólfur er allsherjargoði fararinnar og tekur við skráningum í síma 8947333

Allir með - þetta verður fjör!

Kveðja
Útreiðanefnd

10.06.2018 20:48

 

 

 

 
 

 

Opið félagsmót Blæs

 

Þann 16. júní n.k. verður haldið opið félagsmót Blæs á Kirkjubólseyrum í Norðfirði.

 

Keppt verður í tölti T3, A- og B flokk, unglingaflokki ( 13-17 ára ) og barnaflokki ( 12 ára og yngri ).

 

Skráningargjald fyrir hvern hest er 2000 krónur

 

Kaffisala Blæs mun að sjálfsögðu standa fyrir sínu og freista okkar með góðum kræsingu, alvöru Hnallþórum.

 

Skráningarfrestur er fram að hádegi 15. júní , tekið er á móti skráningum á netfanginu soffiaannahelga@gmail.com – við skráningu skal tiltaka nafn knapa og IS númer hests, keppnisgrein og í T3 upp á hvora hönd sé riðið.

 

Hægt er að mæta degi fyrr og æfa hrossin á svæðinu,

Nánari upplýsingar um slíkt má fá hjá Guðbjarti s. 860 9904

06.06.2018 21:02

Úrtaka fyrir LM 2018

Sælir kæru félagsmenn, 

Nú um helgina 9-10 júni n.k verður haldið sameiginleg landsmótsúrtaka Blæs og Freyfaxa á Egilsstöðum. Okkur í mótanefndinni vantar 3-4 hressa félagsmenn sem tilbúnir eru að koma og hjálpa til á mótinu ásamt að njóta flottrar sýningar og að sjálfsögðu góðs félgasskaps.  Endilega sendið skilaboð á Guðbjart,  hulinn@simnet.is eða síma : 8609904

kveðja Mótanefnd 

05.06.2018 22:59

Ótitlað

senger:)Þátttakendur á æskulýðsdögum eiga skilaboð á messenger:)

04.06.2018 23:24

Félagsfundur

Kæru félagar

Mánudagskvöldið 11. júní kl 20 verður félagsfundur í Dalahöllinni. Fundarefni er fyrirhuguð gerðisbygging við Dalahöll og kynning á hugmyndum þar að lútandi.

01.06.2018 19:56

Æskulýðsdagar Blæs

 

MUNIÐ SKRÁNINGARFRESTINN:)

 

 

27.05.2018 01:07

Firmamót Blæs

Hér eru ráslistar morgundagsins - fínar skráningar, búið að baka og lítur út fyrir gott veður þannig að þetta getur ekki klikkað;)

 

 

Pollaflokkur (9 ára og yngri)

 

Þráinn Elís Björnsson - Dimma 8 vetra brún-nösótt   -  keppir fyrir  Austfjarðaleið

 

 

Barnaflokkur (10-13 ára)

 

Álfdís Þóra Theodórsdóttir - Saga 20 vetra grá     -     keppir fyrir Deloitte

 

Júlíus Bjarni Sigurðsson - Skarpur 9 vetra rauðblesóttur -  keppir fyrir Fjarðarnet hf

 

Ásdís Guðfinna Harðardóttir -  Neisti 12 vetra jarpstjörnóttur - keppir fyrir Gallarí Hár

 

 

Unglingaflokkur (14-17 ára)

 

Þór Elí Sigtryggsson - Röst 11 vetra mósótt - keppir fyrir Egilsbúð

 

 

Valkyrjur

 

1 Sunna Júlía Þórðardóttir - Kyndill 8 vetra rauðblesóttur -  keppir fyrir Eimskip innanlands hf.

 

1 Anna Bella Sigurðardóttir - Hrókur 19 vetra brúnn  - keppir fyrir G.Skúlason ehf

 

2 Soffía Anna Helga Herbertsdóttir - Gola 15 vetra jörp -  keppir fyrir Haka ehf.

 

2 Erla Guðbjörg Leifsdóttir - Sæla 9 vetra jörp -  keppir fyrir Héraðsprent

 

3 Steinunn Steinþórsdóttir - Nótt 6 vetra brún  - keppir fyrir KR-ÍA Esk/Shell Skeljungur

 

3 Sunna Júlía Þórðardóttir - Gletta 6 vetra bleikskjótt - keppir fyrir Lífland/Mjólkurfélag Reykjavíkur

 

4 Helga Valbjörnsdóttir - Hátíð 9 vetra brún -  keppir fyrir Suðurverk

 

4 Valdís Hermannsdóttir - Gjálp 7 vetra rauðblesótt -  keppir fyrir Samvinnufélag Útgerðarmanna

 

5 Caroline Skov Pedersen - Fröken Fífa 7 vetra fífilbleik -  keppir fyrir Síldarvinnslan hf.

 

5 Sunna Júlía Þórðardóttir - Vindur 4 vetra móvindóttur -  keppir fyrir Sparisjóð Austurlands

 

6 Soffía Anna Helga Herbertsdóttir - Atlas 7 vetra jarpstjörnóttur - keppir fyrir Sporður

 

6 Erla Guðbjörg Leifsdóttir - Hryðja 11 vetra brún  keppir fyrir - Olís Neskaupstað og Reyðarf.

 

7 Brynja Rut Borþórsdóttir - Freisting 10 vetra jarpskjótt - keppir fyrir Trévangur/Hjá Marlín

 

7 Sunna Júlía Þórðardóttir - Maísól 10 vetra rauðblesótt - keppir fyrir Hulinn ehf.

 

8 Anna Bella Sigurðardóttir - Gáta 13 vetra brún  - keppir fyrir Nestak

 

8 Caroline Skov Pedersen - Vaka 17 vetra brúnskjótt - keppir fyrir Hildibrand

 

9 Guðbjörg O. Friðjónsdóttir - Eydís 13 vetra grá  - keppir fyrir Landstólpi

 

9 Sunna Júlía Þórðardóttir - Melkorka 9 vetra sótrauð - keppir fyrir Glerharður ehf.

 

 

 

Víkingar

 

1 Ármann Magnússon - Dimmbrá 16 vetra brún - keppir fyrir Hrossaræktarbúið Sveinatungu

 

1 Ásvaldur Sigurðsson - Gorbi 6 vetra brúnn - keppir fyrir Héraðsverk

 

2 Eiríkur Guðnason - Þokkadís 7 vetra rauðglófext - keppir fyrir Stjórnendafélag Austurlands

 

2 Valbjörn Pálson - Katla 7 vetra brún - keppir fyrir Íslandspóst

 

3 Ingólfur Arnarson - Dropi 16 vetra rauðstjörnóttur - keppir fyrir Réttingarverkstæði Sveins

 

3 Guðröður Hákonarson - Vífill 16 vetra rauðblesóttur - keppir fyrir Þvottabjörn

 

4 Guðbjartur Hjálmarsson - Hulinn 12 vetra bleikskjóttur - keppir fyrir Ingólfur Málari ehf.

 

4 Stefán Sveisson - Steinn Steinarr 9 vetra bleikálóttur - keppir fyrir Eskju

 

4 Ásvaldur Sigurðsson - Verðandi 8 vetra brún - keppir fyrir Egersund 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

06.05.2018 00:14

Kvennatölt Blæs - Dagskrá

 
 

 

Minningarmót Halldóru Jónsdóttur

Kvennatölt blæs 2018

 

SunnuDAGINN 6. MAÍ KL. 13

 

Dagskrá

Kl. 13 – Forkeppni

Kl. 14 –Kaffihlé

            Kl. 14.30 úrslit áhugamannaflokkur og

Opinn flokkur

 

Keppnin verður haldin úti þar sem veðurspá er afar hagstæð fyrir daginn.

 

Keppt verður í tveimur flokkum, áhugamannaflokk og opnum flokk.

Ef einhverjar spurningar vakna í aðdraganda mótsins er hægt að hringja í síma 846 2550, Stefán.

Skráningargjald, 1.000 kr.skal greiða á mótsstað.

 

Kl. 12:30 verður farið yfir fyrirkomulag mótsins fyrir þær sem vilja – í Kaffisal Dalahallarinnar.

 

Mótanefnd Blæs

 

 

24.04.2018 17:57

Kvennatölt Blæs 2018

 

Minningarmót Halldóru Jónsdóttur

Kvennatölt blæs 2018

 

LAUGARDAGINN 5. MAÍ KL. 13

 

Mótsstaður Dalahöllin – ef veður leyfir er keppnin höfð úti

 

Keppt verður í tveimur flokkum, áhugamannaflokk og opnum flokk.

Skráning er opin til kl. 22 föstudaginn 4. maí, senda skal skráning á netfangið annaogstebbi@gmail.com eða hringja í síma 846 2550, Stefán.

Skráningargjald, 1.000 kr.skal greiða á mótsstað.

 

Hægt er að hýsa keppnishross á meðan húsrúm leyfir, frítt að mæta og æfa sig í   höllinni á föstudeginum.

 

DAGSKRÁ AUGLÝST ÞEGAR SKRÁNING LIGGUR FYRIR

Mótanefnd Blæs

 

08.04.2018 01:27

Dagskrá TÖLTMÓTS Blæs og Freyfaxa

Dagskrá TÖLTMÓT Blæs og Freyfaxa 8. apríl 2018

   

12:30

Knapafundur

13:00

Forkeppni hefst samkvæmt ráslista

 

Ætla má að forkeppni taki 90-120 mín

   

          15:00 Kaffihlé

   

15:30

Úrslit flokka hefst á ungmennum - einn flokkur

 

Úrslit áhugamannaflokkur

 

úrslit opinn flokkur

 

Ath. Tímamörk geta raskast

 

 

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 566506
Samtals gestir: 137646
Tölur uppfærðar: 16.7.2018 07:33:52