06.05.2018 00:14

Kvennatölt Blæs - Dagskrá

 
 

 

Minningarmót Halldóru Jónsdóttur

Kvennatölt blæs 2018

 

SunnuDAGINN 6. MAÍ KL. 13

 

Dagskrá

Kl. 13 – Forkeppni

Kl. 14 –Kaffihlé

            Kl. 14.30 úrslit áhugamannaflokkur og

Opinn flokkur

 

Keppnin verður haldin úti þar sem veðurspá er afar hagstæð fyrir daginn.

 

Keppt verður í tveimur flokkum, áhugamannaflokk og opnum flokk.

Ef einhverjar spurningar vakna í aðdraganda mótsins er hægt að hringja í síma 846 2550, Stefán.

Skráningargjald, 1.000 kr.skal greiða á mótsstað.

 

Kl. 12:30 verður farið yfir fyrirkomulag mótsins fyrir þær sem vilja – í Kaffisal Dalahallarinnar.

 

Mótanefnd Blæs

 

 

24.04.2018 17:57

Kvennatölt Blæs 2018

 

Minningarmót Halldóru Jónsdóttur

Kvennatölt blæs 2018

 

LAUGARDAGINN 5. MAÍ KL. 13

 

Mótsstaður Dalahöllin – ef veður leyfir er keppnin höfð úti

 

Keppt verður í tveimur flokkum, áhugamannaflokk og opnum flokk.

Skráning er opin til kl. 22 föstudaginn 4. maí, senda skal skráning á netfangið annaogstebbi@gmail.com eða hringja í síma 846 2550, Stefán.

Skráningargjald, 1.000 kr.skal greiða á mótsstað.

 

Hægt er að hýsa keppnishross á meðan húsrúm leyfir, frítt að mæta og æfa sig í   höllinni á föstudeginum.

 

DAGSKRÁ AUGLÝST ÞEGAR SKRÁNING LIGGUR FYRIR

Mótanefnd Blæs

 

08.04.2018 01:27

Dagskrá TÖLTMÓTS Blæs og Freyfaxa

Dagskrá TÖLTMÓT Blæs og Freyfaxa 8. apríl 2018

   

12:30

Knapafundur

13:00

Forkeppni hefst samkvæmt ráslista

 

Ætla má að forkeppni taki 90-120 mín

   

          15:00 Kaffihlé

   

15:30

Úrslit flokka hefst á ungmennum - einn flokkur

 

Úrslit áhugamannaflokkur

 

úrslit opinn flokkur

 

Ath. Tímamörk geta raskast

 

 

08.04.2018 01:26

Dagskrá TÖLTMÓTS Blæs og Freyfaxa

Myndani�°ursta�°a fyrir l�³g�³ hestamannaf�©lagi�° bl�¦rMyndani�°ursta�°a fyrir l�³g�³ hestamannaf�©lagi�° bl�¦r

Dagskrá TÖLTMÓT Blæs og Freyfaxa 8. apríl 2018

   

12:30

Knapafundur

13:00

Forkeppni hefst samkvæmt ráslista

 

Ætla má að forkeppni taki 90-120 mín

   

                                                15:00 Kaffihlé

   

15:30

Úrslit flokka hefst á ungmennum - einn flokkur

 

Úrslit áhugamannaflokkur

 

úrslit opinn flokkur

 

Ath. Tímamörk geta raskast

 

 

02.04.2018 22:59

Tölt - vetrarmótaröð Blæs og Freyfaxa

 

Myndaniðurstaða fyrir lógó hestamannafélagið blærMyndaniðurstaða fyrir lógó hestamannafélagið blær

 

II mót vetrarmótaraðar Blæs og Freyfaxa - TÖLT

Sunnudagurinn 8. apríl 2018 kl. 13:00

TÖLTMÓT vetrarmótaraðarinnar verður haldið í Dalahöllinni í Norðfirði sunnudaginn 8. apríl nk. Fyrirkomulag mótsins verður eftirfarandi:

13 ára og yngri

14 – 17 ára

Áhugamannaflokkur

Opinn flokkur

Knapafundur verður kl. 12.30

Skráningargjald kr. 1.000 á hverja skráningu, greiðist á keppnisstað. Mótið er opið öllum. 

Skráningu skal skilað inn á netfangið annaogstebbi@gmail.com, opið er fyrir skráningu til kl. 23.00 laugardaginn 7. apríl nk. Fyrir þá sem eru minna tölvuvæddir er hægt að hringja og skrá þátttöku hjá Önnu Berg í síma 857 0774.

Dagskrá mótsins verður birt síðar, þegar þátttaka liggur fyrir.

Kaffiveitingar verða bæði á milli forkeppni og úrslita og svo líka í lok mótsins.

Hlökkum til að sjá sem flesta, bæði keppendur og áhorfendur. Ekki láta þetta mót framhjá ykkur fara, vegleg verðlaun í boð fyrir 5 efstu sætin í hverjum flokki.

Frítt inn fyrir áhorfendur.

Mótanefnd Blæs

 

Mótaröðin er stigakeppni sem stigast eftifarandi:

 1. Sætið 12 stig
 2. Sætið 10 stig
 3. Sætið 8 stig
 4. Sætið 7 stig
 5. Sætið 6 stig
 6. Sætið 5 stig
 7. Sætið 4 stig
 8. Sætið 3 stig
 9. Sætið 2 stig
 10. Sætið 1 stig

* Frítt fyrir keppnishross í stíur hesthússins, á meðan húsrúm leyfir. Þeir sem vilja koma og æfa sig deginum á undan geta gert það endurgjaldslaust. Munið að koma með hey fyrir hrossin ykkar.

 

22.03.2018 11:26

Vetrarmótaröð Blæs og Freyfaxa 2018

 

Hestamannafélögin Blær og Freyfaxi fyrirhuga að halda sameiginlega vetrarmótaröð nú í mars og apríl.

 

1. mótið Fjórgangur - föstudagskvöld 23. mars kl. 20 - Iðavellir. 

2. mótið Tölt - sunnudagur 8. apríl - Dalahöllin (Dagskrá auglýst síðar) 

3. mótið Smali og Skeið - 21. apríl - Staðsetning og dagskrá auglýst síðar. 

 

Á mótunum verður boðið upp á keppni í fjórum flokkum:

 • 13 ára og yngri,
 • 14-17 ára,
 • Áhugamannaflokkur 
 • Opnum flokk.

 

Stigakeppni gildir fyrir hvern flokk og verða veitt verðlaun í loka mótaraðar fyrir besta árangur hvers flokks. Tíu efstu knaparnir í hverjum flokki fá stig samkvæmt eftirfarandi stigakerfi: 

 • ?1. sæti: 12 stig
 • 2. sæti: 10 stig
 • 3. sæti: 8 sitg
 • 4. sæti: 7 stig
 • 5. sæti: 6 stig o.s.frv.

 

Við lok mótaraðarinnar verður dregið í happadrætti, í pottinum verða þátttakendur mótaraðanna og gildir einu hvort knapinn hafi tekið þátt í einu móti eða þeim öllum.


Mótanefndirnar hvetja alla til að mæta á völlinn,

Með kveðju

12.03.2018 20:36

Reiðnámskeið

Kæru félagar
 
Tíminn flýgur og nú er komið að næsta námskeiði hjá Reyni. Eins og áður eru reiðtímar laugardag og sunnudag en einnig stefnir hann á að hafa sýnikennslu í hringteymingum á föstudagskvöldið - meira um það seinna í vikunni.
 
Þeir sem ætla að vera með eru beðnir að skrá sig hér eða senda póst á turhilla@va.is. Einnig má hringja í síma 8919419 og athuga hvort einhver svarar;)
 
Og svo einn tveir og.......skrá sig!!!!
See the source image

06.01.2018 21:43

Námskeið

Gleðilegt ár gott fólk og takk fyrir það gamla.

Eftir indælar hátíðar er um að gera að fara að huga að rútínunni og vetrarstarfi félagsins þar með. Það sem er komið á dagskrá er námskeiðaröð með Reyni Atla góðkunningja okkar og er fyrsta námskeiðið fyrirhugað um næstu helgi - 13.-14. janúar.

Þeir sem ætla að vera með á því þurfa að láta vita sem allra fyrst í athugasemdum hér, með tölvupósti á turhilla@va.is eða hringja í Þórhöllu í síma 891-9419.

Alls verða kenndar 4 helgar - verð og hinar dagsetningarnar vera auglýstar í byrjun vikunnar.

Ef einhver þarf að láta járna er hugsanlegt að semja um það við Reyni á föstudeginum - sama skráningarform á því;)

 • 1
Flettingar í dag: 58
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 126
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 559518
Samtals gestir: 136447
Tölur uppfærðar: 26.5.2018 08:41:14