25.03.2019 13:51

Fjórgangsmót Freyfaxa og Blæs

 

II mót vetrarmótaraðarinnar, Fjórgangsmót Freyfaxa og Blæs. 

 

Haldið á Iðavöllum föstudagskvöldið 29. mars kl. 19:00

Skráningar á netfangið freyfaxihestar@gmail.com og í síma 893 3354.

 

25.02.2019 19:29

 

 

 

Fyrsta vetramót Blæs

 

Kæru hestamenn nú er komið að því,

fyrsta vetramót Blæs og Freyfaxa verður haldið föstudaginn næstkomandi þann 1 mars klukkan 18.00

Keppt verður í 4 flokkum í tölti en þeir eru 

- Áhugamannaflokka

- Opinn flokkur 

- 17 ára og yngri

-12 ára og yngri

 

Keppt verður í T3 í opnum -og áhugamannaflokk 

12 ára og yngri ásamt 17-13 ára verður keppt í T7

 

Skráningagjald er 2000 kr á skráningu (borgist á staðnum hjá kaffisölunni ) ,  má senda á netfang : soffiaannahelga@gmail.com eða í síma 857-3264.

Taka skal fram nafn knapa og hests ásamt aldri og uppá hvora hönd skal riðið.

Umsóknarfrestur er fram á fimmtudagskvöld 28 febrúar kl 20.00 

Mótahald fer eftir skráningafjölda en minnst þarf 25 skráningar.

Kaffinefndin verður á staðnum með veitingar gegn vægu gjaldi.

 

Með kveðja og von um að sjá sem flesta Mótanefnd  

 

 

15.02.2019 18:55

Vetramót Blæs

 

 

 
 
 

 

 

 

 


Kæru félagsmenn,

vetramóti Blæs þann 22 febrúar,  hefur verið frestað um eitthvern tíma að sökum leiðinda tíðarfars og

óferðar ásamt því að mótanefnd finnst of stutt á milli móta næstu helgar. 

Hvetjum við félaga til að fylgjast með frekari upplýsingar fyrir næstu helgi.

Kveðja mótanefnd í samráði við stjórn Freyfaxa :)

 

13.02.2019 08:16

Aðalfundur

 

AÐALFUNDUR

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Blæs verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar 2019 kl. 20:00 í Dalahöllinni á Kirkjubólseyrum

 

Efni fundar:

 

 1.  Kosning fundarstjóra og fundarritara
 2.  Innganga nýrra félaga
 3.  Skýrsla stjórnar
 4.  Reikningar félagsins lagðir fram
 5.  Formenn nefnda gera grein fyrir störfum liðins árs
 6.  Kosning stjórnar
 7.  Kosning tveggja endurskoðenda
 8.  Kosið í nefndir
 9.  Tillaga um árgjald næsta árs

10. Önnur mál

 • Samstarf Blæs og Freyfaxa
 • FM Austurlands 2019

 

Glæsilegar kaffiveitingar!

Mætum öll og tökum þátt í starfi félagsins J

 

Stjórn Blæs

 

*Aðalfundarboð var sent með sniglapósti til félagsmanna í dag, 14. febrúar 2019.

27.11.2018 09:31

Jólamarkaður Dalahallarinnar 2018

 

Jólamarkaður Dalahallarinnar 2018

Það var líf og fjör í Dalahölinni sunnudaginn 18. nóv. sl.

 

Jólamarkaður Dalahallarinnar var haldinn sunnudaginn 18. nóvember sl., en hann er orðin að árlegu upphafi jólanna hér í Fjarðabyggð.

 

Í ár mátti finna fyrir talsverðri aukningu á bæði þátttöku söluaðila sem og á fjölda gesta. Það er heldur ekki amalegt að lengja ögn sunnudagsrúntinum og mæta í Dalahöllina og hefja jólaundirbúningin með komu í markaðinn.

Í ár líkt og í fyrra fundu markaðshaldarar að fólk kæmi allstaðar að úr fjörðunum og nærliggjandi svæðum. Það megum við væntanlega þakka bættum samgöngum með tilkomu Norðfjarðargangnanna.

Í ár voru að vanda margir glæsilegir sölubásar á markaðnum og mátti sjá að flestir gestanna fyndu eitthvað við sitt hæfi enda úrvalið gott. En á markaðnum var hægt að versla allt frá handprjónuðum böngsum í reykta villibráð, gæs og hreindýr.

Konurnar sem standa að baki markaðnum eru þær sem stýra æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Blæs og eiga þær hrós skilið fyrir vel unnið verk og flottan markað. Það er ljóst að jólamarkaðurinn er komin til að vera enda er hann ein mikilvægasta fjáröflun æskulýsnefndar hestamannafélagsins.

 

 • 1
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 598963
Samtals gestir: 144433
Tölur uppfærðar: 26.3.2019 15:12:13