22.08.2017 21:12

Haustferð Blæs

Jæja gott fólk - þá er komið að því að taka ákvörðun um haustferðina! Þeir sem eru ákveðnir í að fara skrái

sig hjá Þórhöllu í síma 8919419 sem allra fyrst. Þeir sem hefðu áhuga á að fara með trúss mega gjarnan

láta vita af sér líka.

 

 

12.08.2017 17:53

Kvennareið

Jæja kæru hestakonur - þá er komið að því!!

 

Laugardaginn 19. ágúst verður kvennareið Blæs svo takið þann dag vel og vandlega frá.

Við reiknum með að leggja af stað frá Hofi kl 16 og enda inni í Dalahöll í grilli eftir algjöra óvissuferð;)

 

Takið endilega með ykkur skemmtilega gesti og 1500 kall í sameiginlegan kostnað - auglýsum nánar tilhögun þegar nær dregur og skráið ykkur endilega hér svo hægt sé að hafa einhverja tölu í huga við innkaup;)

18 ára aldurstakmark.

 

Sjáumst hress!

Útreiðanefnd

 

 

13.07.2017 13:59

Félagsmóti aflýst

Kæru félagar


Vegna lítillar þátttöku verður því miður að aflýsa félagsmótinu okkar. Þökkum þeim sem skráðu sig og lögðu lið við undirbúning.

 

Mótanefnd

 

27.05.2017 17:25

FIRMAMÓT BLÆS

Sælir kæru hestamenn 


Hestamannafélagið Blær mun halda hið árlega Fimamót á Kirkjubólseyrum þann 28.maí og hefst mótið kl.14:00
Skráningar fara fram í síma 843-7765 eða polly8670@gmail.com

Við hvetjum alla nær og fjær til að koma og taka þátt hvort sem það er sem keppandi eða áhorfandi og eiga góðar stundir.

Veitingar verða til sölu í félagsaðstöðu Blæs.

Kveðja 
Firmanefnd

08.05.2017 23:03

Framundan í félaginu

 

Vinnukvöld 15. maí kl 17

-Tiltekt á svæðinu

-Sá í mön

-Bera á pall

Gott að taka hrífu með

 

Firmamót 28. maí kl 14

Keppt í eftirtöldum flokkum:

Valkyrjur

Víkingar

Börn 16 ára og yngri

 

Fylgist með auglýsingum og mætum öll:)

02.05.2017 22:33

Firmamót

Athugið að firmamótinu okkar seinkar og verður ný dagsetning auglýst síðar:)

Kær kveðja

Firmanefnd

31.03.2017 00:36

Reiðnámskeið

Hæ hæ - hér er helgarplanið! Sama dagskrá báða daga og ekkert rugl;) Talið við mig ef þið sjáið einhverjar vitleysur eða einhverju þarf að skipta.

09:15-09:45 Írena Fönn
09:45-10:15 Ástrós Diljá
10:15-10:45 Linda María
10:45-11:30 Doddi - Villi
11:30-12:00 Álfdís Þóra - Júlli
MATUR
13:00-13:30
Jóna Árný
13:30-14:15 Lilja Fanney - Inga Sóley
14:15-15:00 Ágústa Vala - Halldóra Guðrún
15:00-15:45 Vilborg - Þórhalla - Sibba
KAFFI
16:15-16:45
Erla Guðbjörg
16:45-17:30 Heiðrún Þorsteins - Margrét Linda
17:30-18:15 Anna Bella - Elísabet Líf
18:15-18:45 Helena Fönn-Aron Ingi

Hittumst hress í höllinni!!
Þórhalla

  • 1
Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 531690
Samtals gestir: 130730
Tölur uppfærðar: 21.9.2017 22:37:02