19.10.2016 18:25

Félagsfundur

Kæru félagar

Almennur félagsfundur verður haldinn mánudaginn 24. október kl 20 í Dalahöllinni - athugið að fundarboðið er eingöngu rafrænt svo verum dugleg að minna hvert annað áwink

Dagskrá fundar:
1. Félagsaðstaða
2. Húsreglur
3. Jólamarkaður
4. Stækkun vallar
5. Girðingar og beitarreglur
6. Önnur mál

Vonumst til að sjá sem flesta og að sjálfsögðu verður kaffi og meððísmiley
Stjórnin

03.10.2016 22:51

Breyting

Komið þið sæl:)

Við ætlum ekki að hafa félagsfundinn alveg strax en reiknum með honum eftir viku- hálfan mánuð svo fylgist vel með!!

Vil líka vekja athygli á því að nú er boðið upp á nýjan kost í stíuleigu - mánuð í senn á 10.000 kr. Sögu reglur gilda að sjálfsögðu og um aðra leigu - hún getur þurft að víkja fyrir viðburðum í höllinni, góðrar umgengni er krafist og leigjandi þarf að eiga kort í höllina. Nú þegar hafa tveir ofurknapar flutt fáka sína inneftir í stífar þjálfunarbúðir - kíkið endilega á kappana;)

Stjórnin

 

08.09.2016 20:30

Reiðvegavinna

Ágætu félagsmenn

Næstu daga mun standa yfir vinna við reiðveginn. Það verður ekið efni í hann þar sem vantar, og á mánudaginn kemur svo vél sem fer yfir hann, malar og þjappar. Farið því varlega - getur verið gróft og laust sumsstaðar og vélaumferð á vegi. Vonumst til að þetta skili góðum árangri í endurbótum á veginum.

Kær kveðja

Stjórn og reiðveganefnd

24.08.2016 16:40

Haustferðin

Kæru félagsmenn
Við þurfum að aflýsa haustferð félagsins þetta árið. Það hefur verið rólegt yfir hestamennskunni og auk þess eru primus motorar ferðarinnar síðustu ár allir uppteknir í skemmtanalífinu þessa helgi. Við látum þetta ekki á okkur fá heldur stefnum að því að hafa næstu haustferð fjölmenna og glæsilega - takið strax frá síðustu helgi í ágúst!

Kveðja

Stjórnin

03.08.2016 03:43

Haustferð Blæs

Sæl og blessuð öll sömul

Eins og flestir vita er hefð fyrir því að fara í hestaferð síðustu helgina í ágúst - Haustferð Blæs sem er 2-3ja daga ferð um nálæga eyðifirði og fjöll.
Þetta árið eru dagsetningarnar 26.-28. ágúst og mig langar að vita sem fyrst hverjir hafa hug á að fara svo hægt sé að athuga með gistingu og fleira.

Meldið ykkur endilega hér eða á turhilla@va.is;)

29.06.2016 22:41

Tjaldstæðisvaktir

Kæru félagar þá er að koma að Eistnaflugi. Sem fyrr býðst okkur að taka tjaldstæðisvaktir og ætlum við að þyggja það. í okkar hlut kemur fimmtudagurinn 7/7 frá kl.08 að morgni til kl.08 á föstudagsmorgni. Þóknun til félagsins fyrir þetta verkefni eru 200 þús.kr. og munar um minna. Þeir sem eru tilbúnir að taka þátt í þessu verkefni eru beðnir að senda póst á blaer@visir.is eða hafa samband við Vilborgu í síma 864 1193.
Vaktirnar eru svona:
Fimmtudagurinn 07.07.2016
08-12: Þrír á vakt
12-16: Fjórir á vakt
16-20: Fjórir á vakt
20-00: Fjórir á vakt
00-04: Fimm á vakt
04-08 Fimm á vakt

 

24.06.2016 13:02

Vinna á LM

Jaeja - er ekki einhver sem vill nýta sér tetta taekifaeri til ad komast odyrt a LM??

Okkur vantar fólk á vaktir í hesthúsinu á Hólum á meðan á landsmóti stendur. Þeir sem vilja taka að sér 3x6 tíma vaktir fá frítt á mótið og mat á meðan á vinnu stendur.

Þeir sem vinna meira frá greitt tímakaup.

Endilega hafið samband við Jónínu Stefánsdóttur í síma: 864-8208

15.06.2016 20:56

Vornæturreið

Vornæturreið Blæs verður haldinn fimmtudaginn 16.júní, lagt verður af stað frá guluhúsunum (eru grá í dag fyrir ofan síldarvinnsluna), kl:20:30. Riðið verður inneftir og að Skorrastað þar mun hestamenn hittast saman úr sveitinni. Farið verður svo skemmtilega reiðtleið um sveitina. 
Hlökkum til að sjá sem flesta :)

kveðja
Nýja útreiðarnefndinn

 

ps. Minnum á að skráningu lýkur á firmamótið fimmtudaginn 16.júní kl. 18:00

13.06.2016 00:46

Æskulýðsdögum lokið

Þá er okkar yndislegu æskulýðsdögum lokið og allir komnir heim aftur reynslunni ríkari:) Kærar þakkir fyrir samveruna um helgina kæru þátttakendur, Reynir Atli Jónsson, foreldrar/forráðamenn, æskulýðsnefnd, Doddi og allir sem hjálpuðu til - Þið eruð frábær:) 
Sjáumst hress að ári - þetta er alltaf jafngaman!

Þórhalla Ágústsdóttir's photo.

Þórhalla Ágústsdóttir's photo.

LikeShow more reactions

Comment

 

10.06.2016 02:13

FIRMAMÓT

Firmamót Blæs


Firmamótið verður haldið föstudaginn 17.júní kl.17:00 á Kirkubólseyrum. Mótið er galopið öllum og vonumst við til að sjá sem flesta.


Flokkar sem keppt er í:
Fullorðnir
Börn 16 ára og yngri

Margrét tekur við skráningum í S. 843-7765 eða í tölvupósti margret.erlingsdottir@alcoa.com. Skráningu lýkur kl. 18:00 föstudaginn 16.júní

Kveðja 
Firmanefnd 

 

 

09.06.2016 19:55

Æskulýðsdagar

Jæja - þá byrjar fjörið:) Hlökkum til að hitta hressa krakka á Kirkjubólseyrum!!

 

DAGSKRÁ ÆSKULÝÐSDAGA 2016

Föstudagur 10. júní

10:00 Setning æskulýðsdaga - Dalahöll

10:30 – 11:30 Höll hópur 1

11:30-12:30 Höll hópur 2

12:00 -13:00 Hádegismatur

13:00-14:00 Höll hópur 3

14:00-15:00 Höll hópur 4

15:00-16:00 Höll hópur 5

15:30-16:30  Kaffi

17:00 Reiðtúr, getuskipt

19:00 Kvöldmatur

20:00 Kvöldvaka

21:30 Kvöldsnarl

23:00 Kyrrð

 

Laugardagur 11. júní

8:30-9:15 Morgunmatur

9:30 – 11:30 Sund

11:45-12:45 Hádegismatur

13:00- 14:30 Reiðtúr

14:30 -15:30 Tálgun

15:15-16:00 Kaffi

16:00-16:45 Höll hópur 5

16:45-17:30 Höll hópur 4

17:30-18:15 Höll hópur 3

18:15-19:00 Höll hópur 2

19:00 Kvöldmatur

19:45-20:45 Höll hópur 1

21:00 Varðeldur og leikir

23:00 Kyrrð

 

Sunnudagur 12. júní 

9:00– 9:45 Morgunmatur

10:00 – 11:30 Óvissuferð

11:30 – 12:30 Hádegismatur

12:15 – 13:00 Höll hópur 5

13:00 – 14:00 Höll hópur 4

14:00 – 15:00 Höll hópur 3

14:30 – 15:30 Kaffi

15:00 – 16:00 Höll hópur 2

16:00 – 17:00 Höll hópur 1

17:30 Glæsileg skrautsýning, áhorfendur velkomnirJ

19:00 Grill og gaman- slit æskulýðsdaga

 

HÓPASKIPTING

 

HÓPUR 1 – Svarthvítu hetjurnar

Birna Marín ´01 og Syrpa

Íris Björg ´01 og Mugga

Þór Elí ´03 og Eyvar

Jóhanna ´04 og Gletta

 

HÓPUR 2 – Gulu garparnir

Hrannar Pétur ´05 Stirnir

Hafsteinn Jökull ´05 og Ófeigur

Örvar Elí ´06 og Galsi

Ágústa Vala ´06 og Hvöt

Rut ´06 og Vængur

 

HÓPUR 3 – Rauðu riddararnir

Helena Dís ´06 og Smári

Ásdís Guðfinna ´06 og Neisti

Amalía ´06 og Skúmur

Hulda Lind ´07 og Súper-Sindri

Álfdís Þóra ´08 og Saga

 

HÓPUR 4 – Grænu víkingarnir

Hrefna Lára ´08 og Silfurtoppur

Júlíus Bjarni ´08 og Skarpur

Stefanía Guðrún ´08 og Sindri

Svanur ´08 og Hrókur

Sölvi ´08 og Vífill

 

HÓPUR 5 – Bláu snillingarnir

Anna Margrét ´08 og Anna

Regína ´09 og Glóð

Aron Ingi ´09 og Ljúfur

Kolfinna ´10 og Röst

Helena Fönn ´10 og Lísa

  • 1
Flettingar í dag: 55
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 68
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 506651
Samtals gestir: 124869
Tölur uppfærðar: 8.12.2016 21:55:30