27.11.2018 09:31

Jólamarkaður Dalahallarinnar 2018

 

Jólamarkaður Dalahallarinnar 2018

Það var líf og fjör í Dalahölinni sunnudaginn 18. nóv. sl.

 

Jólamarkaður Dalahallarinnar var haldinn sunnudaginn 18. nóvember sl., en hann er orðin að árlegu upphafi jólanna hér í Fjarðabyggð.

 

Í ár mátti finna fyrir talsverðri aukningu á bæði þátttöku söluaðila sem og á fjölda gesta. Það er heldur ekki amalegt að lengja ögn sunnudagsrúntinum og mæta í Dalahöllina og hefja jólaundirbúningin með komu í markaðinn.

Í ár líkt og í fyrra fundu markaðshaldarar að fólk kæmi allstaðar að úr fjörðunum og nærliggjandi svæðum. Það megum við væntanlega þakka bættum samgöngum með tilkomu Norðfjarðargangnanna.

Í ár voru að vanda margir glæsilegir sölubásar á markaðnum og mátti sjá að flestir gestanna fyndu eitthvað við sitt hæfi enda úrvalið gott. En á markaðnum var hægt að versla allt frá handprjónuðum böngsum í reykta villibráð, gæs og hreindýr.

Konurnar sem standa að baki markaðnum eru þær sem stýra æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Blæs og eiga þær hrós skilið fyrir vel unnið verk og flottan markað. Það er ljóst að jólamarkaðurinn er komin til að vera enda er hann ein mikilvægasta fjáröflun æskulýsnefndar hestamannafélagsins.

 

01.08.2018 10:03

Opið félagsmót Blæs 2018

Gæðingamót Blæs 2018

Haldið var opið gæðingamót laugardaginn 28. júlí sl. í mildu þoku veðri. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum okkar mótshaldara og má m.a. þakka því að hestamenn víðsvegar af svæðinu lögðu land undir fót og mættu galvaskir til okkar Blæsfélaga. Þeir er komu lengst að keyrðu alla leið frá Bakkafirði, vel gert.

Ætli við getum ekki þakkað góðri þátttöku á mótið að hluta til nýju Norðfjarðargöngunum. Nú þarf ekki að ferðast til okkar yfir 800 m háan fjallveg og í gegnum einbreið göng líkt og var fyrir aðeins ári síðan. Þetta er gríðar umbylting fyrir okkur á fjörðunum sem samfélag en líka fyrir þróun hestamennskunar hér á Austurlandi. Við á fjörðunum vitum að fjallvegurinn var etv. ekki faratálmi fyrir okkur en hann var það sannarlega fyrir marga utan svæðis, en það á ekki við lengur.

En aftur að mótinu, margt var um gæðinga s. laugardag og mættu þar á meðal nokkrir af landsmótsförum okkar Austfirðinga. Dómari mótsins var Einar Örn Grant.

Miklar þakkir fá allir þeir er komu að mótinu, kaffinefnd, þátttakendur, áhorfendur, dómari, ritarar og allir aðrir er gerðu þennan dag góðan saman með okkur í mótanefndinni.         

Með kveðju

Mótanefnd Blæs

 

Hér gefur að líta úrslit gæðingamóts Blæs 2018

B flokkur

 

Hmf.

Úrslit

Knapi

Hestur

eink.

Freyf.

1

Hans Kerjúlf

Barón frá Brekku

8,67

Blær

2

Sigurður Sveinbjörnsson

Eyvör frá Neskaupstað

8,5

Freyf.

3

Reynir Atli Jónsson

Sigla frá Gunnarsstöðum

8,43

Freyf.

4

Hallgrímur Frímansson

Aríel frá Teigabóli

8,36

Freyf.

5

Bergur Hallgrímsson

Skýstrókur frá Strönd

8,33

Blær

6

Guðbjartur Hjálmarsson

Hulinn frá Sauðfelli

8,3

A flokkur

Hmf.

Úrslit

Knapi

Hestur

Eink.

Freyf.

1

Einar Ben Þorsteinsson

Matthildur frá Stormi

8,54

Freyf.

2

Hans Kerjúlf

Úa frá Úlfsstöðum

8,38

Blær

3

Guðbjörg Friðjónsdóttir

Eydís frá Neskaupstað

8,32

Freyf.

4

Jens Einarsson

Skugga Sveinn frá Kálfhóli II

8,17

Freyf.

5

Ragnar Magnússon

Hemra frá Bakkagerði

8,16

Unglingaflokkur

 

Hmfl.

Úrslit

Knapi

Hestur

Eink.

Freyf.

1

Ríkey Nótt Tryggvadóttir

Tvistur frá Árgerði

8,2

         
         

Barnaflokkur

 

Hmf.

Úrslit

Knapi

Hestur

Eink.

Freyf.

1

Ásgeir Máni Ragnarsson

Leiknir frá Bakkagerði

8,22

Blær

2

Júlíus Bjarni Sigurðsson

Skálmöld frá Stóru Laugum

7,92

Blær

3

Álfdís Þóra Theodórsdóttir

Saga frá Flögu

7,63

                   

 

T3

Hmf.

Úrslit

Knapi

Hestur

Eink.

Blær

1

Sigurður Sveinbjörnsson

Eyvör frá Neskaupstað

7

Freyf.

3

Hallgrímur Frímansson

Aríel frá Teigabóli

6,7

Freyf.

4

Katharína Winter

Glymur frá Stóra Sandfelli

6,3

Freyf.

2

*Hans Kerjúlf

Mörk frá Víðivöllum Fremri

6,8

Blær

5

Stefán Hrafnkelsson

Magni frá Mjóanesi

6,2

 

 

           

* Sjö knapar áttu rétt á að ríða úrslit í Tölti en tveir tóku sig út eftir að hafa riðið úrslit í B-flokki gæðinga. Þessir knapar voru - Guðbjartur Hjálmarsson á Hulinn frá Sauðafelli en hann var annar inn í úrslit með eink. 6,7 og Reynir Atli Jónsson á Siglu frá Gunnarsstöðum þriðji inn í úrslit með eink. 6,5

 

Úrslit A-flokkur

 

Barnaflokkur 2. og 3. sætið og Farandsbikar Blæs reistur upp.

 

Barnaflokkur - 1. sætið                 

 

Úrslit B-flokkur

 

Úrslit Tölt 

*Vantar mynd af unglingi mótsins ef einhver lumar á slíkri mynd endilega sendið á fésbókarsíðuna okkar :)       

27.07.2018 12:05

Farandsbikari

 

 

Kæru félagar við viljum minna á að skila farandsbikaranum :) 

26.07.2018 20:30

Opið Félagsmót Blæs

 

 

Komiði sæl kæru félagar,

 

svona liggur dagskrá laugardagsins fyrir: 

Einnig viljum við minna fólk á að taka með sér girðingar,vatnsfötur,

og þeir sem vilja stíur þá eru þær takmarkaðar svo fyrstur kemur fyrstur fær :) 

 

 

Dagskrá 

 

≈Knapafundur hefst kl. 09.30≈

 

 Kl. 10.00 -  B Flokkur 

 

Kl. 11.15 - A Flokkur

 

Kl. 11.45 - Barnaflokkur

 

Kl. 12.00 - Tölt

 

<~Kaffihlé~>

 

úrslit hefjast kl. 15.00

 

Barnaflokkur

B-Flokkur

A-Flokkur 

Tölt

Hver úrslit taka um 30 mínótur

 

 Hér má sjá ráslista með fyrirvara um breytingar

 

 
 
 

 

 

 

 
 
 
 
 
 
 

 

 

 
 
 

18.07.2018 20:20

Opið Félagsmót Blæs

 

 

 
 

 

  

Opið félagsmót Blæs

 

Þann 28 júlí n.k. verður haldið opið félagsmót Blæs á Kirkjubólseyrum í Norðfirði.

 

Keppt verður í tölti T3, A- og B flokk, unglingaflokki ( 13-17 ára ) og barnaflokki ( 12 ára og yngri ).

 

Skráningargjald fyrir hvern hest er 2000 krónur

 

Kaffisala Blæs mun að sjálfsögðu standa fyrir sínu og freista okkar með góðum kræsingu, einsog þeim einum er lagið.

 

Skráningarfrestur er fram að hádegi 25 júlí , tekið er á móti skráningum á netfanginu soffiaannahelga@gmail.com – við skráningu skal tiltaka nafn knapa og IS númer hests, keppnisgrein og í T3 upp á hvora hönd sé riðið.

 

Fylgist með facebook síðu Blæs eftir nánari tilkynningu hvenar tími byrjar en það ræðst eftir skráningafjölda.

 

Hægt er að mæta degi fyrr og æfa hrossin á svæðinu,

Nánari upplýsingar um slíkt má fá hjá Guðbjarti s. 860 9904

08.07.2018 17:41

Kæru félagar. Vinsamlegast skoðið og skráið ykkur á tjaldstæðisvakt á Eistnaflugi ( fésbokarsiða félagsins) , einnig má hafa samband við Vilborgu í síma 864 1193

12.06.2018 12:24

Frestun á félagsmóti

Kæru félagar.

Vegna fyrirspurna þá er rétt að það komi fram að félagsmótinu er frestað vegna þess að við fáum ekki dómara.

12.06.2018 09:56

Kæru félagar,

vegna óviðráðanlegra aðstæða verður félagsmóti Blæs frestað fram yfir landsmót frekari upplýsingar verða veitta um það þegar nær dregur 

 

kveðja mótanefnd 

11.06.2018 22:43

VINNUKVÖLD

 

KÆRU FÉLAGAR

Miðvikudagskvöldið 13. júní kl 18 verður vinnukvöld á félagssvæðinu. Verkefnið er að fjarlægja gamalt

rekkverk kringum völlinn og setja upp nýtt og fínt fyrir félagsmótið.

Allir að mæta - takið hleðsluborvél með ef þið eigið!

11.06.2018 22:41

FÉLAGSREIÐTÚR

 

FÉLAGSREIÐTÚR FRAMUNDAN

Helgina 23.-24. júní stendur til að fara í hestaferð í Mjóafjörð. Lagt verður af stað frá réttinni innst í Mjóafirði kl 10 og riðið út í þorp þar sem verður áð og snætt vel en ferðinni svo haldið áfram út á Dalatanga þar sem hestarnir gista. Knaparnir munu hinsvegar að sjálfsögðu eyða jónsmessunóttinni við að velta sér upp úr mjófirskri dögg, stíga endurnærðir uppúr henni beint á bak á sunnudeginum og ríða sömu leið til baka.

Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina og helst sem allra fyrst svo hægt sé að gera frekari plön. Ingólfur er allsherjargoði fararinnar og tekur við skráningum í síma 8947333

Allir með - þetta verður fjör!

Kveðja
Útreiðanefnd

10.06.2018 20:48

 

 

 

 
 

 

Opið félagsmót Blæs

 

Þann 16. júní n.k. verður haldið opið félagsmót Blæs á Kirkjubólseyrum í Norðfirði.

 

Keppt verður í tölti T3, A- og B flokk, unglingaflokki ( 13-17 ára ) og barnaflokki ( 12 ára og yngri ).

 

Skráningargjald fyrir hvern hest er 2000 krónur

 

Kaffisala Blæs mun að sjálfsögðu standa fyrir sínu og freista okkar með góðum kræsingu, alvöru Hnallþórum.

 

Skráningarfrestur er fram að hádegi 15. júní , tekið er á móti skráningum á netfanginu soffiaannahelga@gmail.com – við skráningu skal tiltaka nafn knapa og IS númer hests, keppnisgrein og í T3 upp á hvora hönd sé riðið.

 

Hægt er að mæta degi fyrr og æfa hrossin á svæðinu,

Nánari upplýsingar um slíkt má fá hjá Guðbjarti s. 860 9904

  • 1
Flettingar í dag: 55
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 43
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 586198
Samtals gestir: 141882
Tölur uppfærðar: 10.12.2018 14:18:37