28.05.2019 22:33

Æskulýðsdagar

 

MUNA AÐ SKRÁ Á turhilla@gmail.com FYRIR 2. JÚNÍ!!

 

27.05.2019 21:34

VORNÆTURREIÐ

 

VORNÆTURREIÐ BLÆS

Kæru hestamenn

Föstudagskvöldið 31. maí kl 22 verður lagt af stað í vornæturreið frá bæjarhesthúsunum (gulu húsunum;)). Ríðum út að vita ef aðstæður leyfa, annars bara einhverja aðra skemmtilega leið. Allir hestamenn hjartanlega velkomnir en munið að það er 18 ára aldurstakmark í reiðina nema í fylgd með fullorðnum forráðamanni.

Setjumst niður í bæjarhúsunum að ferðalokum og eigum þar ánægjustund saman en hvetjum fólk til að fjölmenna á Beituskúrinn að því loknu.

Fylgist spennt með og látið berast????

Mynd frá �órhalla �gústsdóttir.

22.05.2019 22:49

 

Mynd frá Þórhalla Ágústsdóttir.

Skráning á linknum https://forms.gle/8NSLH4z6HZx6P78F9 
Eða hjá Villa í síma 8585845

Image result for horse kiss clipart

20.05.2019 12:46

Félagsfundur

Almennur félagsfundur verður haldinn nk. fimmtudag 23. maí kl. 20 í Dalahöllinni. 

 

Dagskrá fundar:

Völlurinn

Mótahald sumarsins

Æskulýðsdagar

Sumarbeitarhólf á félagssvæðinu

Önnur mál

 

Kveðja,

Stjórnin

13.05.2019 13:08

Firmamót

Firmamót Blæs 2019 verður haldið á Kirkjubólseyrum laugardaginn 25. maí kl 14.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Valkyrjur

Víkingar

Ungherjar (11-16 ára)

Púkar (10 ára og yngri)

Mótið er öllum opið og kaffisala á staðnum.

Skráningu lýkur föstudaginn 24. maí kl 18

06.05.2019 22:13

Æskulýðsdagar

Æskulýðsdagar Blæs verða settir seinnipart/kvöld 7. júní og slitið um kvöldmatarleytið 10. júní

Nánar auglýst síðar;)

Myndaniðurstaða fyrir happy horse

24.04.2019 23:58

Sumardagstúr

Kæru hestamenn nær og fjær

Á morgun, sumardaginn fyrsta, ætlum við að fara í sumarlegan lautartúr í veðurblíðunni. Hittumst fyrir neðan Hof kl 11:45, ríðum yfir Leirurnar á háfjöru og yfir í Búlandið. Takið með ykkur nesti (samloku, drykk og nammi til dæmis;)) því planið er að liggja í lautu og snæða saman í hádeginu - er hægt að hugsa sér eitthvað notalegra;) Hugsanlega tökum við lagið fyrir Ása eins og hann er alltaf að suða um - sjáum til - mætum allavega öll:)

 

 

 

22.04.2019 23:58

Úrslit Smala og stigakeppni vetrarmótaraðarinnar

Úrslit í Smala og heildarstigakeppni í mótaröð Blæs og Freyfaxa vetur/vor 2019

Úrslit úr Smala
Opinn flokkur
1. Ásvaldur Sigurðsson á Verðandi frá Efri-Skálateigi 2 Tími 1,07 
2. Sunna Júlía Þórðardóttir á Skerplu frá Skorrastað Tími 1,31
3 Vilberg Einarsson á Evu frá Efri-Skálateigi 1 Tími 1.35

Þess má geta að Ásvaldur tók þátt með tvo hesta. Með hestinn Gorba frá Efri Skálateigi 2 átti hann tímann 1.18

Áhugamannaflokkur
1. Gullveig Ösp Magnadóttir á Gust frá Egilsstaðabæ Tími 1,30
2. Elísabet Halla Konráðsdóttir á Veigu frá Varmalæk Tími 1.42

Heildarstig í mótarröðinni röðuðust með eftirfarandi hætti

Opinn flokkur
1.Ásvaldur Sigurðsson 18.stig
2. Hallgrímur Anton Frímannsson 17.stig
3.Vilberg Einarsson 14 Stig

Áhugamannaflokkur
1. Guðrún Agnarsdóttir 20 stig
2. Ármann Magnússon 19 stig
3. Guðdís Eiríksdóttir 16 stig

17 ára og yngri
1-2 Álfdís 
1-2 Sólveig
3-4 Emil
3-4 Gunnar.

Mótanefnd Blæs vill í lokin þakka ykkur öllum fyrir góða keppni í vetur og vekja athygli á næsta viðburði sem er Kvennatölt Blæs, haldið 4. maí nk. á Kirkjubólseyrunum í Norðfirði.

09.04.2019 20:27

Smali

 

 

Smali 

 

Kæru félagar Blæs og Freyfaxa nú er komið að halda hið stórskemmtilega mót Smali, það er 3. mót vetrarmótarraðarinnar.

Smalinn verður haldið í Dalahöllinni föstudaginn langa þann 19. Apríl kl. 13.00

Smalinn er þrautakeppni með tímatöku. 

Þrautirnar verða m.a. æfing í að   

-taka upp körfu á hestbaki og flytja á milli staða                                    

- fara af baki á palli og ganga með hestinn á pallinum og stíga aftur á bak

-ríða uppá pall                                                                                          

 - fara ríðandi í gegnum völundarhús                                                          

- láta hestinn standa inn í hring og knapinn fyrir utan hringinn                

- ásamt smá hindrunarstökki                                                                   

(Ekki í þessari röð)

 

Keppt verður í 3 flokkum en þeir eru 

- Opinn flokkur         

- Áhugamannaflokkur

- 17 ára og yngri       

 

Keppt verður um að klára þrautina innann ákveðins tíma en ekki á sem bestum tíma. Hér skiptir mestu að hver þraut sé vel útfærð og rétt gerð þ.e. án refsistiga og úrslit stigakeppninnar verða gerð kunnug í lok keppninnar

Brautin verður sett upp á fimmtudegi svo allir ættu að geta prufukeyrt hana.

 

Skráningar sendast á netfang motanefndblaes@gmail.com, 

eða hringja má í síma 8573264 , Soffía 

við erum í smá tilraunarsemi og ætlum að bjóða uppá þann möguleika að skrá sig sjálfur í skjali sem mun vera í kommentum á facebook, mjög þæginlegt:D ,

 taka skal fram nafn knapa og hests, aldur, uppruni. 

Þið þekkið þetta ;)

1000 kr á hverja skráningu, borga  hjá kaffideildinni

Aðal kaffisveitin verður á svæðinu með girnilegar freistingar og rjúkandi gott kaffi gegn vægu gjaldi :) 

 

Svo verður vonandi nýjasti miðilinn okkar snapchat virkur :D    blaer740  

 

 

 

Kær kveðja frá mótanefnd Blæs!!
hlökkum til að sjá ykkur sem flest :D 

Með fyrirvara um breytingar ;) ;) 

25.03.2019 13:51

Fjórgangsmót Freyfaxa og Blæs

 

II mót vetrarmótaraðarinnar, Fjórgangsmót Freyfaxa og Blæs. 

 

Haldið á Iðavöllum föstudagskvöldið 29. mars kl. 19:00

Skráningar á netfangið freyfaxihestar@gmail.com og í síma 893 3354.

 
  • 1
Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 615541
Samtals gestir: 149631
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 15:32:23