23.01.2017 22:01

Viðburðir í febrúar

Kæru félagsmenn

Það er ýmislegt spennandi framundan í félaginu okkar:

 

Helgina 4.-5.febrúar er fyrsta námskeiðshelgin hjá Reyni Atla og verður það auglýst nánar mjög bráðlega.

Sömu helgi verður bingókvöld og verður það líka auglýst nánar hið allra fyrsta. Gistitilboð um helgina;)

 

Laugardaginn 11.febrúar verður íþróttamót í höllinni

 

Mánudaginn 27.febrúar kl 20 verður svo aðalfundurinn okkar haldinn inni í Dalahöll. Lagabreytingatillögum þarf að skila til stjórnar skriflega í síðasta lagi 5. febrúar. Formenn nefnda þurfa að athuga hverjir hyggjast sitja áfram í nefndum og helst finna eftirmenn þeirra sem ganga út. Eins óskum við eftir framboðum í stjórn og nefndir.

 

Fleira er ekki formlega á dagskrá í febrúar en við minnum á viðburðaskrá félagsins á 123.is/blaer

 

Sjáumst hress:)

29.12.2016 13:50

Gamlársreið

Sælir kæru félagar


Við hjá útreiðarnefnd ætlum að ljúka árinu með gamlársreið. Farið verður frá Miðbæjarafleggjara kl 13:00 og riðið inn að Dalahöll þar ætlun við að hafa smá kaffi þar sem íþróttamaður Blæs 2016 verður tilnefndur og ríða svo til baka.

Kveðja Útreiðarnefnd

 

 
 

Image result for fireworks

19.10.2016 18:25

Félagsfundur

Kæru félagar

Almennur félagsfundur verður haldinn mánudaginn 24. október kl 20 í Dalahöllinni - athugið að fundarboðið er eingöngu rafrænt svo verum dugleg að minna hvert annað áwink

Dagskrá fundar:
1. Félagsaðstaða
2. Húsreglur
3. Jólamarkaður
4. Stækkun vallar
5. Girðingar og beitarreglur
6. Önnur mál

Vonumst til að sjá sem flesta og að sjálfsögðu verður kaffi og meððísmiley
Stjórnin

03.10.2016 22:51

Breyting

Komið þið sæl:)

Við ætlum ekki að hafa félagsfundinn alveg strax en reiknum með honum eftir viku- hálfan mánuð svo fylgist vel með!!

Vil líka vekja athygli á því að nú er boðið upp á nýjan kost í stíuleigu - mánuð í senn á 10.000 kr. Sögu reglur gilda að sjálfsögðu og um aðra leigu - hún getur þurft að víkja fyrir viðburðum í höllinni, góðrar umgengni er krafist og leigjandi þarf að eiga kort í höllina. Nú þegar hafa tveir ofurknapar flutt fáka sína inneftir í stífar þjálfunarbúðir - kíkið endilega á kappana;)

Stjórnin

 

08.09.2016 20:30

Reiðvegavinna

Ágætu félagsmenn

Næstu daga mun standa yfir vinna við reiðveginn. Það verður ekið efni í hann þar sem vantar, og á mánudaginn kemur svo vél sem fer yfir hann, malar og þjappar. Farið því varlega - getur verið gróft og laust sumsstaðar og vélaumferð á vegi. Vonumst til að þetta skili góðum árangri í endurbótum á veginum.

Kær kveðja

Stjórn og reiðveganefnd

24.08.2016 16:40

Haustferðin

Kæru félagsmenn
Við þurfum að aflýsa haustferð félagsins þetta árið. Það hefur verið rólegt yfir hestamennskunni og auk þess eru primus motorar ferðarinnar síðustu ár allir uppteknir í skemmtanalífinu þessa helgi. Við látum þetta ekki á okkur fá heldur stefnum að því að hafa næstu haustferð fjölmenna og glæsilega - takið strax frá síðustu helgi í ágúst!

Kveðja

Stjórnin

03.08.2016 03:43

Haustferð Blæs

Sæl og blessuð öll sömul

Eins og flestir vita er hefð fyrir því að fara í hestaferð síðustu helgina í ágúst - Haustferð Blæs sem er 2-3ja daga ferð um nálæga eyðifirði og fjöll.
Þetta árið eru dagsetningarnar 26.-28. ágúst og mig langar að vita sem fyrst hverjir hafa hug á að fara svo hægt sé að athuga með gistingu og fleira.

Meldið ykkur endilega hér eða á turhilla@va.is;)

  • 1
Flettingar í dag: 59
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 131
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 510863
Samtals gestir: 125709
Tölur uppfærðar: 24.1.2017 11:16:33